Fréttir

21.10.2005 Fréttir : Skólastefna Hornafjarðar

Í vinnu að nýrri skólastefnu er leitað eftir þátttöku allra sem hagsmuna eiga að gæta og láta sig skólamál varða. Nú leitum við eftir þátttöku forráðamanna og annarra sem áhuga hafa á þessum málaflokki. Með því að mæta á fund í Hafnarskóla þriðjudaginn 25. október næstkomandi kl. 20:00 gefst fólki kjörið tækifæri til að láta rödd sína heyrast og hafa þannig áhrif á skipulag skólamála í næstu framtíð. Skólanefnd Hornafjarðar Lesa meira
Flóð á Höfn 15.10 2005

20.10.2005 Fréttir : Flóðin á Höfn

Úrkoma á Höfn og nágrenni frá hádegi föstudagsins 14. október til um kl. 21 á laugardagskvöld er áætluð um 185 mm. Í Akurnesi mældist á þessum tíma 220 mm úrkoma. Á föstudagskvöld tók að bera á vatnsflóðum í íbúðarhús og hafist var handa við dælingu sem var framhaldið þá um nóttina og á laugardaginn. Það voru starfsmenn í áhaldahúsi, slökkviliði og tæknideild sem unnu við dælingar og notuðu til verksins allar tiltækar dælur frá Króm og Hvítt, Rarik og Rósaberg, auk öflugra dælubíla slökkviliðsins. Fráveitukerfi Hafnar, líkt og almennt gerist með slík kerfi, er hannað til að taka á móti fljóðatjónum sem koma á 5-10 ára fresti. Ef kerfi eru hönnuð til að geta flutt vatn vegna meiri úrkomu eru mun dýrari og virkni þeirra verri, t.d. vegna sjálfhreinsunar. Veðrið sem hér geisaði frá hádegi á föstudag til laugardagskvölds er talið endurtaka sig á 100 ára fresti og er umtalsvert meira flóð en fráveitukerfið er hannað til að taka á móti, samkvæmt upplýsingum frá Línuhönnun. Lesa meira
Dansinn dunar

19.10.2005 Fréttir : Starfsmenn Sveitarfélagsins í rokkið

Á laugardaginn kemur eða nánar tiltekið Fyrsta vetrardag verður mikill rokkdagur hjá starfsmönnum Sveitarfélagsins Hornafjarðar en þá ætla þeir ásamt mökum sínum að gera sér dagamun og bregða sér á rokkveisluna Rokk í 50 ár á Hótel Höfn með öllu tilheyrandi mat, drykk og dansi. Á annað hundrað manns mæta þar. Átta ár eru liðin síðan slík starfsmannahátíð var haldin síðast sem var á 100 ára afmælishátið Hafnar í íþróttahúsinu. Í það skipti fór einmitt fram keppnin um afmælislag Hafnar og var það lag Heiðars Sigurðssonar Kæra Höfn sem bar sigur úr býtum en hann er tónlistarstjóri Rokk í 50 ár. Undirbúningsnefnd hefur unnið að undirbúningi hátíðarinnar í nokkra mánuði og hefur þegar gert tillögu að næstu hátíðarnefnd sem verður formlega opinberuð á hátíðarkvöldinu. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: