Fréttir

Flóð á Höfn 15.10 2005

6.12.2005 Fréttir : Skuldir bæjarsjóðs lækka þrátt fyrir miklar framkvæmdir.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2006 var samþykkt í bæjarstjórn 1. desember sl. Þar kemur fram að heildarvelta bæjarsjóðs, stofnana og fyrirtækja bæjarins (Heilbrigðistofnunar Suðausturlands, Hornafjarðarhafnar, vatnsveitunnar og húsnæðiskerfisins) verður um 1,7 milljarður . Launakostnaður er afgerandi útgjaldaþáttur með um 65,6% af skatttekjum og fræðslu- og uppeldismál vega þyngst með um 57,4% af skatttekjum. Bæjarstjórn hefur á síðustu árum beitt aðhaldi í útgjöldum og lækkað skuldir bæjarsjóðs verulega. Með því móti skapast svigrúm til að framkvæma stærri verkefni. Á næsta ári er áætlað að verja 150 m.kr. til framkvæmda á vegum bæjarsjóðs. Forgangsverkefni eru sundlaug og íþróttasvæði. Jafnframt verður framkvæmt á vegum vatnsveitu fyrir 4 m.kr. og hafnarsjóðs fyrir 110,7 m.kr. en af þeirri upphæð koma 75,0 m.kr. af samgönguáætlun. Lesa meira

1.12.2005 Fréttir : Reglur um farandsölu í Sveitarfélaginu

Af gefnu tilefni er bent á að í gildi eru reglur um farandsölu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Samkvæmt reglunum er öllum er heimilt að stunda farandsölu í Sveitarfélaginu Hornafirði, enda fullnægi þeir skilyrðum laga nr. 28/1998 um verslunaratvinnu til að stunda slíka starfsemi og þeim skilyrðum sem sett eru í reglum þessum. Til þess að heimild fáist þarf að skila inn öllum nauðsynlegum gögnum, þar á meðal staðfesting á skráningu rekstraraðila í firma- eða hlutafélagaskrá, eintak nafnspjalds skv. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 28/1998 og upplýsingar um fasta starfsstöð og prókúruhafa. Þar þarf að koma fram nafn, kennitala, VSK númer rekstraraðila, hvaða vörur viðkomandi hyggst selja, og hvar og hvenær salan mun eiga sér stað. Sveitarfélagið getur látið stöðva farandsölu, komi í ljós að upplýsingar standist ekki. Lesa meira
Grunnskoli_005

1.12.2005 Fréttir : Heimsóttu ráðhús sveitarfélagsins

Í dag, 1. desember 2005, heimsóttu nemendur og starfsfólk Hafnarskóla ráðhús sveitarfélagsins. Bæjarráð ásamt starfsmönnum í ráðhúsi tók á móti hópnum framan við húsið. Nemendur sungu nokkur lög og færðu bæjarráði, bæjarstjóra og framkvstj. fræðslu- og félagssviðs áletraða boli að gjöf. Á bolunum er merki Hafnarskóla og áletranirnar Byggjum betra samfélag og VIRÐING FRELSI VINÁTTA Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: