Fréttir

Snjór á Höfn 15. janúar 2006

17.1.2006 Fréttir : Viðmið og verklag vegna snjómoksturs og hálkueyðingar

Hjá Sveitarfélaginu Hornafirði er það áhaldahús sér almennt um hálkueyðingu og snjómokstur í sveitarfélaginu. Verkstjóri áhaldahúss eða yfirmenn hans meta aðstæður hverju sinni og ráða aðra verktaka eftir þörfum. Hafa skal eftirfarandi verklagsreglur til viðmiðunar. Varðandi snjómokstur þá fer Vegagerðin fer eftir þeirri leið sem kallast þjóðvegur í þéttbýli þ.e. frá hafnarbakka við Álaugarey norður Sæbraut að gatnamótum við Álaugarveg til vesturs og eftir Víkurbraut til norðurs að gatnamótum Hafnarbrautar og til norðurs út úr bænum. Um er að ræða einfalda braut. Áhaldahús ryður síðan betur þessa leið, þ.e. tvíbreitt og fer síðan í aðrar hliðargötur þar sem áhersla er lögð á stofnanir sveitarfélagsins s.s. Lesa meira
Frá sundæfingu

12.1.2006 Fréttir : Vonir standa til að hægt verði að opna sundlaugina seinnipartinn í þessum mánuði

Undanfarið hefur verið unnið að almennu viðhaldi og undirbúningi að dúkaskiptum í sundlauginni. Vonir standa til að hægt verði að opna laugina almenningi seinnipartinn í þessum mánuði ef ekkert sérstakt tefur framkvæmdir. Staðfestur opnunartími verður auglýstur í fjölmiðlum. Framkvæmdahópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Hornafirði hélt fund í fyrri viku með starfsmönnum íþróttamannvirkja þar sem farið var yfir þær hugmyndir og upplýsingar sem uppi eru um nýbyggingu sundlaugar og hvernig best sé að tengja hana við íþróttahúsið. Að sögn formanns framkvæmdahópsins Friðriks Ingvaldssonar formanns æskulýðs- og tómstundaráðs er reiknað er með að ný sundlaug verði staðsett vestan við íþróttahúsið á Höfn og hefur hópurinn undanfarið verið að við að sér upplýsingum um sundlaugarmannvirki víðsvegar að af landinu. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: