Fréttir

Sundlaugin opnar - frítt í sund

3.2.2006 Fréttir

Sundlaugin á Höfn
Mynd 1 af 2
1 2

Nú er lokið dúkskiptum í sundlauginni og verður hún opnuð laugardag. Nýi dúkurinn var keyptur frá Á. Óskarssyni og sá fyrirtækið Pappi ehf. um að leggja hann með dyggri aðstoð starfsmanna laugarinnar og annarra starfsmanna sveitarfélagsins. Við framkvæmdina þurfti m.a. að byggja yfir laugarkerið til að skapa góða vinnuaðstöðu. Verkið tók lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir og spilaði þar ýmislegt inn í eins og vill verða við endurnýjun gamalla mannvirkja. Í þessari aðgerð var steypufylling tekin úr rennunum og þær færðar í upprunalegt horf og bætt við niðurföllum til að auðvelda að þær hreinsi sig. Þetta er sennilega þriðja klæðningin sem fer á laugarkerið. Upphaflega var kerið steypt síðan var það trefjahúðað svo dúkklætt og nú þessi síðasta aðgerð. Í tilefni af því að nýi dúkur er kominn í laugina og dráttur varð á opnun laugarinnar er öllum bæjarbúum boðið í sund á opnunardaginn.

Það nýjasta í stöðu mála vegna byggingar nýrrar sundlaugar er að verið er að skoða nokkrar tillögu að því hvernig sundlaugarmannvirkinu verður best komið fyrir á svæðinu við Heppuskóla og íþróttahús.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: