Fréttir

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

24.3.2006 Fréttir

Aðalskipulag

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998-2018, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í því að tveimur lóðum við Hvannabraut 3-5 verði breytt úr íbúðarsvæði í verslunar og þjónustusvæði. Lóðirnar er um 1.840 fermetrar og á henni hefur hin síðustu ár verið starfrækt dvalarheimili fyrir aldraða á vegum sveitarfélagsins. Breytingartillagan verður verður til sýnis á bæjarskrifstofu Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, á venjulegum opnunartíma, frá og með fimmtudeginum 23. mars 2006, til og með fimmtudeginum 13 apríl 2006. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til fimmtudagsins 13. apríl 2006

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27og skulu athugasemdir vera skriflegar og rökstuddar. Hver sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.

Hornafirði, 22. mars 2006
Albert Eymundsson
Bæjarstjóri Hornafjarðar

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: