Fréttir

Hreinsunardagur Hafnarskóla 2004

29.4.2006 Fréttir : Höldum bænum okkar hreinum og snyrtilegum

Tækni- og umhverfissvið vill koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa vegna samstöðu við árlega vorhreinsun í sínu nánasta umhverfi. Í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands óskuðum við eftir því við forstöðu- og umsjónarmenn opinberra stofnana, sem og bæjarbúa alla, að taka saman höndum og gera vorhreingerningu á lóðum sínum, runnum, beðum og nánasta umhverfi í fyrra falli þetta vorið. Að okkar mati hefur það skilað árangri og má greinilega víða sjá árangur erfiðisins, þó svo að víða sé enn þá ýmsu ábótavant. Því langar okkur að hvetja til áframhaldandi átaks og halda bænum okkar hreinum og snyrtilegum. Starfsmenn Áhaldahúss geta lagt garðeigendum lið. Hafa má samband við tækni- og umhverfissvið og við munum gera það sem við getum til að aðstoða. Lesa meira
Albert Eymundsson, bæjarstjóri

23.4.2006 Fréttir : Hvatning til íbúa!

Ágætu íbúar! Forseti Íslands og forsetafrú koma í opinbera heimsókn í Austur-Skaftafellssýslu dagana 25. og 26.apríl. Við skulum taka vel á móti góðum gestum. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í dagskrá heimsóknarinnar eins og kostur er, draga þjóðfánann að húni meðan á heimsókninni stendur og nota tækifærið til að huga að fegrun og snyrtingu á sínu nánasta umhverfi. Ég vil sérstaklega hvetja alla Austur-Skaftfellinga til að sækja fjölskylduhátíðina í Íþróttahúsinu á Höfn að kvöldi þriðjudagsins 25. apríl. Lesa meira
Ný Sundlaug á Höfn_teikning

15.4.2006 Fréttir : Gert er ráð fyrir 36 fermetra vaðlaug og tveimur pottum

Bæjarstjórn hefur samþykkt meðfylgjandi teikningar af sundlaug við Heppuskóla. Um er að ræða 25 metra langt sundlaugarker sem er 8,5 metrar á breidd. Þar er einnig gert ráð fyrir 36 fermetra vaðlaug og tveimur staðsteyptum pottum, hvor 10 manna. Sambyggt sundlaugarkerinu er síðan lendingarker fyrir vatnsrennibraut 4 x 6 metrar og gert er ráð fyrir minni rennibraut og vatnsleikjatækjum í vaðlaug. Möguleiki er því á að skipta lauginni upp í tvö svæði auk þess sem hægt er að synda bæði 12, 5 metra og 25 metra. Í fyrsta áfanga, sem áætlað er að verði tilbúinn um sumarið 2007, er gert ráð fyrir tveimur tvöföldum búningsklefum, með aðstöðu fyrir fatlaða, gufubaði, starfsmannaðstöðu og móttöku. Einnig verður tækjakjallari undir mannvirkinu að hluta. Stærð byggingarinnar er um 400 fermetrar auk tækjakjallara. Samþykkt hefur verið að heildarkostnaður mannvirkisins verði um 330 mkr. Lesa meira
Forseti Íslands

12.4.2006 Fréttir : Forsetaheimsókn 25. og 26. apríl

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans Dorrit Moussaieff koma í opinbera heimsókn í Austur-Skaftafellssýslu 25. og 26.apríl næstkomandi. Þriðjudaginn 25. apríl heimsækja forsetahjónin og fylgdarlið skóla, fyrirtæki og stofnanir á Höfn og dagskránni lýkur þann dag með fjölskylduhátíð í Íþróttahúsinu kl. 20:00 til heiðurs forsetahjónunum og eru allir velkomnir þangað. Miðvikudaginn 26. apríl halda forsetahjónin fyrst upp í Lón um Almannaskarðsgöngin og til baka um Almannaskarð að Seljavöllum í Nesjum. Þaðan liggur leiðin út í Nýheima á Höfn þar sem forsetinn mun ávarpa málþing um skapandi atvinnugreinar. Lesa meira
Veraldarvinir

12.4.2006 Fréttir : Sveitarfélagið auglýsir eftir fólki í sumarstörf við Vinnuskóla

Þessa dagana er Tækni- og umhverfissvið sveitafélagsins að auglýsa eftir fólki í sumarstörf, um er að ræða störf sem öll tengjast Vinnuskólanum sem sveitarfélagið starfrækir á hverju sumri. Þau störf sem eru í boði: Verkstjóri Vinnuskólans, starfið felst í stjórn Vinnuskólans, skipulagningu og umsjón verkefna í samráði við deildarstjóra á tækni- og umhverfissviði. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri, hafa uppeldismenntun og/eða reynslu af umgengni við unglinga. Einnig er reynsla af stjórnun verkefna og almennum garðyrkjustörfum æskileg. Einnig er auglýst eftir Flokksstjórum í Vinnuskólann á Höfn og í Nesjum. Það starf felst í að vinna með unglingum, aðallega í umhirðu grænna svæða. Einnig er æskilegt að umsækjendur séu 20 ára eða eldri, hafi uppeldismenntun og/eða reynslu af umgengni við unglinga sem og reynslu af almennum garðyrkjustörfum. Lesa meira
Við smábátahöfnina

6.4.2006 Fréttir : Opinn borgarafundur í Nýheimum

Opinn borgarafundur á vegum Sveitarfélagsins Hornafjarðar um endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar verður haldinn í Nýheimum í kvöld, fimmtudaginn 6.apríl og hefst fundurinn kl. 20:00. Á fundinum verða meðal annars kynntar breytingartillögur á þjóðvegi 1. Fulltrúar sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar munu gera grein fyrir tillögum og svara spurningum fundargesta. Ætla má að þetta verði fjölmennur fundur þar sem menn hafa ekki verið á eitt sáttir með þær breytingar sem áætlað er aðverði á vegstæði í Öræfum og við Hornafjarðarfljót. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: