Fréttir

Geir Þorsteinsson byggingarverktaki er meðal þeirra Hornfirðinga sem nýta sér reiðhjólið

19.5.2006 Fréttir : Hjólað í vinnuna - Hornafjörður í 6 sæti

Nú liggja endanleg úrslit fyrir í verkefninu Hjólað í vinnuna 2006. Verkefnið er liður í fræðslu og hvatningarverkefni ÍSÍ, Ísland á iði. Glæsilegur árangur náðist í heildina og voru öll þau met sem hægt var að slá sleginn. Alls áttu 246 vinnustaðir frá 34 sveitarfélögum lið í Hjólað í vinnuna í ár. Farnir voru hvorki meira né minna en 230,543 km eða 172,18 hringir í kringum landið. Til samanburðar þá voru farnir í fyrra 173.762 km eða 129,8 hringir í kringum landið. Ferðamáti var í 59,98% tilfella á hjóli, 38,37% gangandi, 1,18% með strætó, 0,17% á línuskautum og í 0,29% ferða nýttu þátttakendur eigin orku á annan hátt. |nl|Hér á Hornafirði tóku 6 vinnustaðir þátt í verkefninu og hjóluðu starfsmenn þeirra alls 2666 km. í 850 daga sem dugði í 6. sæti fyrir sveitarfélagið í heildina. Lesa meira
Hreinsunardagur Hafnarskóla 2005

19.5.2006 Fréttir : Umhverfishreinsunarátak í þéttbýli Hafnar og Nesjum

Helgarnar 20.-21. og 27.-28. maí verður áframhaldandi hreinsunarátak í þéttbýli Hafnar og Nesjum. Garðeigendur og lóðahafar eru hvattir til þess að hreinsa til á lóðum sínum og einnig að líta til nánasta umhverfis. Á Leirusvæði má einungis losa ómengaðan jarðveg s.s grjót, möl, sand, leir, mold, ójárnbundin steypu- og múrbrot, hellur og aðrar smærri framleiðslueiningar úr steinsteypu. Ekki má losa garðaúrgang á Leirusvæði heldur verður losun garðaúrgangs inní Fjárhúsavík (gömlu ruslahaugunum inná Ægissíðu). Óskað er eftir því að fólk flokki garðaúrgang í þrjá flokka: 1 gras, 2 trjágreinar og afklippur, 3 annar garðaúrgangur s.s blómaafskurður, illgresi, þökuafgangar og mold í minna mæli. Mikilvægt er að garðaúrgangurinn sé ekki blandaður öðrum úrgangi þar sem hann verður nýttur til jarðgerðar eða landgræðslu. Munið því að tæma úr pokum. Lesa meira
Öræfajökull og Jökulsárlón með merki Sveitarfélagsins Hornafjarðar

16.5.2006 Fréttir : Góð afkoma hjá Sveitarfélaginu Hornafirði árið 2005

Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornfjarðar og tengdra fyrirtækja fyrir árið 2005 var lagður fram í bæjarstjórn 11. maí sl. Í endurskoðunarskýrslu kemur fram að innra eftirlit hjá sveitarfélaginu sé virkt og starfsmenn og stjórnendur séu meðvitaðir um mikilvægi þess. Jafnframt segir að allar kennitölur beri með sér trausta fjárhagsstöðu og rekstur. Samkvæmt þessu má fullyrða að rekstur og afkoma sveitarfélagsins var í mjög góðu horfi árið 2005. Afkoma samstæðunnar er 74,0 m.kr. betri en árið 2004. Langtímaskuldir lækka milli ára um 81,6 m.kr. Ef aðeins er litið á A-hluta, bæjarsjóð, þá er hagnaður ársins 105,5 m.kr. Langtímaskuldir A-hluta eru 565,8 m.kr. og lækka milli ára um 71,0 m.kr. Lesa meira
Jón Kristján Rögnvaldsson

9.5.2006 Fréttir : Jón Kristján til starfa sem félagsmálastjóri Hornafjarðar

Í gær tók Jón Kristján Rögnvaldsson til starfa sem félagsmálastjóri Hornafjarðar. Jón Kristján hefur nýverið lokið námi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Forveri hans í starfi Félagsmálastjóra Hornafjarðar var Birgir Þ. Kjartansson sem nú hefur sótt á önnur mið. Jón Kristján er ættaður frá Akureyri en hélt síðan til náms í Reykjavík þar sem hann hefur búið undanfarin fjögur ár við nám og störf. Hann flytur til Hornafjarðar ásamt sambýliskonu sinni Eyrúnu Unni Guðmundsdóttur og dóttur þeirra. Eyrún er einnig útskrifuð úr félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. |nl| Lesa meira
Albert bæjarstjóri tilbúin á hjólinu

2.5.2006 Fréttir : Átak ÍSÍ “Hjólað í vinnuna” hefst á morgun 3. maí

Æskulýðs- og tómstundaráð Hornafjarðar vill vekja athygli á þessu verkefni og hvetja vinnustaði á Hornafirði til þátttöku. Þetta er fyrirtækjakeppni og er meginmarkmið verkefnisins að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum , hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppnin er byggð í kringum heimasíðu verkefnisins sem er vistuð á isisport.is. Keppt er í 6 fyrirtækjaflokkum um flesta daga og flesta kílómetra, hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna í fyrirtækjum. Gott er að einn í hverju fyrirtæki haldi utan um verkefnið. Allir þeir sem nýta eigin orku til að koma sér til vinnu s.s. hjóla eða ganga geta tekið þátt. Aðalatriðið að fá sem flesta með, sem oftast. Þátttaka hefur tvöfaldast á milli ára og tífaldast þau þrjú ár sem verkefnið hefur farið fram. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: