Fréttir

Vinnuskólinn

26.6.2006 Fréttir : Vinnuskóli Hornafjarðar kominn á fullt skrið

Eins og flestir hafa tekið eftir er Vinnuskóli Hornafjarðar kominn á fullt skrið og hefur bærinn okkar verið að taka á sig blómlegan svip. Þegar eru um 30 unglingar komnir til starfa og hafa þau auk ruslatínslu, hreinsun beða, sláttar og annarra hefðbundinna sumarstarfa einnig unnið við sléttun undir sáningu og þökulagningu. |nl|Eitt af markmiðum Vinnuskólans er að undirbúa unglingana fyrir almennan vinnumarkað. Sem liður í þeim markmiðum voru haldin fræðslunámskeið fyrir starfsmenn Vinnuskólans mánudaginn 12. júní og fimmtudaginn 22. júní í fyrirlestrarsal Sindrabæjar. Mánudaginn 12. júní var Guðbrandur Jóhannsson með námskeið í skyndihjálp, Borgþór Freysteinsson, eldvarnareftirlitsmaður og heilbrigðisfulltrúi fræddi unglingana um eldvarnir, meðferð slökkvitækja og þær hættur sem geta leynst í umhverfinu, verkstjóri Vinnuskólans Gísli Örn Reynisson fór yfir helstu verkefni sumarsins og hvernig vinnunni yrði háttað þetta sumarið, Haukur Þorvaldsson ræddi um félags og forvarnarþátt skólans, Rannveig Einarsdóttir garðyrkjufræðingur fræddi unglingana um umhverfið og náttúruna ásamt því að fara yfir umhirðu blóma og beða og að lokun sýndi Hulda Laxdal unglingunum rétta líkamsbeitingu við vinnu. Lesa meira
Kvennahlaupid_2006_(Haukur)

14.6.2006 Fréttir : Stýrihópur um lýðheilsu

Allt hefur áhrif - einkum við sjálf! Þetta eru einkunnarorð þróunarverkefnis sem Sveitarfélagið Hornafjörður, ásamt 24 öðrum sveitarfélögum er að vinna í samvinnu við Lýðheilsustöð. Markmiðið er að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra. Aðaláhersla er á hreyfingu og góða næringu Með verkefninu er leitast við að: Vekja fólk til umhugsunar um heilsu, Standa fyrir fræðslu um það sem hefur áhrif á heilsu, Skoða hvaða þættir sem hafa áhrif á heilsu eru í lagi og hvaða þætti er hægt að bæta í sveitarfélaginu og virkja Virkja sem flesta, á öllum aldri, til að eiga hlutdeild í verkefninu. Lesa meira
LungA_merki

6.6.2006 Fréttir : Bæjarráð styrkir ungt fólk til þátttöku á Listahátíð á Seyðisfirði

Bæjarráð Hornafjarðar hefur samþykkt 25 þúsund króna framlag til að styðja unga Hornfirðinga til þátttöku í Listahátíð ungs fólks Austurlandi, LungA sem haldin verður dagana 17.-23. júlí nk. á Seyðisfirði. Hátíðin er ætluð ungmennum á aldrinum 16 – 25 ára og er samblanda af fræðslu og skemmtun. Boðið er upp á 7 mismunandi listasmiðjur og fjölbreytta dagskrá alla dagana. LungA hlaut menningarverðlaun SSA fyrir árið 2004 og Eyrarrósina í janúar. Umsóknir berist á bæjarskrifstofur Hornafjarðar fyrir 20. júní. Nánari upplýsingar veitir Ólafía I.Gísladóttir. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: