Fréttir

Haukafellsferð og rústapartý Vinnuskóla Hornafjarðar

31.7.2006 Fréttir

Vinnuskólaferð 2006 (@Bjarni Ólafur)
Mynd 1 af 10
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

Þriðjudaginn 25. júlí var farið í hina árlegu útilegu Vinnuskólans í Haukafell. Ferðin hefur verið uppskeruhátíð Vinnuskólans að loknu erfiði sumarsins. Eins og við var að búast af krökkunum fór ferðin ótrúlega vel fram. Veðrið var ótrúlega gott og allir í góðu skapi. Í ferðinni var gert margt skemmtilegt eins og t.d hoppað í ána, grillaðir hamborgarar, spilaður fótbolti og að lokum var brekkusöngur og varðeldur. Það var mál flestra að ferðin hafi verið í betri kantinum og vonum við að allir hafi skemmt sér vel því það er jú tilgangurinn með þessari ferð okkar að skemmta okkur saman eftir erfiði sumarsins. Eins og þeir sem horfðu á Mastrið vita þá var rústapartý Vinnuskólans fimmtudaginn 20. júlí. Margar helstu hljómsveitir Hornafjarðar spiluðu og stóð þar uppúr endurkoma stórhljómsveitarinnar Parket sem hefur ekki sést spila saman í aldaraðir. Þar var fremstur í flokki Friðrik "danaprins" sem gerði sér ferð heim til að koma fram.

Flokkstjórar stóðu sig með mikilli prýði og grilluðu pylsur í liðið og efnt var til keppni í kappáti milli hópa Vinnuskólans. Úrslitin komu mönnum ekki í opna skjöldu en eins og hægt var að geta sér til um var það að sjálfsögðu Fúsi Dan sem sigraði.

Tækni og umhverfissvið Hornafjarðar

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: