Fréttir

Uppskeruhátíð skólagarðanna

17.8.2006 Fréttir

Dugnaðurinn ræður ríkjum í skólagörðunum (úr myndasafni)

Eins og undanfarin sumur hefur Hornafjarðarbær starfrækt skólagarða fyrir krakka á aldrinum 7 ? 12 ára. Í ár voru þátttakendur 17 sem er aðeins færra en síðustu ár. Starfið hefur gengið vel og hafa krakkarnir staðið sig með stakri prýði. Mæting hefur verið mjög góð og uppskeran eftir því. Á þriðjudaginn 15. ágúst, var haldin uppskeruhátíð. Yfirmenn skólagarðanna grilluðu fyrir krakkana og glatt var á hjalla. Eftir það voru veitt verðlaun fyrir besta garðinn og bestu ástundunina. Þeir sem fengu verðlaun voru Birgitta Karen Sveinsdóttir og Rannver Olsen. Einnig fengu allir krakkarnir viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna í sumar.

Að lokum gátu allir tekið ferskt og nýræktað grænmeti úr eigin garði með sér heim.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: