Fréttir

Frá kvennahlaupinu 2004

15.9.2006 Fréttir : Allt hefur áhrif –einkum við sjálf

Þessi yfirskrift eru einkunnarorð þróunarverkefnis sem Sveitarfélagið Hornafjörður , ásamt 24 öðrum sveitarfélögum er að vinna í samvinnu við Lýðheilsustöð. Markmiðið með verkefninu er að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra. Aðaláherslan er lögð á hreyfingu og góða næringu. Með verkefninu er leitast við að vekja fólk til umhugsunar um heilsuna, standa fyrir fræðslu um það sem hefur áhrif á heilsuna, skoða hvaða þættir sem hafa áhrif á heilsuna eru í lagi og hvaða þætti er hægt að bæta í sveitarfélaginu og virkja sem flesta á öllum aldri til að eiga hlutdeild í verkefninu. Lesa meira
Senn hefst skólinn (úr myndasafni)

13.9.2006 Fréttir : Útivistartíminn breyttist 1. september

Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum, breyttust 1. september. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 20 en 13 – 16 ára börn mega vera úti til kl. 22. Mikilvægt er að árétta að þetta er sá tími sem þau mega vera úti, foreldrar og forráðamenn geta að sjálfsögðu þrengt þennan tímaramma. Það skiptir miklu máli fyrir vellíðan barna að foreldrar standi saman um að halda útivistarreglurnar t.d. hvað varðar svefn, slys og einnig dregur það úr líkum á að börnin fari að fikta við áfengi eða önnur vímuefni að útivistarreglunum sé fylgt. Vonandi er svona segulspjald á ísskápnum heima hjá ykkur til að minna á mikilvægi þess að standa saman í því að virða útivistarreglurnar. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: