Fréttir

Jólatréð 2004

28.11.2006 Fréttir : Jólaljósin tendruð

Á sunnudaginn kemur kl. 17:00 verða ljósin tendruð á jólatré Hornafjarðar í miðbænum skammt frá Sindrahúsinu. Við athöfnina leikur Lúðrasveit Hornafjarðar jólalög undir stjórn Jóhanns Morávek. Samkór Hornafjarðar syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur og leikskólabörn taka lagið. Von er á fleiri góðum gestum í heimsókn. Samkvæmt upplýsingum frá Grýlu gömlu er fyrstu jólasveinarnir farnir að hugsa sér til hreyfings til byggða og er ekki ólíklegt að þeir taki stefnuna í miðbæinn þegar þeir sjá ljósin á trénu. Lesa meira
Haukur Ingi

23.11.2006 Fréttir : Haukur Ingi ráðinn sem framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs.

Bæjarráð ákvað á síðasta fundi að ráða Hauk Inga Einarsson, hagfræðing, sem framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs. Haukur Ingi er fæddur 1980 og hefur starfað sem fyrirtækjaráðgjafi hjá Kaupþing banka. Um langt árabil bjó hann á Hornafirði og spilaði m.a. knattspyrnu fyrir Sindra við góðan orðstír. Unnusta Hauks er Berglind Steinþórsdóttir, frá Hala í Suðursveit.Þau eiga Tómas Nóa sem er 2ja ára og svo munu þau fjölga Hornfirðingum í mars því þá eiga þau von á barni. Berglind er að ljúka námi í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands. Foreldrar Hauks eru Einar Sveinn Ingólfsson og Ingibjörg Hauksdóttir sem eru flestum Hornfirðingum góðkunn. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: