Fréttir

Áramót

31.12.2006 Fréttir : Áramót - grein frá bæjarstóra Hjalta Þór Vignissyni

Árið sem er að líða markaðist mjög af sveitarstjórnarkosningunum í maí sl. Albert Eymundsson kvaddi vettvang sveitarstjórnar í Hornafirði eftir áratuga starf. Hann á skilið miklar þakkir fyrir störf sín í þágu byggðarlagsins og er óskað velfarnaðar á nýjum stað. Miklar breytingar urðu á skipan mála í sveitarfélaginu í kjölfar kosninga. Nýr meirihluti hefur lagt áherslu á málefni fjölskyldunnar, uppbyggingu íþróttamannvirkja og stuðning við atvinnulífið. Af fjölmörgum verkefnum sveitarfélaga eru velferðarmálin stærst, s.s. fræðslu- og uppeldismál. Rekstur fræðslumála er flókin, einkum vegna þess að þarfirnar eru miklar en fjármunirnir takmarkaðir. Því þarf í sífellu að jafna út kröfur um viðbótarþjónustu og þá fjármuni sem eru í sveitarsjóði á hverjum tíma. Fræðslu- og uppeldismál eru mikilvæg fyrir framtíð samfélagsins og gegna lykilhlutverki í að tryggja jafna möguleika einstaklinga til að ná markmiðum sínum í lífinu. Lesa meira
Aðalskipulag breyting 1998-2018

19.12.2006 Fréttir : Tillaga að breytingu á aðalskipulagi 1998-2018

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998-2018, samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í því, að tekið er í notkun nýtt efnistökusvæði vestan Falljökulskvíslar, í landi Sandfells í Öræfum, um 2,0 km. norð-vestan þjóðvegar nr. 1. fyrir allt að 50.000m3, þar af um 33.000m3 af fastri klöpp. Jafnhliða opnun svæðisins verður aflögð grjótnáma við Virkisá í Öræfum. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, og í Hofgarði í Öræfum, frá fimmtudeginum 21. des. 2006 til fimmtudagsins 11. janúar, 2007. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna, eigi síðar en fimmtudaginn 11. janúar, 2007. Lesa meira
Snjór á Höfn 15. janúar 2006

19.12.2006 Fréttir : Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2007 jákvæð um 15 m.kr.

Markmið bæjarstjórnar fyrir árið 2007 er að viðhalda þjónustustigi og efla það en jafnframt að halda áfram að reka bæjarsjóð með ábyrgum hætti. Árið 2007 einkennist af miklum framkvæmdum og viðhaldi eigna sveitarfélagsins. Ennfremur eru stigin mikilvæg skref í stuðningi við atvinnulíf. Heildarvelta sveitarfélagsins og tengdra fyrirtækja er áætluð 1.585 m.kr. en heildargjöld 1.466 m.kr. að frádregnum fjármagnsliðum. Fjármagnsliðir eru neikvæðir um 104 m.kr.. Niðurstaðan er því jákvæð um 15 m.kr. Handbært fé frá rekstri er 167 m.kr. Gert er ráð fyrir framkvæmdum upp á 318 m.kr. og lántöku upp á 236 m.kr. Afborganir langtímalána eru 114 m.kr. Handbært fé í árslok 2007 er áætlað 49 m.kr. Lesa meira
Frá sundæfingu

15.12.2006 Fréttir : Sundlaugin fer í jólafrí 17. desember

Síðasta opnunardagur sundlaugarinnar fyrir áramót er sunnudagurinn 17.desember. Eftir það verður lauginni lokað fram til mánudagsins 8.janúar á næsta ári. Þennan síðasta sunddag fyrir jól verða jólalögin leikin og gestir fá gott í skóinn. Meðan á lokun stendur verður unnið að viðhaldi í lauginni að venju. Á þessu ári hafa um 25,000 gestir komið í sundlaugina en það er nokkur fækkun frá fyrra ári. Að venju var aðsókn mest á sumarmánuðum. Sundlaugin á sína fastagesti sem flestir taka daginn snemma og fá sér sundsprett og láta líða úr sér í pottunum áður en gengið er til daglegra starfa. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: