Fréttir

Jólatréð 2004

30.11.2007 Fréttir : Kveikt á jólatré Hornafjarðar

Sunnudaginn 2. desember sem er fyrsti dagur í Aðventu verður kveikt á jólatré Hornafjarðar við hátíðlega athöfn kl. 17:00. Jólatréð verður komið fyrir við Sindrahúsið í miðbænum Við athöfnina leikur Lúðrasveit Hornfjarðar, Kvennakór Hornafjarðar og Leikskólabörn syngja jólalög. Flutt verður ávarp og hugvekja. Ungur Hornfirðingur mun tendrar jólaljósin að vanda. Tréð kemur úr Haukafelli á Mýrum. Það er víst mikill atgangur á fjöllum núna og hafa rjúpnaskyttur talið að þær hafi séð eitthvað rautt á fleygiferð langt í fjarska og heyrt mikinn hávaða. Er talið líklegt að Grýlu gamla sé að safna jólasveinunum saman og sauma á þá og gera við rauðu fötin þeirra til að búa þá undir árlegt ferðalag til byggða. Það er því ekki ólíklegt að þeir fyrstu kæmu til byggða á Hornafirði um svipað leiti og kveikt yrði á jólatrénu því gott sleða- og skautafæri væri á fjöllum og færðin góð. Lesa meira
Valdefling

21.11.2007 Fréttir : Fræðsludagur um geðheilbrigðismál í Nýheimum

Á föstudaginn 23.nóvember verður haldinn fræðsludagur í Nýheimum um geðheilbrigðismál og er hann opin fyrir alla. Veitingar verða í boði Vís. Fundarstjóri verður Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri. Að sögn Marenar Sveinbjörnsdóttur iðjuþjálfa er þetta frábært framtak um mál er varða okkur öll þ.e. geðheilbrigðismál. Þarna er blandað saman frumkvöðlum í nýjungum í geðheilbrigðisþjónustu, opinberum stefnumótunaraðilum, notendum, aðstandendum og fagfólki úr heimabyggð. Fræðslan er öllum opin og fólk má koma á einn og einn fyrirlestur, hálfan eða allan daginn, eftir því sem það hefur tök á. Fólk er hvatt til að nýta sér eitthvað af því sem að þarna fer fram. Munum að það er engin heilsa án geðheilsu. Lesa meira
Fjárhagsáætlun 2008 fyrri umræða

16.11.2007 Fréttir : Fjárhagsáætlun 2008 fylgt úr hlaði

Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi fylgdi bæjarstjóri fjárhagsáætlun 2008 úr hlaði og voru helstu niðurstöðutölur við fyrri umræðu þessar: A-hluti: Skatttekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 1.039,7 m.kr. Rekstur málaflokka eru áætlaður 899,4 m.kr. Mismunur tekna og gjalda A-sjóðs sveitarfélagsins er því afgangur um 126,4 m.kr. Handbært fé frá rekstri 212,6 m.kr., fjárfestingar 550 m.kr., tekin ný langtímalán 200 m.kr., afborganir langtímalána 87,0 m.kr. og handbært fé í árslok 143,6 m.kr. B-hluti: Hornafjarðarhöfn: Gert er ráð fyrir að tekjur verði 84,9 m.kr. en rekstrargjöld 74,3 m.kr. Tekjur umfram gjöld verði því um 10.7 m.kr. Fjármagnsgjöld eru 9,2 m.kr. Tekjur umfram gjöld eru því um 1,4 m.kr. Handbært fé frá rekstri 13,3 m.kr., fjárfestingar 39,6 m.kr., tekin ný langtímalán 35 m.kr., afborganir langtímalána 7,4 m.kr. og handbært fé í árslok 2,6 m.kr. Lesa meira
Lúruveiðar með Menningarmiðstöð

5.6.2007 Fréttir : Sumarbæklingur ÆTH kominn út

Sumarbæklingur æskulýðs- og tómstundaráðs Hornafjarðar "Hornfirskt sumar" fyrir sumarið 2007 er kominn út. Verður bæklingnum dreift í öll hús á Hornafirði. Í bæklingnum er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um íþróttir og aðrar tómstundir fyrir börn og unglinga í sumar og eins er vel minnt á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer hér á Hornafirði um verslunarmannahelgina. Eru Hornfirðingar hvattir til að kynna sér efni bæklingsins og eins er hann að finna á vefnum hornafjordur.is. Æskulýðs- og tómstundaráð hvetur heimamenn og aðra til þátttöku í viðburðum sumarsins og undirbúning þeirra. Lesa meira
Höfn

11.5.2007 Fréttir : Vorhreinsun á lóðum og nánasta umhverfi

Undanfarna daga hefur sólin yljað okkur og minnt okkur á að vorið er komið. Við á tækni- og umhverfissviði Hornafjarðar óskum eftir því við forstöðu- og umsjónarmenn fyrirtækja og opinberra stofnanna, sem og bæjarbúa alla, að taka saman höndum og gera vorhreinsun á lóðum sínum og nánasta umhverfi. Nokkuð hefur borið á rusli í bænum okkar sem safnast m.a. saman í runnum og beðum okkur til ósóma. Starfsmenn tækni og umhverfissviðs Hornafjarðar hvetja til sameiginlegs átaks bæjarbúa til að gera dagana 19. og 20. að umhverfisdögum og taka til á lóðum sínum. Varðandi bílhræ bendum við á að móttaka bílhræja er í gámastöð og er hægt að fá greitt fyrir þau hjá sýslumanni. Lesa meira
Samningur um flokkun úrgangs undirritaður

10.5.2007 Fréttir : Endurvinnsla hafin á Hornafirði, fyrstu skref.

Í gær 9. maí var skrifað undir samning um sorpflutning (endurvinnslu samningur) frá Hornafirði. Það er mjög ánægjulegt að þessu ferli er lokið en þetta mál hefur verið til umræðu innan sveitafélagsins um allnokkurn tíma. Nú geta Hornfirðingar verið fullvissir um að ákveðnir sorpflokkar sem skila sér á gámaportið fara ekki til urðunar í Lóni eins og verið hefur sem er mikið ánægjuefni. Þess bar að geta að við höfum verið að taka frá öll spilliefni sem eru meðhöndluð sérstaklega og brotajárn frá í þó nokkurn tíma, en nú bætist við bylgjupappi, sléttur pappi, dagblöð/tímarit, dekk og filmuplast sem hægt er að flytja burt. Heimilin geta einnig byrjað á moltugerð sem fram fer í heimahúsum þar er hægt að ná allt upp í 40% af almennu heimils sorpi úr urðun. Næstu skref er að finna farveg fyrir Heyrúlluplast sem er vel á veg komið, þar á eftir gler og timbur. Lesa meira
Garðúrgangur

30.4.2007 Fréttir : Mikilvægt að henda réttum garðúrgangi á réttan stað

Víða má sjá fólk vinna í görðum sínum og greinilegt að "sumarfílingurinn" er kominn í fólk með græna fingur. Eitt af því sem kemur alltaf upp þegar farið er að vinna í garðinum er að það þarf að losa sig garðúrgang svo sem afklippur, greinar og gras. Umhverfis- og Tæknisvið hefur útbúið aðstöðu við gömlu ruslahaugana við Fjárhúsavík og þar er hægt að losa sig við greinar, afklippur og gras. Mikilvægt er að þegar grasi er hent að það sé ekki skilið eftir í plastpokum. Haukur Ingi Einarsson framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs sveitarfélagsins segir að til standi að kurla greinar og því skipi miklu máli að fólk passi að ekki lendi neitt með greinunum sem gæti skemmt kurlvélina svo sem grjót, járn annað líkt efni. Lesa meira
Hjólað í vinnuna 2007

26.4.2007 Fréttir : 6 vinnustaðir á Hornafirði hjóluðu 2666 km. í 850 daga í síðustu keppni

Ísland á iði - Hreyfa sig - er landsverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Með þessu verkefni eru starfsmenn fyrirtækja hvattir til að hjóla eða ganga í vinnuna. Verkefnið er sett upp sem keppni milli fyrirtækja og sveitarfélaga. Keppnin hefst miðvikudaginn 2.maí og stendur til 22.maí. Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á vefnum www.isi.is. Í fyrra tóku 6 vinnustaðir á Hornafirði þátt í verkefninu og hjóluðu starfsmenn þeirra alls 2666 km. í 850 daga sem dugði í 6. sæti fyrir sveitarfélagið í heildina. Æskulýðs- og tómstundaráð Hornafjarðar hvetur fyrirtæki og alla bæjarbúa til að taka þátt í þessu verkefni og um leið að hreyfa sig sem mest ekki bara meðan þetta verkefni stendur heldur allan ársins hring. Gott er t.d. að hjóla, ganga, synda og skokka. Mynda hópa sem hafa það að markmiði að auka hreyfingu. Lesa meira
Humarhátíð 2006

5.3.2007 Fréttir : Er gott að búa á Hornafirði?

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gert samning við Capacent Gallup um að gera viðhorfskönnun meðal íbúa um þjónustu sveitarfélagsins og ýmsa aðra þætti sem varða samfélagið. Könnunin verður framkvæmd á næstu vikum þar sem spurt er um mat íbúa á sveitarfélaginu og þeirri þjónustu sem það veitir. Spurt er út í ólíka þjónustuþætti eins og leik- og grunnskóla, félagsþjónustu, bókasafn, heilbrigðisstofnanir og aðra þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Niðurstöður úr þessari könnun verða nýttar til að efla þjónustu sveitarfélagsins enn frekar. Stefnt er að því eftir tvö ár að fara af stað með framhaldskönnun til að meta árangurinn af því starfi. Næstu daga og vikur verður hringt í u.þ.b. 1000 íbúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 18 ára og eldri, sem valdir hafa verið af tilviljun, og þeim boðið velja á milli þess að fá rannsóknina senda heim í pósti eða að fylla hana út á netinu. Lesa meira
Göngubrúin yfir Morsa við Hrafnagil

21.2.2007 Fréttir : Umsögn Sveitarfélagsins Hornafjarðar um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð

Bæjarráð Hornafjarðar er fylgjandi stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og styður frumvarp til laga um stofnun hans að því tilskyldu að aðkoma heimamanna að stjórn þjóðgarðsins sé tryggð. En bæjarráð telur að svo sé í framlögðu frumvarpi. Með samþykkt þessa frumvarps verður stigið skref sem ekki mun aðeins verða til hagsbóta fyrir þá sem búa í nágrenni þjóðgarðsins heldur einnig aðra Íslendinga og sannanlega mun áhrifanna gæta langt út fyrir landsteinana. Lögð er áhersla á að nægjanlegt fé fáist til uppbyggingar og reksturs þjóðgarðsins. Einnig leggur sveitarstjórn áherslu á að öryggismál á jöklinum fái ítarlega umfjöllun og þar með hver hefur lögsögu á jökli og aðkomu björgunarsveita. Lesa meira
Hundur

13.2.2007 Fréttir : Ábending til hundaeiganda

Að gefnu tilefni vill tækni- um umhverfissvið Hornafjarðar koma eftirfarandi ábendingum til hundaeiganda í Sveitarfélaginu Hornafirði. Í samþykkt um hundahald fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð, 2 gr. í málsliðum e. og f., segir eftirfarandi: Hundur skal ávallt bera ól um hálsinn. Á ólinni skal vera plata sem í er greipt skráningarnúmer dýrsins og símanúmer eiganda hans. Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa nema á þar til afmörkuðum svæðum. Hundar skulu annars ávallt vera í taumi utanhúss og í fylgd manneskju sem hefur fullt vald yfir þeim. Þegar hundur er í festi á lóð skal lengd festarinnar við það miðuð að óhindrað megi ganga að aðaldyrum hússins. Lesa meira
Mýrar

1.2.2007 Fréttir : Bæjarstjórnar- og borgarafundur í Holti á Mýrum

Næsti fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í Holti á Mýrum næstkomandi þriðjudag (6.feb.) og hefst hann kl. 17:30 . Það sem er á dagskrá fundarins eru fundargerðir, 3ja ára áætlun, deiliskipulag við Haukafell, aðalskipulagsbreyting vegna Falljökulskvíslar, aðalskipulagsbreyting vegna Víkurbrautar 11 og 13, aðalskipulagsbreyting vegna lagningar ljósleiðara í Sveitarfélaginu Hornafirði og í lokin verða fyrirspurnir. Fundurinn verður tekinn upp að venju og verður hann sendur út á SkjáVarpi fimmtudagskvöldið 8. febrúar kl.20. Lesa meira
Blíða á Hornafirði

23.1.2007 Fréttir : Breytingar á fyrirkomulagi álagningu fasteignagjalda 2007.

Innheimta fasteignagjalda verður á hendi fjármálasviðs sveitarfélagsins en ekki á vegum Gjaldheimtu Austurlands eins og verið hefur. Sendir verða út greiðsluseðlar skv. gjalddögum, ef álagning er lægri en 12.000.- verður sendur út einn greiðsluseðill á gjalddaga 1. febrúar. Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að greiða á annan hátt en skv. greiðsluseðli nema ef fólk er í greiðsluþjónustu banka og leggst þá ekki á seðilgjald. Hægt er að hafa samband við fjármálasvið ef óskað er eftir öðrum greiðslumáta svo sem ef nýttur er staðgreiðsluafsláttur. Gjalddagar verða fimm 1. febrúar 1. mars 1. apríl 1. maí og 1. júní Eindagi verður 25 dögum eftir gjalddaga og reiknast þá dráttavextir frá gjalddaga. Lesa meira

18.1.2007 Fréttir : Nýjar reglur um niðurgreiðslu vegna daggæslu barna í heimahúsum

Á fundi bæjarráðs Hornafjarðar þann 11.desember s.l. voru samþykktar nýjar reglur vegna daggæslu á einkaheimilum og niðurgreiðslu vegna dagvistargjalda. Hinar nýju reglur eru ítarlegar og er m.a. kveðið á um talsverða aukningu í niðurgreiðslu til foreldra barna sem eru í vistun hjá dagforeldrum auk þess sem nú er greitt niður með börnum hjóna og sambúðarfólks. Niðurgreiðsluflokkarnir eru tveir, annar fyrir hjón og sambúðarfólk og hinn fyrir einstæða foreldra eða þegar annað foreldrið er í námi. Niðurgreiðsla dagvistargjalda fyrir hjón og sambúðarfólk getur hæst numið 14.000,- kr. á mánuði en fyrir aðra er greitt niður um 20.000,- kr. að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lesa meira

15.1.2007 Fréttir : Kynningarfundur á starfsemi ráðgjafarmiðstöðvarinnar Sjónarhóls

Miðvikudaginn 17. janúar kl. 14:30 verður haldinn kynningarfundur á starfsemi ráðgjafarmiðstöðvarinnar Sjónarhóls, samtökum fyrir börn með sérþarfir. Að Sjónarhóli standa eftirfarandi samtök: ADHD samtökin, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum. Á fundinum verða Guðríður Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Sjónarhóls, Hrefna Haraldsdóttir fjölskylduráðgjafi hjá Sjónarhóli en auk þeirra verður með í för Ingibjörg Karlsdóttir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. Gert er ráð fyrir umræðum og munu þær svara fyrirspurnum foreldra og annarra er koma að uppeldi eða kennslu barna. Lesa meira
Blíða á Hornafirði

10.1.2007 Fréttir : Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna fyrir árið 2006

Þessa dagana auglýsir Umhverfisnefnd Hornafjarðar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna fyrir árið 2006. Tilnefningar geta meðal annars verið fyrir snyrtilegt umhverfi, náttúruverndarstörf eða náttúrurannsóknir einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana. Umhverfisverðlaunin eru ávalt afhent við hátíðlega athöfn í Nýheimum ásamt afhendingu á menningarverðlauna. Fyrir 2004 kom það í hlut Elínar Sigríðar Harðardóttur að taka á móti verðlaununum og fékk hún þau fyrir langt og farsælt starf að umhverfismálum í sveitarfélaginu. Á síðasta ári var það Skinney-Þinganes sem hlaut verðlaunin (fyrir árið 2005) einkum fyrir að hafa komið upp fituskilju og þannig komið í veg fyrir mengun í höfninni og um leið endurnýtt fituna. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: