Fréttir

Blíða á Hornafirði

23.1.2007 Fréttir : Breytingar á fyrirkomulagi álagningu fasteignagjalda 2007.

Innheimta fasteignagjalda verður á hendi fjármálasviðs sveitarfélagsins en ekki á vegum Gjaldheimtu Austurlands eins og verið hefur. Sendir verða út greiðsluseðlar skv. gjalddögum, ef álagning er lægri en 12.000.- verður sendur út einn greiðsluseðill á gjalddaga 1. febrúar. Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að greiða á annan hátt en skv. greiðsluseðli nema ef fólk er í greiðsluþjónustu banka og leggst þá ekki á seðilgjald. Hægt er að hafa samband við fjármálasvið ef óskað er eftir öðrum greiðslumáta svo sem ef nýttur er staðgreiðsluafsláttur. Gjalddagar verða fimm 1. febrúar 1. mars 1. apríl 1. maí og 1. júní Eindagi verður 25 dögum eftir gjalddaga og reiknast þá dráttavextir frá gjalddaga. Lesa meira

18.1.2007 Fréttir : Nýjar reglur um niðurgreiðslu vegna daggæslu barna í heimahúsum

Á fundi bæjarráðs Hornafjarðar þann 11.desember s.l. voru samþykktar nýjar reglur vegna daggæslu á einkaheimilum og niðurgreiðslu vegna dagvistargjalda. Hinar nýju reglur eru ítarlegar og er m.a. kveðið á um talsverða aukningu í niðurgreiðslu til foreldra barna sem eru í vistun hjá dagforeldrum auk þess sem nú er greitt niður með börnum hjóna og sambúðarfólks. Niðurgreiðsluflokkarnir eru tveir, annar fyrir hjón og sambúðarfólk og hinn fyrir einstæða foreldra eða þegar annað foreldrið er í námi. Niðurgreiðsla dagvistargjalda fyrir hjón og sambúðarfólk getur hæst numið 14.000,- kr. á mánuði en fyrir aðra er greitt niður um 20.000,- kr. að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lesa meira

15.1.2007 Fréttir : Kynningarfundur á starfsemi ráðgjafarmiðstöðvarinnar Sjónarhóls

Miðvikudaginn 17. janúar kl. 14:30 verður haldinn kynningarfundur á starfsemi ráðgjafarmiðstöðvarinnar Sjónarhóls, samtökum fyrir börn með sérþarfir. Að Sjónarhóli standa eftirfarandi samtök: ADHD samtökin, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum. Á fundinum verða Guðríður Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Sjónarhóls, Hrefna Haraldsdóttir fjölskylduráðgjafi hjá Sjónarhóli en auk þeirra verður með í för Ingibjörg Karlsdóttir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. Gert er ráð fyrir umræðum og munu þær svara fyrirspurnum foreldra og annarra er koma að uppeldi eða kennslu barna. Lesa meira
Blíða á Hornafirði

10.1.2007 Fréttir : Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna fyrir árið 2006

Þessa dagana auglýsir Umhverfisnefnd Hornafjarðar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna fyrir árið 2006. Tilnefningar geta meðal annars verið fyrir snyrtilegt umhverfi, náttúruverndarstörf eða náttúrurannsóknir einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana. Umhverfisverðlaunin eru ávalt afhent við hátíðlega athöfn í Nýheimum ásamt afhendingu á menningarverðlauna. Fyrir 2004 kom það í hlut Elínar Sigríðar Harðardóttur að taka á móti verðlaununum og fékk hún þau fyrir langt og farsælt starf að umhverfismálum í sveitarfélaginu. Á síðasta ári var það Skinney-Þinganes sem hlaut verðlaunin (fyrir árið 2005) einkum fyrir að hafa komið upp fituskilju og þannig komið í veg fyrir mengun í höfninni og um leið endurnýtt fituna. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: