Fréttir

Göngubrúin yfir Morsa við Hrafnagil

21.2.2007 Fréttir : Umsögn Sveitarfélagsins Hornafjarðar um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð

Bæjarráð Hornafjarðar er fylgjandi stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og styður frumvarp til laga um stofnun hans að því tilskyldu að aðkoma heimamanna að stjórn þjóðgarðsins sé tryggð. En bæjarráð telur að svo sé í framlögðu frumvarpi. Með samþykkt þessa frumvarps verður stigið skref sem ekki mun aðeins verða til hagsbóta fyrir þá sem búa í nágrenni þjóðgarðsins heldur einnig aðra Íslendinga og sannanlega mun áhrifanna gæta langt út fyrir landsteinana. Lögð er áhersla á að nægjanlegt fé fáist til uppbyggingar og reksturs þjóðgarðsins. Einnig leggur sveitarstjórn áherslu á að öryggismál á jöklinum fái ítarlega umfjöllun og þar með hver hefur lögsögu á jökli og aðkomu björgunarsveita. Lesa meira
Hundur

13.2.2007 Fréttir : Ábending til hundaeiganda

Að gefnu tilefni vill tækni- um umhverfissvið Hornafjarðar koma eftirfarandi ábendingum til hundaeiganda í Sveitarfélaginu Hornafirði. Í samþykkt um hundahald fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð, 2 gr. í málsliðum e. og f., segir eftirfarandi: Hundur skal ávallt bera ól um hálsinn. Á ólinni skal vera plata sem í er greipt skráningarnúmer dýrsins og símanúmer eiganda hans. Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa nema á þar til afmörkuðum svæðum. Hundar skulu annars ávallt vera í taumi utanhúss og í fylgd manneskju sem hefur fullt vald yfir þeim. Þegar hundur er í festi á lóð skal lengd festarinnar við það miðuð að óhindrað megi ganga að aðaldyrum hússins. Lesa meira
Mýrar

1.2.2007 Fréttir : Bæjarstjórnar- og borgarafundur í Holti á Mýrum

Næsti fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í Holti á Mýrum næstkomandi þriðjudag (6.feb.) og hefst hann kl. 17:30 . Það sem er á dagskrá fundarins eru fundargerðir, 3ja ára áætlun, deiliskipulag við Haukafell, aðalskipulagsbreyting vegna Falljökulskvíslar, aðalskipulagsbreyting vegna Víkurbrautar 11 og 13, aðalskipulagsbreyting vegna lagningar ljósleiðara í Sveitarfélaginu Hornafirði og í lokin verða fyrirspurnir. Fundurinn verður tekinn upp að venju og verður hann sendur út á SkjáVarpi fimmtudagskvöldið 8. febrúar kl.20. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: