Fréttir

Er gott að búa á Hornafirði?

5.3.2007 Fréttir

Humarhátíð 2006

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gert samning við Capacent Gallup um að gera viðhorfskönnun meðal íbúa um þjónustu sveitarfélagsins og ýmsa aðra þætti sem varða samfélagið. Könnunin verður framkvæmd á næstu vikum þar sem spurt er um mat íbúa á sveitarfélaginu og þeirri þjónustu sem það veitir. Spurt er út í ólíka þjónustuþætti eins og leik- og grunnskóla, félagsþjónustu, bókasafn, heilbrigðisstofnanir og aðra þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Niðurstöður úr þessari könnun verða nýttar til að efla þjónustu sveitarfélagsins enn frekar. Stefnt er að því eftir tvö ár að fara af stað með framhaldskönnun til að meta árangurinn af því starfi. Næstu daga og vikur verður hringt í u.þ.b. 1000 íbúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 18 ára og eldri, sem valdir hafa verið af tilviljun, og þeim boðið velja á milli þess að fá rannsóknina senda heim í pósti eða að fylla hana út á netinu.

Það er von okkar að þeir íbúar sem hringt verður í, samþykki þátttöku, því það er mjög mikilvægt fyrir starfsmenn og stjórnendur Hornafjarðar að vita hvað íbúum bæjarins finnst að vel sé gert og hvað betur megi fara. Þannig geta íbúar tekið vikan þátt í stefnumótun sveitarfélagsins og haft áhrif á framvindu mála.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: