Fréttir

Garðúrgangur

30.4.2007 Fréttir : Mikilvægt að henda réttum garðúrgangi á réttan stað

Víða má sjá fólk vinna í görðum sínum og greinilegt að "sumarfílingurinn" er kominn í fólk með græna fingur. Eitt af því sem kemur alltaf upp þegar farið er að vinna í garðinum er að það þarf að losa sig garðúrgang svo sem afklippur, greinar og gras. Umhverfis- og Tæknisvið hefur útbúið aðstöðu við gömlu ruslahaugana við Fjárhúsavík og þar er hægt að losa sig við greinar, afklippur og gras. Mikilvægt er að þegar grasi er hent að það sé ekki skilið eftir í plastpokum. Haukur Ingi Einarsson framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs sveitarfélagsins segir að til standi að kurla greinar og því skipi miklu máli að fólk passi að ekki lendi neitt með greinunum sem gæti skemmt kurlvélina svo sem grjót, járn annað líkt efni. Lesa meira
Hjólað í vinnuna 2007

26.4.2007 Fréttir : 6 vinnustaðir á Hornafirði hjóluðu 2666 km. í 850 daga í síðustu keppni

Ísland á iði - Hreyfa sig - er landsverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Með þessu verkefni eru starfsmenn fyrirtækja hvattir til að hjóla eða ganga í vinnuna. Verkefnið er sett upp sem keppni milli fyrirtækja og sveitarfélaga. Keppnin hefst miðvikudaginn 2.maí og stendur til 22.maí. Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á vefnum www.isi.is. Í fyrra tóku 6 vinnustaðir á Hornafirði þátt í verkefninu og hjóluðu starfsmenn þeirra alls 2666 km. í 850 daga sem dugði í 6. sæti fyrir sveitarfélagið í heildina. Æskulýðs- og tómstundaráð Hornafjarðar hvetur fyrirtæki og alla bæjarbúa til að taka þátt í þessu verkefni og um leið að hreyfa sig sem mest ekki bara meðan þetta verkefni stendur heldur allan ársins hring. Gott er t.d. að hjóla, ganga, synda og skokka. Mynda hópa sem hafa það að markmiði að auka hreyfingu. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: