Fréttir

Höfn

11.5.2007 Fréttir : Vorhreinsun á lóðum og nánasta umhverfi

Undanfarna daga hefur sólin yljað okkur og minnt okkur á að vorið er komið. Við á tækni- og umhverfissviði Hornafjarðar óskum eftir því við forstöðu- og umsjónarmenn fyrirtækja og opinberra stofnanna, sem og bæjarbúa alla, að taka saman höndum og gera vorhreinsun á lóðum sínum og nánasta umhverfi. Nokkuð hefur borið á rusli í bænum okkar sem safnast m.a. saman í runnum og beðum okkur til ósóma. Starfsmenn tækni og umhverfissviðs Hornafjarðar hvetja til sameiginlegs átaks bæjarbúa til að gera dagana 19. og 20. að umhverfisdögum og taka til á lóðum sínum. Varðandi bílhræ bendum við á að móttaka bílhræja er í gámastöð og er hægt að fá greitt fyrir þau hjá sýslumanni. Lesa meira
Samningur um flokkun úrgangs undirritaður

10.5.2007 Fréttir : Endurvinnsla hafin á Hornafirði, fyrstu skref.

Í gær 9. maí var skrifað undir samning um sorpflutning (endurvinnslu samningur) frá Hornafirði. Það er mjög ánægjulegt að þessu ferli er lokið en þetta mál hefur verið til umræðu innan sveitafélagsins um allnokkurn tíma. Nú geta Hornfirðingar verið fullvissir um að ákveðnir sorpflokkar sem skila sér á gámaportið fara ekki til urðunar í Lóni eins og verið hefur sem er mikið ánægjuefni. Þess bar að geta að við höfum verið að taka frá öll spilliefni sem eru meðhöndluð sérstaklega og brotajárn frá í þó nokkurn tíma, en nú bætist við bylgjupappi, sléttur pappi, dagblöð/tímarit, dekk og filmuplast sem hægt er að flytja burt. Heimilin geta einnig byrjað á moltugerð sem fram fer í heimahúsum þar er hægt að ná allt upp í 40% af almennu heimils sorpi úr urðun. Næstu skref er að finna farveg fyrir Heyrúlluplast sem er vel á veg komið, þar á eftir gler og timbur. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: