Fréttir

Sumarbæklingur ÆTH kominn út

5.6.2007 Fréttir

Lúruveiðar með Menningarmiðstöð

Sumarbæklingur æskulýðs- og tómstundaráðs Hornafjarðar "Hornfirskt sumar" fyrir sumarið 2007 er kominn út. Verður bæklingnum dreift í öll hús á Hornafirði. Í bæklingnum er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um íþróttir og aðrar tómstundir fyrir börn og unglinga í sumar og eins er vel minnt á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer hér á Hornafirði um verslunarmannahelgina. Eru Hornfirðingar hvattir til að kynna sér efni bæklingsins og eins er hann að finna á vefnum hornafjordur.is. Æskulýðs- og tómstundaráð hvetur heimamenn og aðra til þátttöku í viðburðum sumarsins og undirbúning þeirra.

Gleðilegt íþrótta- og tómstundasumar.

Sækja bækling (pdf)

- Æskulýðs- og tómstundaráð Hornafjarðar

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: