Fréttir

Jólatréð 2004

30.11.2007 Fréttir : Kveikt á jólatré Hornafjarðar

Sunnudaginn 2. desember sem er fyrsti dagur í Aðventu verður kveikt á jólatré Hornafjarðar við hátíðlega athöfn kl. 17:00. Jólatréð verður komið fyrir við Sindrahúsið í miðbænum Við athöfnina leikur Lúðrasveit Hornfjarðar, Kvennakór Hornafjarðar og Leikskólabörn syngja jólalög. Flutt verður ávarp og hugvekja. Ungur Hornfirðingur mun tendrar jólaljósin að vanda. Tréð kemur úr Haukafelli á Mýrum. Það er víst mikill atgangur á fjöllum núna og hafa rjúpnaskyttur talið að þær hafi séð eitthvað rautt á fleygiferð langt í fjarska og heyrt mikinn hávaða. Er talið líklegt að Grýlu gamla sé að safna jólasveinunum saman og sauma á þá og gera við rauðu fötin þeirra til að búa þá undir árlegt ferðalag til byggða. Það er því ekki ólíklegt að þeir fyrstu kæmu til byggða á Hornafirði um svipað leiti og kveikt yrði á jólatrénu því gott sleða- og skautafæri væri á fjöllum og færðin góð. Lesa meira
Valdefling

21.11.2007 Fréttir : Fræðsludagur um geðheilbrigðismál í Nýheimum

Á föstudaginn 23.nóvember verður haldinn fræðsludagur í Nýheimum um geðheilbrigðismál og er hann opin fyrir alla. Veitingar verða í boði Vís. Fundarstjóri verður Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri. Að sögn Marenar Sveinbjörnsdóttur iðjuþjálfa er þetta frábært framtak um mál er varða okkur öll þ.e. geðheilbrigðismál. Þarna er blandað saman frumkvöðlum í nýjungum í geðheilbrigðisþjónustu, opinberum stefnumótunaraðilum, notendum, aðstandendum og fagfólki úr heimabyggð. Fræðslan er öllum opin og fólk má koma á einn og einn fyrirlestur, hálfan eða allan daginn, eftir því sem það hefur tök á. Fólk er hvatt til að nýta sér eitthvað af því sem að þarna fer fram. Munum að það er engin heilsa án geðheilsu. Lesa meira
Fjárhagsáætlun 2008 fyrri umræða

16.11.2007 Fréttir : Fjárhagsáætlun 2008 fylgt úr hlaði

Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi fylgdi bæjarstjóri fjárhagsáætlun 2008 úr hlaði og voru helstu niðurstöðutölur við fyrri umræðu þessar: A-hluti: Skatttekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 1.039,7 m.kr. Rekstur málaflokka eru áætlaður 899,4 m.kr. Mismunur tekna og gjalda A-sjóðs sveitarfélagsins er því afgangur um 126,4 m.kr. Handbært fé frá rekstri 212,6 m.kr., fjárfestingar 550 m.kr., tekin ný langtímalán 200 m.kr., afborganir langtímalána 87,0 m.kr. og handbært fé í árslok 143,6 m.kr. B-hluti: Hornafjarðarhöfn: Gert er ráð fyrir að tekjur verði 84,9 m.kr. en rekstrargjöld 74,3 m.kr. Tekjur umfram gjöld verði því um 10.7 m.kr. Fjármagnsgjöld eru 9,2 m.kr. Tekjur umfram gjöld eru því um 1,4 m.kr. Handbært fé frá rekstri 13,3 m.kr., fjárfestingar 39,6 m.kr., tekin ný langtímalán 35 m.kr., afborganir langtímalána 7,4 m.kr. og handbært fé í árslok 2,6 m.kr. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: