Fréttir

Fjárhagsáætlun 2009

22.12.2008 Fréttir : Áherslur á að verja eftir mætti stöðu heimila og fyrirtækja.

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2009 fór fram í bæjarstjórn Hornafjarðar 18.des. sl. Helstu áherslur sveitarfélagsins á næsta ári eru að verja eftir mætti stöðu heimila og fyrirtækja á Hornafirði, halda vel utan um fjármuni og endurskoða fjárhagsáætlunina ársfjórðungslega. Álagning fasteignagjalda verður óbreytt og útsvar verður 13,28%. Gjaldskrár þjónustugjalda sveitarfélagsins hækka ekki milli ára. Þá kom fram að fjárhagsstaða sveitarsjóðs er góð. Lesa meira
Hornafjarðarhöfn

8.12.2008 Fréttir : Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknasjóð

Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknasjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar |nl|Um er að nýjan sjóð í eigu Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem settur var á laggirnar í kjölfar sölu á húsnæði Nesjaskóla. Markmið sjóðsins er að efla byggð og atvinnu í sveitarfélaginu og ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Lesa meira
Matur

2.12.2008 Fréttir : Auglýsir eftir umsóknum í átaksverkefni um smáframleiðslu á matvælum

Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í átaksverkefni um smáframleiðslu á matvælum á Hornafirði. Um er að ræða stuðningsverkefni sem ætlað er einstaklingum og fyrirtækjum í Sveitarfélaginu Hornafirði sem vilja vinna að framleiðslu og þróun á matvælum í matvælasmiðju Matís á Hornafirði. Matvælasmiðjan var opnuð í byrjun nóvember 2008 og er sérstaklega sett upp til að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki sem vilja hefja virðisaukandi smáframleiðslu matvæla úr íslensku hráefni. Fjármunir í verkefnið eru hluti af fjármunum sem úthlutað var til Sveitarfélagsins Hornafjarðar í tengslum við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar í upphafi árs 2008. Lesa meira
Samningur um flokkun úrgangs undirritaður

2.12.2008 Fréttir : Lækkum gjöld heimilanna með því að flokka sorp og endurvinna heimilisúrgang.

Frá því sveitarfélagið hóf samstarf við Sagaplast ehf.um endurvinnslu á úrgangi hefur náðst góður árangur í endurvinnslu. Árangurinn sést bæði í lækkun rekstrarkostnaðar málaflokksins og samdráttar í urðun magni úrgangs. Mestur árangur frá því áður var hefur náðst í endurvinnslu bylgjupappa, sléttum pappa,dagblöðum, tímaritum, dekkjum og plasti einnig heyrúlluplasti frá bændum. Lesa meira
Leið 1_2_3

26.11.2008 Fréttir : Boða til fundar vegna vegstæðis yfir Hornafjarðarfljót

Sveitarfélagið Hornafjörður í samvinnu við Vegagerðina hefur boðað til íbúafundar í næstu viku vegna breytinga á aðalskipulagi vegna Vegstæðis yfir Hornafjarðarfljót leið 3b og nýjar námur. Sveitarfélagið mun kynna legu nýs vegstæðis yfir Hornafjarðarfljót ásamt námum sem teknar verða inn á aðalskipulag í tengslum við framkvæmdina. Ennfremur kynnir Háskólasetrið á Höfn drög að umhverfisskýrslu aðalskipulagsins sem unnin er í tengslum við breytingartillöguna. Sérstök athygli er vakin á því að hagsmunaaðilar geta nú kynnt sér drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að umhverfisskýrslu á bæjarskrifstofum Hornafjarðar hér á vefnum. Lesa meira
Veðurblíða á Hornafirði í dag

3.9.2008 Fréttir : Bæjarráð fjallar um gagnaver

Eins og flestir hafa vafalítið tekið eftir hefur töluverð umræða farið fram atvinnumál í landinu öllu að undanförnu. Í þeirri umræðu hefur talsvert verið rætt um orkufrekan iðnað annan en áliðnað. Þar hefur athyglin einna helst beinst að svokölluðum gagnaverum og netþjónabúum. Verkefni eins og þessi eru á ábyrgð Iðnaðarráðuneytisins. Á fundi bæjarráðs mánudaginn 25. ágúst síðastliðinn var samþykkt bókun um hugsanleg gagnaver í sveitarfélaginu Hornafirði. Bæjarráð telur ýmislegt í sveitarfélaginu mæla með staðsetningu gagnavera eða netþjónabúa hér á þessu svæði. Í bókun bæjarráðs kemur fram að svæðið er utan helstu jarðskjálftasvæða landsins, aðgengi að fersku vatni er gott og veðurfar er þannig að ekki stafar hætta af fyrir starfsemina. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að leita eftir samstarfi við starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Nýheimum um að vinna skýrslu um möguleika sveitarfélagsins á því að greiða fyrir framgangi slíkrar starfsemi í sveitarfélaginu. Einnig var samþykkt að kynna Iðnaðarráðuneytinu þessa bókun bæjarráðs. Lesa meira
Leirusvadi

25.8.2008 Fréttir : Undirbúningur einbýlishúsalóða á Leirusvæði

Sveitarfélagið er að hefja undirbúning lóða á Leirusvæði. Fyrsti áfangi miðar að því að gera lóðir við Fákaleiru 1, 3, 5, 5A, 7, 9, 11, 13, Álaleiru 8, 10, 12, 14, Hagaleiru 8, 8A, 10 og 10A tilbúnar til úthlutunar. Lóðirnar sem eru stórar einbýlishúsalóðir eru á skemmtilegum stað í sveitarfélaginu. Lóðirnar eru nálægt Sílavík þar sem stutt er í fjölskrúðugt fuglalíf, eins er heillandi að hafa skógin í Hrossabitahaga í næsta nágrenni. Stutt er í alla almenna þjónustu svo sem skólahúsnæði, íþróttasvæði, matvöruverslun og aðra almenna þjónustu. Lesa meira
Knattspyrnuhús deiliskipulag mynd

19.8.2008 Fréttir : Nýtt deiliskipulag vegna knattspyrnuhúss við Víkurbraut á Höfn

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum 14.08.2008 deiliskipulagstillögu að knattleikjahús við Víkurbraut á Höfn. Ný deiliskipulagstillaga afmarkast af Víkurbraut, brekkufæti Garðshóls, íþróttavelli , og lóðamörkum ,, Lönguvitleysu? og felst í að skilgreina lóð og byggingarreit fyrir knattleikjahús og tilheyrandi þjónustubyggingu á Höfn. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga frá 22.05.2008 ? 17.07.2008. Sjö athugasemdir bárust og hafa umsagnir sveitastjórnar um þær verið sendar þeim sem þær gerðu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Lesa meira
Pizzuveisla á Hótel Höfn 3.mars 2005

15.8.2008 Fréttir : Lækkun gjalda á fjölskyldur í Sveitarfélaginu Hornafirði

Bæjarstjórn Hornafjarðar setti á 125. fundi sínum þann 6. febrúar 2008 á laggirnar stýrihóp um mótun fjölskyldustefnu. Eitt af verkefnum nefndarinnar var að greina kostnað fjölskyldna vegna leikskólagöngu, tónlistarnáms, lengdrar viðveru og iðkendagjöld í æskulýðs og íþróttastarfi. Undir þessum þætti stefnunnar bar stýrihópnum sérstaklega að skoða systkinaafslátt og kanna kosti þess að taka upp frístundakort. Stýrihópurinn hefur nú skilað tillögum sínum um lækkun leikskólagjalda og gjalda fyrir lengda viðveru. Þá hefur stýrihópurinn tekið afstöðu til systkinaafsláttar. Að lokum gerði stýrihópurinn tillögu um stuðning við fjölskyldur vegna íþróttaiðkunar. Stýrihópurinn mun ekki ljúka vinnu sinni fyrr en vorið 2009 þegar heildstæða fjölskyldustefna verður gefin út fyrir sveitarfélagið. Lesa meira
Þrekstöð við Júllatún

10.7.2008 Fréttir : Ný útiþrekstöð opnuð á túninu fyrir neðan Hótel Höfn

Næstkomandi miðvikudag verður ný útiþrekstöð vígð sem starfsmenn Sveitarfélagsins eru að koma upp á túninu milli Júllatúns og heilsugæslustöðvarinnar með þessu glæsilega útsýni. Þrekstöðin samanstendur af upphífingarslá, dýfu grind, lyftingarslá, stigbekk, bekk fyrir kviðæfingar, göngugrind og svifrá sjá meðfylgjandi teikningar og myndir. Stöðinni er ætlað að efla heilsu íbúa á Höfn ásamt því að auka á fjölbreytni útivistar innan Hafnar fyrir íbúa sveitarfélagsins og því kjörið að koma þar við á heilsubótargöngunni til að taka þar hinu ýmsu æfingar.Hugmyndin af þrekstöðinni er spunnin út frá ósk bæjarráðs um fjölskylduvænt umhverfi. Lesa meira
Framkvamdir_vid_Vikurbraut

8.7.2008 Fréttir : Víkurbrautin lokuð miðvikudag vegna framkvæmda

Haukur Ingi Einarsson framkvæmdarstjóri umhverfis og tæknisviðs Hornafjarðar vill koma því á framfæri við þá vegfarendur sem þurfa að fara Víkurbrautina á morgun miðvikudag að hún verður lokuð á móts við Heppuskóla. Vegfarendum er bent á að fara Hafnarbrautina á meðan framkvæmdin stendur yfir. Þessi framvæmd tengist nýju sundlaugarbyggingunni því verið er að leggja nýja heitavatnslögn í nýju sundlaugina. Lesa meira
Ljósapera

8.7.2008 Fréttir : Sveitarfélagið styrkir bætta lýsingu í dreifbýli

Sveitarfélagið Hornafjörður stendur fyrir verkefni sem felur í sér að bæta lýsingu í dreifbýli. Fyrr á árinu voru reglur um úthlutun styrkja vegna þessa verkefnis samþykktar og í kjölfarið sent út dreifibréf á heimili í sveitum. Umsóknarfrestur var þá auglýstur til 20. júní og bárust fimm umsóknir fyrir þann tíma. Bæjarráð hefur samþykkt þær umsóknir og verður greiddur til þeirra hámarksstyrkur á hvert heimili samkv. reglum. Á fundi bæjarráðs í morgun var samþykkt að framlengja umsóknarfrestinn til 1.ágúst n.k. Lesa meira

8.7.2008 Fréttir : Auglýsing um skipulag - frestur framlengdur

Tillaga að deiliskipulagi lóðar og byggingarreits fyrir knattleikjahús og tilheyrandi þjónustubyggingu á Höfn sbr. auglýsingu 2008008103, í Lögbirtingablaði, útgefin 22.maí 2008. Vegna rangs birtingardags auglýsingarinnar í héraðsblaðinu Eystrahorni 29. maí sl., í stað 22. maí 2008, framlengist hér með athugasemdafresturinn til miðvikudagsins 16. júlí 2008. Hornafirði 7. júlí 2008. Hákon Valdimarsson, byggingarfulltrúi Hornafjarðar Lesa meira
Umhverfi_Hornafj

7.7.2008 Fréttir : Fagri Hornafjörður og fagra Ísland

Umhverfið hefur verið til umræðu í fjölmiðlum upp á síðkastið og því vel við hæfi að benda áhugasömum á það fræðslustarfi sem umhverfisráðuneytið stendur fyrir. Við getum öll sem í þessu sveitarfélagi búum lagt okkar af mörkum til að styðja við umhverfismálin en eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir þá eru úrlausnarefnin á sviði umhverfismála eru hvort tveggja í senn, brýn og margslungin. Hversdagsleg störf eins og það að fara út með ruslið gefa okkur færi á að breyta rétt gagnvart umhverfinu. Stærri ákvarðanir eins og t.d. hvers konar samgöngur við notum eru ekki síður dæmi um val sem hvert okkar stendur frammi fyrir. Lesa meira
Framkvæmdir fyrir Humarhátíð

4.7.2008 Fréttir : Framkvæmdir fyrir Humarhátíð

Nú standa yfir þó nokkrar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins ásamt því að vinnuskólinn hefur unnið að því að snyrta bæinn fyrir Humarhátíð. Sundlaugarframkvæmdir ganga ágætlega. Verktakar hafa unnið að krafti í byggingunni undanfarnar vikur og það má sjá hvernig mannvirkið tekur á sig nýja og nýja mynd frá degi til dags. RARIK eru að undirbúa tengingu á heitu vatni inn í sundlaugarbyggingu og vinna hörðum höndum við að sjóða saman heitavatnslagnir undir Fiskhólnum þar sem starfmenn vélsmiðjunnar Foss sjá um suðuvinnu. Frágangur Sindravalla er að klárast starfmenn Hans Christensen eru að leggja lokahönd á frágang girðingar umhverfis völlinn ásamt því að koma niður varamannaskýlum. Lesa meira
Vinnuskólinn

3.6.2008 Fréttir : Vinnuskóli Hornafjarðar í fulla starfsemi

Nú líður senn að því að unglingar í 8., 9. og 10. bekk hefja störf við vinnuskóla Hornafjarðar. Flokkstjórar eru þegar byrjuð að undirbúa vinnuskólann og sláttuhópur er byrjaður að slá opin svæði. Unglingarnir hefja vinnu mánudaginn 9. júní og vinna að því að halda bænum snyrtilegum fram að mánaðarmótum júlí/ágúst. Helstu verkefni vinnuskólans sumarið 2008 verða með hefðbundnu sniði svo sem að hirða upp rusl, snyrta opin svæði, raka eftir sláttuhóp, viðhalda beðum, halda gangstéttum snyrtilegum, þökulagning og önnur tilfallandi verkefni. Jafnframt verður lögð áhersla á að viðhalda göngustígum í Óslandi og Ægisíðu, mála grindverk, leiktæki og staura fyrir umferðarmerki. Lesa meira
Öræfajökull og Jökulsárlón með merki Sveitarfélagsins Hornafjarðar

6.5.2008 Fréttir : Endurskoðendur segja sveitarfélagsið sýna trausta fjárhagsstöðu og rekstur

Ársreikningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar A- og B hluti voru lagðir fram til fyrri umræðu í Bæjarstjórn Hornfjarðar 5. maí sl. Samkvæmt rekstrarreikningi í ársreikningi Sveitarfélagsins Hornafjarðar árið 2007 námu rekstrartekjur í samanteknum ársreikningi sveitarsjóðs 1.508,6 milljónum króna, en þar af voru rekstrartekjur A-hluta stofnana 1.352,4 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum var jákvæð um 360,2 milljónir króna. Í A-hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 341,7 milljónir króna en jákvæð um 18,5 milljónir króna hjá B-hluta stofnunum. Heildareignir samkvæmt samanteknum ársreikningi voru 2.588,2 milljónir króna, en heildareignir sveitarsjóðs voru 2.102,4 milljónir króna. Lesa meira
Dreymir ekki flesta um að búa á svona stað!

6.5.2008 Fréttir : Vorhreinsun á Höfn í Hornafirði

Hin árvissa vorhreinsun á Hornafirði hefst laugardaginn 10. maí og stendur til miðvikudagsins 14. maí. Íbúar eru hvattir til að taka til í görðum sínum og starfmenn Áhaldahúss aðstoða garðeigendur með að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk dagana 13. og 14. maí. Starfsmenn Áhaldahúss biðja garðeigendur um að hafa eftirfarandi í huga: • Setja garðúrgang í poka. • Ekki blanda við jarðúrgang lausum jarðvegi og öðru rusli. • Ágætt er að binda greinaafklippur í knippi. Vakin er athygli á að ekki verða fjarlægð stór tré eða trjástofnar. Eingöngu verður fjarlægður garðaúrgangur. Þeim sem þurfa að losa sig við annað rusl eða muni er bent á gámaport við Áhaldahús. Athygli er vakin á því að allan garðaúrgang á að losa út við Fjárhúsavík. Lesa meira
Hafnarvík Heppa

1.5.2008 Fréttir : Það sem til þarf er kjarkur og þolinmæði til að hrinda því í framkvæmd

Eftirfarandi pistill er tekinn af bloggi Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra. Þann 29. apríl var fundur Pakkhúsinu með bæjarstjórn og ráðgjöfum um Hafnarvík og Heppu. Gísli Sverrir Árnason, ráðgjafi hjá R3, fór yfir endurgerð gamalla húsa og þyrpinga víða um land. Greindi hann frá stöðu í endurgerð húsa á Hornafirði og ræddi hugmyndir um nýtingu mannvirkja við Hafnarvík og á Heppu. Hugmyndir eru uppi um frekari uppbyggingu atvinnulífs, menningar, ráðstefnuhalds og útivistar. Sagði hann frá hugmyndum um nýtingu á Miklagarði, Graðaloftinu, Pakkhúsinu, Gömlubúð, Kaupfélagshúsi og kartöfluhúsi. Dæmi um hugmyndir voru sjóminjasafn, aðstaða fyrir sýningar og fundaraðstöðu, smáverslanir, kaffibar og veitingahús, gestastofu fyrir listamenn og verbúð, opnar vinnustofur handverks- og listamanna, skrifstofur, beitningaraðstaða, lúxusgisting, Listasafn Svavars Guðnasonar, krambúð, upplýsingamiðstöð fyrir svæðið, listamannaíbúð, náttúruminjasafn og sýningarsalir. Lesa meira
Mikligarður pása

28.4.2008 Fréttir : Framtíð hafnarsvæðisins og Heppu

Þriðjudaginn 29. apríl verður opinn fundur um framtíð hafnarsvæðisins. Gísli Sverrir Árnason, Árni Kjartansson og starfsmenn Glámu-Kím kynna verkefnið Hafnarvík Heppa í Pakkhúsinu kl. 20:00 og eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um framtíð svæðisins. Unnin hefur verið skýrsla þar sem farið er yfir framtíðar skipulag svæðisins, starfsemi og endurgerð húsa og verður afrakstur þeirrar vinnu kynntur á fundinum. Hafnarsvæðið býður uppá mikla möguleika og mikilvægt að íbúar sveitarfélagsins, fyrirtæki og stofnanir taki þátt í framtíðar skipulagi og uppbyggingu svæðisin, velti fyrir sér þeirri starfsemi sem þar á að vera og framtíð þeirra húsa sem til umræðu eru í þessu verkefni. Lesa meira

28.4.2008 Fréttir : Breyttir atvinnuhættir og þjóðgarður kalla á endurskoðun aðalskipulags

Nú um helgina var haldinn fundur um aðalskipulag sveitarfélagsins. Þar var rætt um að fara í endurskoðun aðalskipulags og að sögn Hjalta Þórs Viginsonar bæjarstjóra er þar tvennt sem kallar sérstaklega á breytingar. Í fyrsta lagi tilkoma þjóðgarðs sem hefur mikil áhrif á gildandi skipulag og í öðru lagi miklar breytingar á atvinnuháttum og samfélagsþróun sem er að nokkru leyti í aðra átt en gildandi aðalskipulag spáði fyrir um. Hjalti segir sem dæmi að sjávarútvegur hafi breyst mikið og því kalli það á endurskoðun í hafnarmálum og síðan hefur ferðaþjónusta vaxið umtalsvert. Lesa meira
Dagur umhverfisins 2008

28.4.2008 Fréttir : Undirskrift vegna sölu á Nesjaskóla

Skrifað var undir kaupsamning á húsnæði Nesjaskóla á Degi umhverfisins þann 25. apríl 2008. Guðjón Pétur Jónsson og Ásta H. Guðmundsdóttir kaupir húsnæðið af ríki og sveitarfélagi og hyggst nýta húseignirnar fyrir ferðaþjónustu. Þær húseignir sem afhendast nú eru heimavist, mötuneyti og annað húnsæði sem er sambyggt þessum eignum. Kennsluhúsnæði sem enn er notað af sveitarfélaginu afhentist ekki strax. Sveitarfélagið Hornafjörður óskar Guðjóni Pétri og Ástu til hamingju með eignina og óskar þeim góðs gengis með þá starfsemi sem þau hyggja á í Nesjaskóla. Lesa meira
Hestur að bíta gras

23.4.2008 Fréttir : Beitar og slægjulönd til úthlutunar

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust til úthlutunar beiti- og slægjulönd í eigu sveitarfélagsins. Öll gögn er málið varðar má nálgast hér og í afgreiðslu sveitarfélagsins í Ráðhúsi. Umsóknarfrestur er frá og með miðvikudeginum 22. apríl til 6. maí 2008. Allar nánari upplýsingar veitir Haukur Ingi Einarsson í síma 895-9946 eða á netfanginu haukuri@hornafjodur.is Lesa meira
Jól í skókassa

14.4.2008 Fréttir : Niðurstaða vinnustaðagreiningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Í desember 2007 var hafist handa við að greina vinnuumhverfi starfsmanna Sveitarfélagsins Hornafjarðar, samskipti á vinnustað, aðbúnað, möguleika til starfsþróunar, hollustu starfsmanna við vinnustaðinn og jafnréttismál. Greining sem þessi er forsenda að hægt sé að taka upp árangursstjórnun í starfsmannamálum í sveitarfélaginu og þannig að efla Sveitarfélagið Hornafjörð sem vinnuveitanda. Í desember og janúar var spurningalisti hannaður og bakgrunnsbreytur valdar. Haft var samráð við forstöðumenn og trúnaðarmenn í stofnunum sveitarfélagsins um gerð spurningalistans. Lesa meira
Hrollaugsstaðarskóli í fögru umhverfi

1.4.2008 Fréttir : Fráveitusamþykkt fyrri umræða

Fimmtudaginn 10. apríl kl: 20:30 er boðað til íbúafundar í Hrollaugsstöðum þar sem fjallað verður um fráveitur, úrgangsmál og lýsingu. Einnig kynnir Gústaf Magnús Ásbjörnsson verkefni Landgræðslu ríkisins er miðar að uppgræðslu innan héraða. Markmið með fundinum er að kynna fráveitusamþykkt sem er til umræðu innan sveitarstjórnar. Fráveitusamþykktin miðar að því að skilgreina almennar reglur sem eru í gildi í þéttbýli og koma fráveitumálum í sveitum í eðlilegt horf. Sveitarfélagið mun koma á reglubundnum tæmingum á rotþróm, eins og gengur og gerist annars staðar á landinu, og tryggja með þeim hætti virkni rotþróa. Hér er um viðamikið verkefni að ræða svo það er nauðsynlegt að kynna það vel áður en hafist er handann. Lesa meira
heilso3

27.3.2008 Fréttir : Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni – málþing

Fimmtudaginn 3. apríl boða bæjarstjórn Hornafjarðar og Heilbrigðis – og öldrunarráð Hornafjarðar til málþings í Nýheimum um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Málþingið hefst kl. 09:00 í Nýheimum með setningarávarpi Guðlaugs Þór Þórðarsonar heilbrigðisráðherra. |nl|Þessi mál hafa verið í miklum brennidepli hér á Hornafirði þar sem sveitarfélagið hefur stýrt þessum málaflokki í gegnum þjónustusamning við heilbrigðisráðuneytið. Á málþinginu verður rætt um þann mun sem er á uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni annars vegar og á fjölmennari stöðum landsins hins vegar. Einnig verður fjallað um hvaða starfsemi er mikilvægt að byggja upp heima fyrir og hvernig samskipti landsbyggðar við Landspítala Háskólasjúkrahús verði best háttað. Á málþinginu mun Óttar Ármannsson, formaður Félags dreifbýlislækna greina frá starfsumhverfi lækna á landsbyggðinni. Þá mun Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu fjalla sérstaklega um starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Starfsmenn HSSA munu síðan gera grein fyrir þróun þjónustunnar á vegum HSSA og þeirri starfsemi sem þar fer fram í dag. Að loknum erindum taka vinnuhópar til starfa og munu ræða ýmsa þætti sem tengjast málefninu. Í vinnuhópunum verður t.d. fjallað um rekstrarform heilbrigðisstofnana, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, starfsumhverfi heilbrigðisstétta á landsbyggðinni, aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu og margt fleira. Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, mun í lok málþingsins taka umræður dagsins saman og flytja lokaerindi málþingsins. Lesa meira
Knattspyrnuhus_mynd_0009

18.3.2008 Fréttir : Kynning í Nýheimum á fyrirhuguðu knattspyrnuhúsi 19.– 28. mars.

Í undirbúningi er bygging knattspyrnuhúss á Hornafirði sem verður u.þ.b. 70 metrar að lengd, 50 metrar að breidd og 12 metrar að hæð. Knattspyrnuhúsið mun koma til með að bæta verulega æfingaraðstöðu fyrir knattspyrnu og fleiri íþróttagreinar. Auk þess léttir það álagi á núverandi íþróttahúsi og þannig skapast svigrúm fyrir aðrar íþróttagreinar að eflast enn frekar og e.t.v munu nýjar íþróttagreinar ryðja sér til rúms á Hornafirði í framtíðinni. |nl|Knattspyrnuhúsið, sem fyrirhugað er að reisa á Höfn, á sér fyrirmynd úr Hafnarfirði. Íþróttafélagið FH reisti þar dúkhús sem veitir skjól yfir hálfan knattspyrnuvöll. Ennfremur eru Grindvíkingar að reisa sambærilegt hús. Lesa meira
Fegurð í Austur-Skaftafellssýslu

17.3.2008 Fréttir : Fráveitusamþykkt fyrri umræða

Þriðjudaginn 18. mars kl: 20:00 er boðað til íbúafundar í Mánagarði þar sem fjallað verður um fráveitur, úrgangsmál og lýsingu. Einnig kynnir Gústaf Magnús Ásbjörnsson verkefni Landgræðslu ríkisins er miðar að uppgræðslu innan héraða. Markmið með fundinum er að kynna fráveitusamþykkt sem er til umræðu innan sveitarstjórnar. Fráveitusamþykktin miðar að því að skilgreina almennar reglur sem eru í gildi í þéttbýli og koma fráveitumálum í sveitum í eðlilegt horf. Sveitarfélagið mun koma á reglubundnum tæmingum á rotþróm, eins og gengur og gerist annars staðar á landinu, og tryggja með þeim hætti virkni rotþróa. Hér er um viðamikið verkefni að ræða svo það er nauðsynlegt að kynna það vel áður en hafist er handann. Lesa meira

12.3.2008 Fréttir : Mótun fjölskyldustefnu fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð

Nú fyrir stuttu skipaði bæjarstjórn stýrihóp sem móta á fjölskyldustefnu fyrir Sveitarfélagið Hornaförð. Stýrihópinn skipa Matthildur Ásmundardóttir, formaður hópsins, Gauti Árnason og Elín Magnúsdóttir. Hlutverk stýrihópsins er að móta fjölskyldustefnu fyrir 1. júní 2009. Hópurinn hefur tekið til starfa. |nl|Markmið með gerð stefnunnar er fyrst og fremst að ná fram heildarsýn og markvissu starfi í málefnum fjölskyldunnar. Samkeppnishæfni sveitarfélagsins ræðst ekki síst af því hvort fjölskyldum sé boðið upp á sem best búsetuskilyrði. Mikilvægur áfangi á þeirri leið er metnaðarfull opinber þjónusta á vegum sveitarfélagsins. Markmið með mótun fjölskyldustefnu er að auka ánægju íbúa með bættri þjónustu. Vert er að skoða örlítið skilgreiningu á fjölskyldunni í upphafi þessarar vinnu: Lesa meira
Lúruveiði 2007

5.3.2008 Fréttir : Lífshlaupið, nýtt hvatningar- og átaksverkefni

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir nýtt hvatningar- og átaksverkefni, Lífshlaupið, sem höfðar til allra aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig meira hvort sem er í frítíma, heimilisstörfum, vinnu eða skóla. Farið er eftir hreyfiráðleggingum Lýðheilsustöðvar þar sem börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Vefsíða Lífshlaupsins er og en þar gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í: Vinnustaðakeppni frá 4.-14. mars fyrir 16 ára og eldri Hvatningarleik fyrir grunnskóla frá 4. - 14.mars, fyrir 15 ára og yngri. Einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð niður sína hreyfingu allt árið. Lesa meira
Undirritun smnings við Sindra

21.1.2008 Fréttir : Samningur við Sindra undirritaður

Í Pakkhúsinu í gær var undirritaður nýr þriggja ára samningur Sveitarfélagsins við UMF Sindra. Með því eykur Sveitarfélagið umtalsvert við stuðning sinn við félagið. Markmiðið er að fylgja sem best eftir mikilli uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu. Samningurinn byggir á fyrri samningum sem þessir aðilar hafa gert sín á milli en hinn nýi leggur áherslu á að Sindri geti eflt enn frekar æskulýðsstarf á sínum vegum, þróað íþróttaviðburði, eflt jaðaríþróttir, tekið upp markvisst samstarf við önnur félög á svæðinu og að Sindri móti sér forvarnar- og lýðheilsustefnu og verði leiðandi í þeim málaflokki í sveitarfélaginu. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: