Fréttir

heilso3

27.3.2008 Fréttir : Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni – málþing

Fimmtudaginn 3. apríl boða bæjarstjórn Hornafjarðar og Heilbrigðis – og öldrunarráð Hornafjarðar til málþings í Nýheimum um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Málþingið hefst kl. 09:00 í Nýheimum með setningarávarpi Guðlaugs Þór Þórðarsonar heilbrigðisráðherra. |nl|Þessi mál hafa verið í miklum brennidepli hér á Hornafirði þar sem sveitarfélagið hefur stýrt þessum málaflokki í gegnum þjónustusamning við heilbrigðisráðuneytið. Á málþinginu verður rætt um þann mun sem er á uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni annars vegar og á fjölmennari stöðum landsins hins vegar. Einnig verður fjallað um hvaða starfsemi er mikilvægt að byggja upp heima fyrir og hvernig samskipti landsbyggðar við Landspítala Háskólasjúkrahús verði best háttað. Á málþinginu mun Óttar Ármannsson, formaður Félags dreifbýlislækna greina frá starfsumhverfi lækna á landsbyggðinni. Þá mun Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu fjalla sérstaklega um starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Starfsmenn HSSA munu síðan gera grein fyrir þróun þjónustunnar á vegum HSSA og þeirri starfsemi sem þar fer fram í dag. Að loknum erindum taka vinnuhópar til starfa og munu ræða ýmsa þætti sem tengjast málefninu. Í vinnuhópunum verður t.d. fjallað um rekstrarform heilbrigðisstofnana, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, starfsumhverfi heilbrigðisstétta á landsbyggðinni, aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu og margt fleira. Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, mun í lok málþingsins taka umræður dagsins saman og flytja lokaerindi málþingsins. Lesa meira
Knattspyrnuhus_mynd_0009

18.3.2008 Fréttir : Kynning í Nýheimum á fyrirhuguðu knattspyrnuhúsi 19.– 28. mars.

Í undirbúningi er bygging knattspyrnuhúss á Hornafirði sem verður u.þ.b. 70 metrar að lengd, 50 metrar að breidd og 12 metrar að hæð. Knattspyrnuhúsið mun koma til með að bæta verulega æfingaraðstöðu fyrir knattspyrnu og fleiri íþróttagreinar. Auk þess léttir það álagi á núverandi íþróttahúsi og þannig skapast svigrúm fyrir aðrar íþróttagreinar að eflast enn frekar og e.t.v munu nýjar íþróttagreinar ryðja sér til rúms á Hornafirði í framtíðinni. |nl|Knattspyrnuhúsið, sem fyrirhugað er að reisa á Höfn, á sér fyrirmynd úr Hafnarfirði. Íþróttafélagið FH reisti þar dúkhús sem veitir skjól yfir hálfan knattspyrnuvöll. Ennfremur eru Grindvíkingar að reisa sambærilegt hús. Lesa meira
Fegurð í Austur-Skaftafellssýslu

17.3.2008 Fréttir : Fráveitusamþykkt fyrri umræða

Þriðjudaginn 18. mars kl: 20:00 er boðað til íbúafundar í Mánagarði þar sem fjallað verður um fráveitur, úrgangsmál og lýsingu. Einnig kynnir Gústaf Magnús Ásbjörnsson verkefni Landgræðslu ríkisins er miðar að uppgræðslu innan héraða. Markmið með fundinum er að kynna fráveitusamþykkt sem er til umræðu innan sveitarstjórnar. Fráveitusamþykktin miðar að því að skilgreina almennar reglur sem eru í gildi í þéttbýli og koma fráveitumálum í sveitum í eðlilegt horf. Sveitarfélagið mun koma á reglubundnum tæmingum á rotþróm, eins og gengur og gerist annars staðar á landinu, og tryggja með þeim hætti virkni rotþróa. Hér er um viðamikið verkefni að ræða svo það er nauðsynlegt að kynna það vel áður en hafist er handann. Lesa meira

12.3.2008 Fréttir : Mótun fjölskyldustefnu fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð

Nú fyrir stuttu skipaði bæjarstjórn stýrihóp sem móta á fjölskyldustefnu fyrir Sveitarfélagið Hornaförð. Stýrihópinn skipa Matthildur Ásmundardóttir, formaður hópsins, Gauti Árnason og Elín Magnúsdóttir. Hlutverk stýrihópsins er að móta fjölskyldustefnu fyrir 1. júní 2009. Hópurinn hefur tekið til starfa. |nl|Markmið með gerð stefnunnar er fyrst og fremst að ná fram heildarsýn og markvissu starfi í málefnum fjölskyldunnar. Samkeppnishæfni sveitarfélagsins ræðst ekki síst af því hvort fjölskyldum sé boðið upp á sem best búsetuskilyrði. Mikilvægur áfangi á þeirri leið er metnaðarfull opinber þjónusta á vegum sveitarfélagsins. Markmið með mótun fjölskyldustefnu er að auka ánægju íbúa með bættri þjónustu. Vert er að skoða örlítið skilgreiningu á fjölskyldunni í upphafi þessarar vinnu: Lesa meira
Lúruveiði 2007

5.3.2008 Fréttir : Lífshlaupið, nýtt hvatningar- og átaksverkefni

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir nýtt hvatningar- og átaksverkefni, Lífshlaupið, sem höfðar til allra aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig meira hvort sem er í frítíma, heimilisstörfum, vinnu eða skóla. Farið er eftir hreyfiráðleggingum Lýðheilsustöðvar þar sem börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Vefsíða Lífshlaupsins er og en þar gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í: Vinnustaðakeppni frá 4.-14. mars fyrir 16 ára og eldri Hvatningarleik fyrir grunnskóla frá 4. - 14.mars, fyrir 15 ára og yngri. Einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð niður sína hreyfingu allt árið. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: