Fréttir

Mikligarður pása

28.4.2008 Fréttir : Framtíð hafnarsvæðisins og Heppu

Þriðjudaginn 29. apríl verður opinn fundur um framtíð hafnarsvæðisins. Gísli Sverrir Árnason, Árni Kjartansson og starfsmenn Glámu-Kím kynna verkefnið Hafnarvík Heppa í Pakkhúsinu kl. 20:00 og eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um framtíð svæðisins. Unnin hefur verið skýrsla þar sem farið er yfir framtíðar skipulag svæðisins, starfsemi og endurgerð húsa og verður afrakstur þeirrar vinnu kynntur á fundinum. Hafnarsvæðið býður uppá mikla möguleika og mikilvægt að íbúar sveitarfélagsins, fyrirtæki og stofnanir taki þátt í framtíðar skipulagi og uppbyggingu svæðisin, velti fyrir sér þeirri starfsemi sem þar á að vera og framtíð þeirra húsa sem til umræðu eru í þessu verkefni. Lesa meira

28.4.2008 Fréttir : Breyttir atvinnuhættir og þjóðgarður kalla á endurskoðun aðalskipulags

Nú um helgina var haldinn fundur um aðalskipulag sveitarfélagsins. Þar var rætt um að fara í endurskoðun aðalskipulags og að sögn Hjalta Þórs Viginsonar bæjarstjóra er þar tvennt sem kallar sérstaklega á breytingar. Í fyrsta lagi tilkoma þjóðgarðs sem hefur mikil áhrif á gildandi skipulag og í öðru lagi miklar breytingar á atvinnuháttum og samfélagsþróun sem er að nokkru leyti í aðra átt en gildandi aðalskipulag spáði fyrir um. Hjalti segir sem dæmi að sjávarútvegur hafi breyst mikið og því kalli það á endurskoðun í hafnarmálum og síðan hefur ferðaþjónusta vaxið umtalsvert. Lesa meira
Dagur umhverfisins 2008

28.4.2008 Fréttir : Undirskrift vegna sölu á Nesjaskóla

Skrifað var undir kaupsamning á húsnæði Nesjaskóla á Degi umhverfisins þann 25. apríl 2008. Guðjón Pétur Jónsson og Ásta H. Guðmundsdóttir kaupir húsnæðið af ríki og sveitarfélagi og hyggst nýta húseignirnar fyrir ferðaþjónustu. Þær húseignir sem afhendast nú eru heimavist, mötuneyti og annað húnsæði sem er sambyggt þessum eignum. Kennsluhúsnæði sem enn er notað af sveitarfélaginu afhentist ekki strax. Sveitarfélagið Hornafjörður óskar Guðjóni Pétri og Ástu til hamingju með eignina og óskar þeim góðs gengis með þá starfsemi sem þau hyggja á í Nesjaskóla. Lesa meira
Hestur að bíta gras

23.4.2008 Fréttir : Beitar og slægjulönd til úthlutunar

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust til úthlutunar beiti- og slægjulönd í eigu sveitarfélagsins. Öll gögn er málið varðar má nálgast hér og í afgreiðslu sveitarfélagsins í Ráðhúsi. Umsóknarfrestur er frá og með miðvikudeginum 22. apríl til 6. maí 2008. Allar nánari upplýsingar veitir Haukur Ingi Einarsson í síma 895-9946 eða á netfanginu haukuri@hornafjodur.is Lesa meira
Jól í skókassa

14.4.2008 Fréttir : Niðurstaða vinnustaðagreiningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Í desember 2007 var hafist handa við að greina vinnuumhverfi starfsmanna Sveitarfélagsins Hornafjarðar, samskipti á vinnustað, aðbúnað, möguleika til starfsþróunar, hollustu starfsmanna við vinnustaðinn og jafnréttismál. Greining sem þessi er forsenda að hægt sé að taka upp árangursstjórnun í starfsmannamálum í sveitarfélaginu og þannig að efla Sveitarfélagið Hornafjörð sem vinnuveitanda. Í desember og janúar var spurningalisti hannaður og bakgrunnsbreytur valdar. Haft var samráð við forstöðumenn og trúnaðarmenn í stofnunum sveitarfélagsins um gerð spurningalistans. Lesa meira
Hrollaugsstaðarskóli í fögru umhverfi

1.4.2008 Fréttir : Fráveitusamþykkt fyrri umræða

Fimmtudaginn 10. apríl kl: 20:30 er boðað til íbúafundar í Hrollaugsstöðum þar sem fjallað verður um fráveitur, úrgangsmál og lýsingu. Einnig kynnir Gústaf Magnús Ásbjörnsson verkefni Landgræðslu ríkisins er miðar að uppgræðslu innan héraða. Markmið með fundinum er að kynna fráveitusamþykkt sem er til umræðu innan sveitarstjórnar. Fráveitusamþykktin miðar að því að skilgreina almennar reglur sem eru í gildi í þéttbýli og koma fráveitumálum í sveitum í eðlilegt horf. Sveitarfélagið mun koma á reglubundnum tæmingum á rotþróm, eins og gengur og gerist annars staðar á landinu, og tryggja með þeim hætti virkni rotþróa. Hér er um viðamikið verkefni að ræða svo það er nauðsynlegt að kynna það vel áður en hafist er handann. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: