Fréttir

Öræfajökull og Jökulsárlón með merki Sveitarfélagsins Hornafjarðar

6.5.2008 Fréttir : Endurskoðendur segja sveitarfélagsið sýna trausta fjárhagsstöðu og rekstur

Ársreikningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar A- og B hluti voru lagðir fram til fyrri umræðu í Bæjarstjórn Hornfjarðar 5. maí sl. Samkvæmt rekstrarreikningi í ársreikningi Sveitarfélagsins Hornafjarðar árið 2007 námu rekstrartekjur í samanteknum ársreikningi sveitarsjóðs 1.508,6 milljónum króna, en þar af voru rekstrartekjur A-hluta stofnana 1.352,4 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum var jákvæð um 360,2 milljónir króna. Í A-hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 341,7 milljónir króna en jákvæð um 18,5 milljónir króna hjá B-hluta stofnunum. Heildareignir samkvæmt samanteknum ársreikningi voru 2.588,2 milljónir króna, en heildareignir sveitarsjóðs voru 2.102,4 milljónir króna. Lesa meira
Dreymir ekki flesta um að búa á svona stað!

6.5.2008 Fréttir : Vorhreinsun á Höfn í Hornafirði

Hin árvissa vorhreinsun á Hornafirði hefst laugardaginn 10. maí og stendur til miðvikudagsins 14. maí. Íbúar eru hvattir til að taka til í görðum sínum og starfmenn Áhaldahúss aðstoða garðeigendur með að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk dagana 13. og 14. maí. Starfsmenn Áhaldahúss biðja garðeigendur um að hafa eftirfarandi í huga: • Setja garðúrgang í poka. • Ekki blanda við jarðúrgang lausum jarðvegi og öðru rusli. • Ágætt er að binda greinaafklippur í knippi. Vakin er athygli á að ekki verða fjarlægð stór tré eða trjástofnar. Eingöngu verður fjarlægður garðaúrgangur. Þeim sem þurfa að losa sig við annað rusl eða muni er bent á gámaport við Áhaldahús. Athygli er vakin á því að allan garðaúrgang á að losa út við Fjárhúsavík. Lesa meira
Hafnarvík Heppa

1.5.2008 Fréttir : Það sem til þarf er kjarkur og þolinmæði til að hrinda því í framkvæmd

Eftirfarandi pistill er tekinn af bloggi Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra. Þann 29. apríl var fundur Pakkhúsinu með bæjarstjórn og ráðgjöfum um Hafnarvík og Heppu. Gísli Sverrir Árnason, ráðgjafi hjá R3, fór yfir endurgerð gamalla húsa og þyrpinga víða um land. Greindi hann frá stöðu í endurgerð húsa á Hornafirði og ræddi hugmyndir um nýtingu mannvirkja við Hafnarvík og á Heppu. Hugmyndir eru uppi um frekari uppbyggingu atvinnulífs, menningar, ráðstefnuhalds og útivistar. Sagði hann frá hugmyndum um nýtingu á Miklagarði, Graðaloftinu, Pakkhúsinu, Gömlubúð, Kaupfélagshúsi og kartöfluhúsi. Dæmi um hugmyndir voru sjóminjasafn, aðstaða fyrir sýningar og fundaraðstöðu, smáverslanir, kaffibar og veitingahús, gestastofu fyrir listamenn og verbúð, opnar vinnustofur handverks- og listamanna, skrifstofur, beitningaraðstaða, lúxusgisting, Listasafn Svavars Guðnasonar, krambúð, upplýsingamiðstöð fyrir svæðið, listamannaíbúð, náttúruminjasafn og sýningarsalir. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: