Fréttir

Þrekstöð við Júllatún

10.7.2008 Fréttir : Ný útiþrekstöð opnuð á túninu fyrir neðan Hótel Höfn

Næstkomandi miðvikudag verður ný útiþrekstöð vígð sem starfsmenn Sveitarfélagsins eru að koma upp á túninu milli Júllatúns og heilsugæslustöðvarinnar með þessu glæsilega útsýni. Þrekstöðin samanstendur af upphífingarslá, dýfu grind, lyftingarslá, stigbekk, bekk fyrir kviðæfingar, göngugrind og svifrá sjá meðfylgjandi teikningar og myndir. Stöðinni er ætlað að efla heilsu íbúa á Höfn ásamt því að auka á fjölbreytni útivistar innan Hafnar fyrir íbúa sveitarfélagsins og því kjörið að koma þar við á heilsubótargöngunni til að taka þar hinu ýmsu æfingar.Hugmyndin af þrekstöðinni er spunnin út frá ósk bæjarráðs um fjölskylduvænt umhverfi. Lesa meira
Framkvamdir_vid_Vikurbraut

8.7.2008 Fréttir : Víkurbrautin lokuð miðvikudag vegna framkvæmda

Haukur Ingi Einarsson framkvæmdarstjóri umhverfis og tæknisviðs Hornafjarðar vill koma því á framfæri við þá vegfarendur sem þurfa að fara Víkurbrautina á morgun miðvikudag að hún verður lokuð á móts við Heppuskóla. Vegfarendum er bent á að fara Hafnarbrautina á meðan framkvæmdin stendur yfir. Þessi framvæmd tengist nýju sundlaugarbyggingunni því verið er að leggja nýja heitavatnslögn í nýju sundlaugina. Lesa meira
Ljósapera

8.7.2008 Fréttir : Sveitarfélagið styrkir bætta lýsingu í dreifbýli

Sveitarfélagið Hornafjörður stendur fyrir verkefni sem felur í sér að bæta lýsingu í dreifbýli. Fyrr á árinu voru reglur um úthlutun styrkja vegna þessa verkefnis samþykktar og í kjölfarið sent út dreifibréf á heimili í sveitum. Umsóknarfrestur var þá auglýstur til 20. júní og bárust fimm umsóknir fyrir þann tíma. Bæjarráð hefur samþykkt þær umsóknir og verður greiddur til þeirra hámarksstyrkur á hvert heimili samkv. reglum. Á fundi bæjarráðs í morgun var samþykkt að framlengja umsóknarfrestinn til 1.ágúst n.k. Lesa meira

8.7.2008 Fréttir : Auglýsing um skipulag - frestur framlengdur

Tillaga að deiliskipulagi lóðar og byggingarreits fyrir knattleikjahús og tilheyrandi þjónustubyggingu á Höfn sbr. auglýsingu 2008008103, í Lögbirtingablaði, útgefin 22.maí 2008. Vegna rangs birtingardags auglýsingarinnar í héraðsblaðinu Eystrahorni 29. maí sl., í stað 22. maí 2008, framlengist hér með athugasemdafresturinn til miðvikudagsins 16. júlí 2008. Hornafirði 7. júlí 2008. Hákon Valdimarsson, byggingarfulltrúi Hornafjarðar Lesa meira
Umhverfi_Hornafj

7.7.2008 Fréttir : Fagri Hornafjörður og fagra Ísland

Umhverfið hefur verið til umræðu í fjölmiðlum upp á síðkastið og því vel við hæfi að benda áhugasömum á það fræðslustarfi sem umhverfisráðuneytið stendur fyrir. Við getum öll sem í þessu sveitarfélagi búum lagt okkar af mörkum til að styðja við umhverfismálin en eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir þá eru úrlausnarefnin á sviði umhverfismála eru hvort tveggja í senn, brýn og margslungin. Hversdagsleg störf eins og það að fara út með ruslið gefa okkur færi á að breyta rétt gagnvart umhverfinu. Stærri ákvarðanir eins og t.d. hvers konar samgöngur við notum eru ekki síður dæmi um val sem hvert okkar stendur frammi fyrir. Lesa meira
Framkvæmdir fyrir Humarhátíð

4.7.2008 Fréttir : Framkvæmdir fyrir Humarhátíð

Nú standa yfir þó nokkrar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins ásamt því að vinnuskólinn hefur unnið að því að snyrta bæinn fyrir Humarhátíð. Sundlaugarframkvæmdir ganga ágætlega. Verktakar hafa unnið að krafti í byggingunni undanfarnar vikur og það má sjá hvernig mannvirkið tekur á sig nýja og nýja mynd frá degi til dags. RARIK eru að undirbúa tengingu á heitu vatni inn í sundlaugarbyggingu og vinna hörðum höndum við að sjóða saman heitavatnslagnir undir Fiskhólnum þar sem starfmenn vélsmiðjunnar Foss sjá um suðuvinnu. Frágangur Sindravalla er að klárast starfmenn Hans Christensen eru að leggja lokahönd á frágang girðingar umhverfis völlinn ásamt því að koma niður varamannaskýlum. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: