Fréttir

Leirusvadi

25.8.2008 Fréttir : Undirbúningur einbýlishúsalóða á Leirusvæði

Sveitarfélagið er að hefja undirbúning lóða á Leirusvæði. Fyrsti áfangi miðar að því að gera lóðir við Fákaleiru 1, 3, 5, 5A, 7, 9, 11, 13, Álaleiru 8, 10, 12, 14, Hagaleiru 8, 8A, 10 og 10A tilbúnar til úthlutunar. Lóðirnar sem eru stórar einbýlishúsalóðir eru á skemmtilegum stað í sveitarfélaginu. Lóðirnar eru nálægt Sílavík þar sem stutt er í fjölskrúðugt fuglalíf, eins er heillandi að hafa skógin í Hrossabitahaga í næsta nágrenni. Stutt er í alla almenna þjónustu svo sem skólahúsnæði, íþróttasvæði, matvöruverslun og aðra almenna þjónustu. Lesa meira
Knattspyrnuhús deiliskipulag mynd

19.8.2008 Fréttir : Nýtt deiliskipulag vegna knattspyrnuhúss við Víkurbraut á Höfn

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum 14.08.2008 deiliskipulagstillögu að knattleikjahús við Víkurbraut á Höfn. Ný deiliskipulagstillaga afmarkast af Víkurbraut, brekkufæti Garðshóls, íþróttavelli , og lóðamörkum ,, Lönguvitleysu? og felst í að skilgreina lóð og byggingarreit fyrir knattleikjahús og tilheyrandi þjónustubyggingu á Höfn. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga frá 22.05.2008 ? 17.07.2008. Sjö athugasemdir bárust og hafa umsagnir sveitastjórnar um þær verið sendar þeim sem þær gerðu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Lesa meira
Pizzuveisla á Hótel Höfn 3.mars 2005

15.8.2008 Fréttir : Lækkun gjalda á fjölskyldur í Sveitarfélaginu Hornafirði

Bæjarstjórn Hornafjarðar setti á 125. fundi sínum þann 6. febrúar 2008 á laggirnar stýrihóp um mótun fjölskyldustefnu. Eitt af verkefnum nefndarinnar var að greina kostnað fjölskyldna vegna leikskólagöngu, tónlistarnáms, lengdrar viðveru og iðkendagjöld í æskulýðs og íþróttastarfi. Undir þessum þætti stefnunnar bar stýrihópnum sérstaklega að skoða systkinaafslátt og kanna kosti þess að taka upp frístundakort. Stýrihópurinn hefur nú skilað tillögum sínum um lækkun leikskólagjalda og gjalda fyrir lengda viðveru. Þá hefur stýrihópurinn tekið afstöðu til systkinaafsláttar. Að lokum gerði stýrihópurinn tillögu um stuðning við fjölskyldur vegna íþróttaiðkunar. Stýrihópurinn mun ekki ljúka vinnu sinni fyrr en vorið 2009 þegar heildstæða fjölskyldustefna verður gefin út fyrir sveitarfélagið. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: