Fréttir

Bæjarráð fjallar um gagnaver

3.9.2008 Fréttir

Veðurblíða á Hornafirði í dag

Eins og flestir hafa vafalítið tekið eftir hefur töluverð umræða farið fram atvinnumál í landinu öllu að undanförnu. Í þeirri umræðu hefur talsvert verið rætt um orkufrekan iðnað annan en áliðnað. Þar hefur athyglin einna helst beinst að svokölluðum gagnaverum og netþjónabúum. Verkefni eins og þessi eru á ábyrgð Iðnaðarráðuneytisins. Á fundi bæjarráðs mánudaginn 25. ágúst síðastliðinn var samþykkt bókun um hugsanleg gagnaver í sveitarfélaginu Hornafirði. Bæjarráð telur ýmislegt í sveitarfélaginu mæla með staðsetningu gagnavera eða netþjónabúa hér á þessu svæði. Í bókun bæjarráðs kemur fram að svæðið er utan helstu jarðskjálftasvæða landsins, aðgengi að fersku vatni er gott og veðurfar er þannig að ekki stafar hætta af fyrir starfsemina. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að leita eftir samstarfi við starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Nýheimum um að vinna skýrslu um möguleika sveitarfélagsins á því að greiða fyrir framgangi slíkrar starfsemi í sveitarfélaginu. Einnig var samþykkt að kynna Iðnaðarráðuneytinu þessa bókun bæjarráðs.

Árni Rúnar Þorvaldsson, formaður bæjarráðs, sagði í samtali við vefinn að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið, hvort möguleikar sveitarfélagsins til þess að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu af þessum toga væru raunhæfir. "Til þess að fá úr því skorið hverjir möguleikar okkar eru og til þess að meta styrkleika og veikleika svæðisins með tilliti til gagnavera og netþjónabúa ákváðum við að leita til Nýsköpunarmiðstöðvar.

Nýsköpunarmiðstöð er nú að leggja lokahönd á skýrslu, sem sveitarfélagið óskaði eftir, um kosti vatnsútflutnings í sveitarfélaginu og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu Nýsköpunarmiðstöðvar. Við töldum því tilvalið að í framhaldi af skýrslunni um vatnsútflutninginn færi fram athugun á kostum okkar varðandi svokölluð gagnaver. En við þurfum auðvitað alltaf að vera vakandi varðandi atvinnumálin í víðu samhengi", sagði formaður bæjarráðs að lokum.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: