Fréttir

Boða til fundar vegna vegstæðis yfir Hornafjarðarfljót

26.11.2008 Fréttir

Leið 1_2_3

Sveitarfélagið Hornafjörður í samvinnu við Vegagerðina hefur boðað til íbúafundar í næstu viku vegna breytinga á aðalskipulagi vegna Vegstæðis yfir Hornafjarðarfljót leið 3b og nýjar námur. Sveitarfélagið mun kynna legu nýs vegstæðis yfir Hornafjarðarfljót ásamt námum sem teknar verða inn á aðalskipulag í tengslum við framkvæmdina. Ennfremur kynnir Háskólasetrið á Höfn drög að umhverfisskýrslu aðalskipulagsins sem unnin er í tengslum við breytingartillöguna. Sérstök athygli er vakin á því að hagsmunaaðilar geta nú kynnt sér drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að umhverfisskýrslu á bæjarskrifstofum Hornafjarðar hér á vefnum.

Vakin er athygli á að hægt verður að gera skriflegar athugasemdir við tillögu og umhverfisskýrslu þegar sveitarstjórn auglýsir breytingartillöguna skv. skipulags- og byggingarlögum.
Vegagerðin kynnir breytingu á leið 3 eins og hún var kynnt í frummatsskýrslu, leið 3b og hagsmunaraðilum er gefin kostur á að gera athugasemdir við leið 3b til Vegagerðarinnar innan 14 daga frá og með 5. desember nk. Síðasti dagur til að skila inn athugasemdum er því fimmtudagurinn 18. des. nk.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 4. desember 2008 nk. í Nýheimum og hefst kl: 20:00.

Einnig geta hagsmunaaðilar kynnt sér leið 3b á heimasíðu Vegagerðarinnar á www.vegagerdin.is

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: