Fréttir

Fjárhagsáætlun 2009

22.12.2008 Fréttir : Áherslur á að verja eftir mætti stöðu heimila og fyrirtækja.

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2009 fór fram í bæjarstjórn Hornafjarðar 18.des. sl. Helstu áherslur sveitarfélagsins á næsta ári eru að verja eftir mætti stöðu heimila og fyrirtækja á Hornafirði, halda vel utan um fjármuni og endurskoða fjárhagsáætlunina ársfjórðungslega. Álagning fasteignagjalda verður óbreytt og útsvar verður 13,28%. Gjaldskrár þjónustugjalda sveitarfélagsins hækka ekki milli ára. Þá kom fram að fjárhagsstaða sveitarsjóðs er góð. Lesa meira
Hornafjarðarhöfn

8.12.2008 Fréttir : Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknasjóð

Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknasjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar |nl|Um er að nýjan sjóð í eigu Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem settur var á laggirnar í kjölfar sölu á húsnæði Nesjaskóla. Markmið sjóðsins er að efla byggð og atvinnu í sveitarfélaginu og ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Lesa meira
Matur

2.12.2008 Fréttir : Auglýsir eftir umsóknum í átaksverkefni um smáframleiðslu á matvælum

Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í átaksverkefni um smáframleiðslu á matvælum á Hornafirði. Um er að ræða stuðningsverkefni sem ætlað er einstaklingum og fyrirtækjum í Sveitarfélaginu Hornafirði sem vilja vinna að framleiðslu og þróun á matvælum í matvælasmiðju Matís á Hornafirði. Matvælasmiðjan var opnuð í byrjun nóvember 2008 og er sérstaklega sett upp til að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki sem vilja hefja virðisaukandi smáframleiðslu matvæla úr íslensku hráefni. Fjármunir í verkefnið eru hluti af fjármunum sem úthlutað var til Sveitarfélagsins Hornafjarðar í tengslum við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar í upphafi árs 2008. Lesa meira
Samningur um flokkun úrgangs undirritaður

2.12.2008 Fréttir : Lækkum gjöld heimilanna með því að flokka sorp og endurvinna heimilisúrgang.

Frá því sveitarfélagið hóf samstarf við Sagaplast ehf.um endurvinnslu á úrgangi hefur náðst góður árangur í endurvinnslu. Árangurinn sést bæði í lækkun rekstrarkostnaðar málaflokksins og samdráttar í urðun magni úrgangs. Mestur árangur frá því áður var hefur náðst í endurvinnslu bylgjupappa, sléttum pappa,dagblöðum, tímaritum, dekkjum og plasti einnig heyrúlluplasti frá bændum. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: