Fréttir

Skolasetning_001_a_vef

26.1.2009 Fréttir : Útboð á skólamáltíðum

Bæjarráð Hornafjarðar hefur tekið ákvörðun um að bjóða út skólamáltíðir fyrir Grunnskóla Hornafjarðar.

Lesa meira
Kýrin Birna á Brunnhól    (@Brunnholl)

20.1.2009 Fréttir : Fundur um atvinnumál í sveitum

Sveitarfélagið Hornafjörður stóð fyrir fundi um atvinnumál í sveitum að Smyrlabjörgum í Suðursveit miðvikudagskvöldið 14. janúar síðast liðinn. Þar var rætt um atvinnumálin til sveita eins og þau horfa við fólki um þessar mundir og hvað væri hægt að gera í framtíðinni.

Lesa meira
Hornafjörður

19.1.2009 Fréttir : Ný byggðaáætlun

Á 446. bæjarráðs var rætt um mótun nýrrar byggðaáætlunar fyrir árin 2010-2013.  Í bókun bæjarráðs er eftirfarandi: Byggðaáætlun er eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda.  Lykilorð nýrrar byggðaáætlunar á að vera aukin lífsgæði, aukin verðmæti og nýir íbúar. 

Lesa meira
Íslandsmeistarar í Blaki (úr myndasafni)

8.1.2009 Fréttir : Íþrótta- og tómstundakort

Á 132. fundi bæjarstjórnar Hornafjarðar var samþykkt tillaga um að sveitarfélagið taki upp svokölluð íþrótta- og tómstundakort fyrir aldurshópinn 6-18 ára. Þessi kort eru á formi 10.000 kr. styrks til íþrótta- og tómstundaiðkunar í sveitarfélaginu. Samþykkt var að þetta kæmi til framkvæmda frá og með 1. janúar 2009

Lesa meira

8.1.2009 Fréttir : Borgarafundur

Bæjarstjórn Hornafjarðar verður með borgarafund í Nýheimum fimmtudaginn 15. janúar 2009 kl. 20:00. Á dagskrá verður fjárhagsáætlun ársins 2009 og þau mál sem unnið er að á vegum sveitarfélagsins. Lesa meira
Jólatrén skarta sínu fegursta

6.1.2009 Fréttir : Jólatréssöfnun

Starfmenn áhaldahúss munu safna saman jólatrjám á Höfn og í Nesjahverfi fimmtudaginn 8. janúar og mánudaginn 12. janúar n.k. Þeir íbúar sem ætla að nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að setja jólatrén út að morgni fimmtudags 8. janúar og að morgni mánudags 12 janúar n.k og koma trjánum þannig fyrir að þau verði vel sýnileg og að aðgengi verði gott. Áhaldahús vill einnig benda íbúum á þann möguleika að losa jólatré við Fjárhúsavík. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: