Fréttir

Framkvæmdir

Gervigrasvöllur, trjáhýsi og grjótvörn

17.9.2009 Fréttir

Trjáhýsi III
Mynd 1 af 4
1 2 3 4

 

Fréttir af framkvæmdum

 

Gervigrasvöllur undir Garðshól

Hafinn er undirbúningur á uppbyggingu gervigrasvallar undir Garðshól, um er að ræða gervigrasvöll sem verður 68 L x 48 B í samræmi við deiliskipulag á svæðinu.  Sveitarfélagið hefur óskað eftir tilboðum í niðurtöku/niðurrif á trésmíðaverkstæði við Víkurbraut, en gert er ráð fyrir að gervigrasið nái yfir trésmíðaverkstæðið.  Hægt er að nálgast útboðsgögn á vefslóðinni http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/utbod ef allar áætlanir ganga eftir verður hægt að spyrna knetti á vellinum næsta vor eða sumar. 

 

Trjáhýsi í Hrossabitahaga

Eins og meðfylgjandi myndir sýna þá eru leikskólanemendur leikskólans Lönguhóla byrjuð að nota trjáhýsi í Hrossabitahaga.  Trjáhýsið er byggt af Birni starfmanni þjónustustöðvar á Höfn.  Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að nýta trjáhýsið, því þarna er stutt í kyrrð og ró með fjölskyldu og gestum.  Gott að setjast niður með nesti og njóta umhverfisins.  Við minnum alla á að ganga vel um svæði.

 

Grjótvörn milli Krosseyjar- og Álaugareyjarbryggju

Hafnarstjórn bíður nú út færslu á grjótvörn milli Krosseyjar- og Álaugareyjarbryggju.  Með færslunni er ætlast til að ná fram betra aksturs- og athafnarými milli bryggjanna, en eins og íbúar svæðisins hafa tekið eftir þá hefur Mikael ehf ný lokið við að steypa þekju Álaugareyjarbryggju.  Þekjan þykir vel heppnuð og bætir hafnaraðstöðu á Höfn.

 

Haukur Ingi Einarsson

Framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Hornafjarðar. 

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: