Fréttir

Úboð Gamlabúð II áfangi

8.11.2012 Fréttir

Gamlabud_2 afangi

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Gamlabúð- 2. áfangi“ eins og því er lýst í meðfylgjandi útboðsgögnum.  Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.

Innifalið í tilboð skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.
 
Lauslegt yfirlit yfir verkið
Gamlabúð hefur verið flutt út á Heppu og komið fyrir á steyptum kjallara. Í þessum verkáfanga á að byggja tvær timburútbyggingar við húsið ofan á steyptan kjallara sem kominn er. Grinda á út nýja veggja- og þakklæðningu á eldra húsi, einangra og klæða á ný. Í kjallara skal ganga að fullu frá innviðum, með öllum búnaði og í gamla hluta hússins eru ýmsir hlutir endurnýjaðir Td. veggir, hurðir raflagnir hitalagnir og sett upp öryggiskerfi.
 
Nokkrar helstu stærðir eru eftirfarandi:

  • Þakklæðning og einangrun 150 m2
  • Útveggjaklæðning og einangrun 210 m2
  • Málaðar panilklæðningar 145 m2
  • Málaðar gifsklæðningar 210 m2

 

Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með fimmtudeginum 8. nóv. 2012  gegn 5.000 kr. greiðslu. Eða hér á heui

Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin hér á heimasíðunni http://www.rikivatnajokuls.is/stjornsysla/utbod/nr/9676  án endurgjalds og fá lykilorð til að opna gögnin með því að senda tölvupóst á utbod@hornafjordur.is - Vinsamlegast takið fram um hvaða gögn er verið að biðja.

Tilboðum skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en þriðjudaginn 27. nóvember 2012 kl. 14:00 er þau verða opnuð.

 
Nánari upplýsingar veitir:
Björn Imsland, umsjónamaður fasteigna
bjorni@hornarfjordur.is
Sími 470-8000 eða 894-8413

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: