Fréttir

Umsóknir um styrki Atvinnu- og rannsóknasjóðs 2013

11.12.2012 Fréttir


Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknasjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt styrki til verkefna sem efla geti byggð og atvinnu í sveitarfélaginu.  Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar hefur umsjón með sjóðnum og tekur við umsóknum og afgreiðir þær.

 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Sveitarfélaginu Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Höfn eða á heimasíðu bæjarins hornafjordur.is/reglur og samþykktir.

Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2013 á hornafjordur.is/umsóknir.
BB


Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: