Fréttir

Breyting á gjaldskrám hjá sveitarfélaginu

19.12.2012 Fréttir

Breyting á gjaldskrám hjá sveitarfélaginu

Þann 1. janúar taka nýjar gjaldskrárbreytingar gildi. Skólamáltíðir í grunn og leiksskólum hækka um 15% einnig  er gjaldskrárhækkun í Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu um 10%. Þá hafa gjöld í Sundlaug Hafnar hækkað. Fullorðinsgjald í Sundlaug Hafnar er það sama en barnagjald hækkar úr 180 kr. í 200. kr. og breytingar á miðakerfi sundlaugarinnar.

Gjaldskrá fyrir leikskóla fylgir nú vísitölu og er uppreiknuð fyrsta ágúst ár hvert er nú fyrir 8 klst. kr. 17.976

Þrátt fyrir þessar hækkanir eru gjöld hjá sveitarfélaginu með þeim lægstu, ef skoðuð er gjaldskrá hjá Sveitarfélaginu og sambærilegum sveitarfélögum þá kemur í ljós að Hornafjörður er með þeim lægstu á leikskólagjöldum, fæðisgjöldum og tónskólum.  Skoðuð voru sjö sveitarfélög á Austurlandi  og tekið meðaltal gjalda af þeim eins og sýnt er hér að neðan. Samanburðarsveitarfélögin sem um ræðir eru Djúpivogur, Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð, Seyðisfjörður, Vopnafjörður og Breiðdalsvík. Þá má geta þess að ekki er tekið til greina gjaldskrárhækkanir hjá öðrum sveitarfélögum en Hornafirði 1. janúar 2013.

Leikskólagjald

Leikskólagjöld eru með þeim lægstu hjá Hornafirði eða 17.976 á mánuði fyrir átta tíma vistun. Fæðisgjald er ekki með í þessari upphæð.

Samanburður á leikskólagjöldum milli sveitarfélaga á Austurlandi miðað við 8 tíma vistun í krónum talið.

Hornafjörður Seyðisfjörður Fjarðarbyggð Meðaltal
23.887
19.920 25.332  23.583    

Tónskólagjald

Þegar samanburður er gerður á gjaldskrá Tónlistarskóla kemur í ljós að skólagjald fyrir einstakling á grunnskólaaldri í hálft ár er lægra í Tónskóla Hornafjarðar en í samanburðarsveitarfélögum. Gjaldið er 21.715 en meðaltalsgreiðslur eru 26.460.

Samanburður á sveitarfélögum á Austurlandi og meðaltal tekið á 7 sveitarfélögum í krónum talið.

Hornafjörður Seyðisfjörður Fjarðarbyggð Meðaltal
21.715 25.892 26.800      26.460    

Máltíð í Grunnskólum

Fæðisgjöld í grunnskólum eru enn með þeim lægstu hjá Hornafirði eða 300 kr. hver máltíð


Hornafjörður Seyðisfjörður Fjarðarbyggð Meðaltal
300 400 435 414


 


Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: