Fréttir

Olíumalarstöð sveitarfélagsins til sölu

21.2.2013 Fréttir

Oliumalarstod
Mynd 1 af 3
1 2 3

Sveitarfélagið Hornafjörður ætlar að selja olíumalarstöð og öllu því sem henni fylgir.  Stöðin og það sem verður til sölu er hrærivél/ blöndunarvél, þrír tankar, sílói og færiband.  Einnig er til sölu útlagningarvél af gerðinni Allatt, árgerð 1990 sem leggur í allt að 2,5 m breitt og hentar vel til lagningu göngustíga, vélin hefur fengið skoðun Vinnueftirlits ríkisins fyrir árið 2013 sem gildir til ársins 2014.

Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar hjá Birgir Árnason forstöðumaður Áhaldahússins á Höfn í síma 895-1473 eða á netfangið birgir@hornafjrodur.is.  

Ætlast er til að bjóðendur sjái um og beri kostnað við að taka stöðina niður og flytja hana til sín eigi síðar en 25. mars n.k. Óskað er eftir því að tilboðum í stöðina og útlagningarvélina berist eigi síðar en 5. mars n.k fyrir kl 13:10 á netfangið haukuri@hornafjordur.isBB
 

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: