Fréttir

Afhending styrkja og menningarverðlauna

13.3.2013 Fréttir

Afhending styrkja frá Sveitarfélaginu 2011

Afhending styrkja Sveitarfélagins Hornafjarðar og Menningarverðlaun fyrir árið 2012 fer fram í Nýheimum miðvikudaginn 13. mars klukkan 17:10.

Þess er óskað að styrkhafar eða fulltrúar þeirra og fulltrúar þeirra félaga sem eru með styrktarsamninga við sveitarfélagið mæti.

Í ár hlutu eitt fyrritæki og tveir einstaklingar tilnefningar til Menningarverðlauna en þeir eru: Eigendur Humarhafnarinnar ehf. vegna endurbóta á Hafnarbraut 4 að utan og innan. Sigurgeir Jónsson á Fagurhólsmýri vegna ötuls starfs að tónlistarmálum og skemmtanahaldi í Öræfum og víðar. Sigjón Bjarnason í Brekkubæ vegna ötuls starfs að tónlistar- og menningarmálum í sýslunni. Markmiðið með Menningarverðlaununum er að hvetja fólk til lista og menningarstarfs í heimabyggð.

Menningarverðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og hafa einstaklingar, stofnanir og samtök hlotið þessi verðlaun í gegnum tíðina. Valið fer fram með þeim hætti að tilnefningar berast til Atvinnu – og menningarmálanefndar sem fer yfir þær og setur fram rökstuðning með niðurstöðu sinni.

Boðið verður upp á kaffi, konfekt og tónlistaratriði.

Allir eru velkomnir.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: