Fréttir

Nýtt deiliskipulag þjónustusvæðis við Jökulsárlón Breiðamerkursandi.

8.4.2013 Fréttir

Sveitarf80x350pix

Auglýsing um nýtt deiliskipulag.
Deiliskipulag þjónustusvæðis við Jökulsárlón
Breiðamerkursandi.

Bæjarstjórn  Hornafjarðar  auglýsir  hér  með  tillögu að
deiliskipulagi við Jökulsárlón í Sveitarfélaginu Hornafirði , skv.1.
mgr. 41. gr. Skipulagslög   nr. 123/2010.
Markmið skipulagsins felst, í meginatriðum, í eftirfarandi:

•    Afmörkun bílastæða og bílaumferðar.
•    Afmörkun byggingarreita og skilgreining byggingarheimilda
fyrir þær þjónustubyggingar sem nauðsynlegt verður talið að byggja.
•    Helstu gönguleiðir og útsýnisstaðir þar sem æskilegt og / eða nauðsynlegt
má telja að gripið verði til markvissrar mannvirkjagerðar
og yfirborðsfrágangs til að forða sliti og skemmdum.
 
Deiliskipulag  ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu verður til sýnis á bæjar-
skrifstofu Hornafjarðar Hafnarbraut 27  á venjulegum  opnunartíma
frá og  með 8. apríl  til og með 21. maí 2013.
Breytingartillagan ásamt  greinargerð er einnig til sýnis
á heimasíðu  sveitarfélagsins. http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla undir nýtt skipulag í kynningu.
   
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur
á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn
athugasemdum er til 21. maí 2013. Athugasemdum skal skilað skriflega á
bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn
eða á netfangið. runars@hornafjordur.is
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan
tilskilins frests telst henni samþykkur.

F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar  7.apríl 2013 .
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirmaður umhverfis og skipulags runars@hornafjordur.is    
Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: