Fréttir

Auglýsing um nýtt deiliskipulag Stafafellsfjöllum

2.6.2014 Fréttir

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á 202. fundi sínum þann 15. maí 2014  tillögu að nýju deiliskipulagi Stafafellsfjöllum sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan var kynnt í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillagan var kynnt frá 30. janúar til og með 13. mars 2014. Athugasemdafrestur rann út 13. mars 2014.

Athugasemdir bárust, bréf hefur verið sent til þeirra sem gerðu athugasemdir og þeim kynnt ákvörðun bæjarstjórnar og svör við athugasemdum.

Deiliskipulagstillagan verður send ásamt fylgigögnum til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

Þeir sem óska upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

 

Ásgerður K. Gylfadóttir

Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar 

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: