Fréttir

Bæjarráð bókar um framkvæmdir Vegagerðarinnar í Hvalnesskriðum

15.7.2014 Fréttir

Á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar 7.júlí 2014 var fjallað um áætlun Vegagerðarinnar um framkvæmdir í Hvalnesskriðum. Áformað er að reisa 263 m. langt stálþil vegna mikils grjóthruns sem er búið að skemma mikið af þeim varnargörðum sem eru núþegar til staðar og voru settir upp fyrir nokkrum árum. Bæjarráð telur skynsamlegra að fara í framkvæmdir við göng undir Lónsheiði sem yrði mikil samgöngubót fyrir alla vegfarendur. Mikil hætta og eignatjón er af grjóthruni og foki á þessum vegakafla.

Bæjarráð bókaði eftirfarandi:

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að fara af fullum krafti í að undirbúa jarðgöng undir Lónsheiði, þau myndu leysa vegkaflann um Hvalnesskriður af hólmi.
Viðhaldskostnaður á núverandi vegi er mikill, grjóthrun og fok veldur eignatjóni og slysahættu vegfarenda.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: