Fréttir

Auglýsing - Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030

22.9.2015 Fréttir

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 3. September 2015 að gera breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Markmið með breytingum á aðalskipulagi Hornafjarðar er fyrst og fremst m.t.t. umhverfissjónarmiða.  Með framkvæmd breytts aðalskipulags er stuðlað að hreinsun fráveituvatns, tryggt að staða fráveitumála verði í samræmi við kröfur og dregið úr og komið í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif vegna fráveitumála.

Valkostir til skoðunar voru óbreytt ástand og tillaga að breyttu fyrirkomulagi fráveitu. Niðurstaða samanburðar er að breytingartillagan hafi í för með sér veruleg jákvæð áhrif umfram núverandi ástand. Umsagnir frá heilbrigðiseftirlitinu styðja þá niðurstöðu. Varðandi vöktun þarf að fylgjast með efnastyrk við útrásarop og á nokkrum mælistöðum.

 

Aðalskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 Höfn Hornafirði.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: