Starfsfólk

Starfsfólk í stjórnsýsluBæjarstjóri

Björn Ingi Jónsson

Er æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitarfélagsins og ber ábyrgð á stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Er starfsmaður bæjarstjórnar og bæjarráðs. Hefur jafnframt rétt til setu á fundum nefnda og ráða sem bæjarstjórn skipar.  Sér um að fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs séu vel undirbúnir.  Ber ábyrgð á að hrinda ákvörðunum bæjarstjórnar og bæjarráðs í framkvæmd.
Bæjarstjóri starfar með íbúum, stofnunum og fyrirtækjum að sameiginlegum hagsmunum samfélagsins með það að markmiði að styrkja það og efla.
Sinnir margvíslegu starfi er lýtur að hagsmunagæslu fyrir samfélagið gagnvart stofnunum, ráðuneytum og öðrum aðilum.
Sími. 4708016 netfang.
bjorningi@hornafjordur.is  

 

Fjármálastjóri

Ólöf Ingunn Björnsdóttir

Yfirumsjón með bókhaldi og fjármálum sveitarfélagsins.
Gerð tekjuáætlunar, lána- og lánsfjáráætlunar fyrir sveitarfélagið.
Mótun fjárhagsramma, greiðsluáætlana, samantekta um fjárhagsstöðu m.v. áætlun.
Sér um útgáfu og samræmingu fjárhagsáætlunar.
Starfsmannamál stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Umsjón með álagningu og innheimtu opinberra gjalda sveitarfélagsins. Gerð rekstraruppgjöra og umsjón með innra eftirliti. Samskipti við endurskoðanda, lánadrottna og birgja.


Sími 4708018 netfang. olof@hornafjordur.is

  

Atvinnu- og ferðamálafulltrúi

Árdís Erna Halldórsdóttir

Áætlana-og stefnumótunargerð í málaflokknum, framkvæmd þeirra úrvinnslu og eftirfylgni. Tengiliður við atvinnulífið og stofnanir þess og eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um atvinnu- og ferðamál.

Samskipti við félagasamtök, fyrirtæki og sjálfstæðar stofnanir á sviði atvinnu- og ferðamála.  Vinnur að sérstökum atvinnu- og ferðamálatengdum verkefnum t.d. opnunartíma  þjónustustofnana sveitarfélagsins gagnvart ferðaþjónustunni.

Sími 470 8009 netfang. ardis@hornafjordur.is


Þjónustufulltrúi

Linda Hermannsdóttir  

Afgreiðsla sveitarfélagsins. Tekur á móti gestum sem koma í Ráðhúsið.

Tekur á móti erindum sem berast til sveitarfélagsins og kemur þeim til viðkomandi starfsmanna og í skjalavörslu.

 

 

Sími í þjónustuveri 4708000.

Sími 4708008 netfang. lindah@hornafjordur.is

 
Gjaldkeri 

Hrafnhildur Magnúsdóttir

Gjaldkeri sveitarfélagsins

Umsjón með reikningagerð fyrir Sveitarfélagið og HSSA ásamt innheimtu reikninga og eftirfylgni innheimtu. Einnig umsjón með greiðslu  húsaleigubóta. 

Sinnir öðrum þeim verkefnum sem til falla.


Sími 4708011 netfang. hrafnhildur@hornafjordur.is

 
Launafulltrúi

Hafdís Hafsteinsdóttir

Umsjón með launakeyrslu fyrir sveitarfélagið og Heilbrigðisstofnun.
Heldur utan um alla ráðningasamninga og starfslýsingar.
Umsjón með skráningu og afstemmingum bókhalds fyrir Heilbrigðisstofnun.

Sími 4708010 netfang.
hafdish@hornafjordur.is
 

Upplýsinga-og umhverfisfulltrúi

Bryndís Bjarnarson 

Hefur yfirumsjón með kynningar-og upplýsingamálum fyrir sveitarfélagið á öllum sviðum þess. Hefur eftirfylgni við gerð samninga sveitarfélagsins við ríki, stofnanir, einstaklinga, fyrritæki og félagasamtök. Starfar í stjórnsýslu fyrir bæjarráð og bæjarstjórn hefur eftirfylgni með málum og erindum sem berast.  Hefur yfirumsjón með umhverfismálum sveitarfélagsins sem og að sinna tilfallandi verkefnum á sviði starfsmannamála og stjórnsýslu. Heldur utan um heimasíðu sveitarfélagsins og styður stofnanir við að koma upplýsingum varðandi daglegt starf til íbúa. Styður við stefnumótun fyrir sveitarfélagið. Heldur utan um skjalavinnslu sveitarfélagsins og tekur þátt í vinnuhópum sé þess óskað

Sími 4708024 og 8918206 netfang bryndis@hornafjordur.is 
 
Fræðslustjóri

Ragnhildur Jónsdóttir

Yfirumsjón með rekstri, stefnumótun, eftirliti og framkvæmd fræðslumála, umsjón með íþrótta- og tómstundamálum í  sveitarfélaginu.
Fræðslustjóri hefur yfirumsjón með fræðslumálum sveitarfélagsins í
grunn- og leikskólum og tónskóla í samráði við skólastjórnendur. Fræðslustjóri hefur einnig yfirumsjón með íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja og tómstundafulltrúa. Undirbýr og situr fundi í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd og vinnur að stefnumótun í málaflokkum sem falla undir nefndina. Fræðslustjóri er í forsvari fyrir lærdómssamfélagið Hornafjörð og sinnir stuðningi við skólastjórnendur í ýmsum málum sem snúa að starfi skólanna.
Sími 4708002 og 8916732 netfang.
ragnhildurj@hornafjordur.is 
 
Félagsmálastjóri

Jón Kristján Rögnvaldsson.

Hlutverk félagsmálastjóra Hornafjarðar er að hafa yfirumsjón með félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefnum dagforeldra, málefnum barna og ungmenna. Yfirumsjón með áætlanagerð og vinnslu einstaklingsmála. Sinnir húsnæðismálum og aðstoð vegna áfengis- og fíkniefnavanda. Annast vistunarmat fyrir aldraða í samráði við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. Hefur umsjón með framkvæmd fjárhagsaðstoðar og félagslegrar ráðgjafar til lengri og skemmri tíma og afgreiðir einstaklingsumsóknir. Er umsjónaraðili við gerð vinnusamninga við Tryggingastofnun ríkisins vegna málefna fatlaðra. Veitir umsagnir í forsjár-og umgengnismálum að ósk innanríkisráðuneytisins og sýslumanns. Annast könnun máls og umsagnir vegna ættleiðinga og eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um félagsþjónustu. Er jafnréttisfulltrúi sveitarfélagsins. Er meðlimur í áfallateymi Almannavarna á Hornafirði.                                                                                                  Sími 4708004 og 8430699  netfang. jonkr@hornafjordur.is

Sérfræðingur í málefnum barna   

 

Þórhildur G. Kristjánsdóttir  

Hlutverk sérfræðings í málenfum barna er að sinna bæði almennri og sérhæfðri uppeldisráðgjöf til foreldra í sveitarfélaginu. Ávallt er stefnt að því að vinna í samstarfi við leik-, grunn- og framhaldsskóla sem og öðrum stofnunum eftir föngum.

Þá veitir Þórhildur fjölskyldum ráðgjöf vegna  barna og ungmenna með fötlun auk þess að vinna að barnaverndarmálum með félagsmálastjóra.

 

Sími: 4708005 og 8642746 netfang.thorhildur@hornafjordur.is

 

Forstöðumaður heimaþjónustudeildar

Maren Ósk Sveinbjörnsdóttir

Stýrir Heimaþjónustudeild og ber ábyrgð á daglegum rekstri hennar. Heimaþjónustudeild hýsir málefni fatlaðra og félagslega heimaþjónustu. Tekur á móti umsóknum til heimaþjónustudeildar og vinnur úr þeim.
Veitir málefnum fatlaðs fólks forstöðu samkvæmt lögum um málefni fatlaðra.Skipuleggur þjónustu til notenda og samræmir hana við önnur kerfi, veitir ráðgjöf,viðtöl og  stuðning til notenda og aðstandenda. Sinnir atvinnuráðgjöf til fólks með fötlun, skipuleggur atvinnu á almennum vinnumarkaði, eftirfylgd og og gerð vinnusamninga. Ber ábyrgð á starfsmannamálum heimaþjónustudeildar. Hefur yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd dagvistar fatlaðs fólks. Er staðgengill félagsmálastjóra.

Sími. 4708019 og 8644918 netfang. maren@hornafjordur.is

 

Skipulagstjóri

Gunnlaugur Róbertsson

Skipulagsstjóri hefur yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi skipulags- og skipulagssviðs. Hann er ábyrgur fyrir daglegum rekstri sviðsins þ.m.t. starfsmannamálum og fjármálum. Áætlunargerð og stefnumótun í samstarfi við skipulagsnefnd. Undirbúning og eftirfylgni mála sem varða skipulagsnefnd og situr fundi skipulagsnefndar með málfrelsi og tillögurétt. Samskipti við innri og ytri stofnanir. Hlutverk skipulagsfulltrúa er að hafa umsjón með skipulagsgerð, hafa eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við útgefin leyfi og annast að öðru leyti þau verkefni sem honum eru falin af sveitarstjórn. Það er í höndum skipulagsfulltrúa í umboði sveitarstjórnar að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar við gerð skipulagsáætlana varðandi útlit bygginga og form og aðgengi fyrir alla. Ber ábyrgð á skipulags- og tæknimálum ásamt framkvæmdum í sveitarfélaginu. 

Sími 4708003 gunnlaugur@hornafjordur.is

 

Byggingafulltrúi

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson

Er byggingafulltrúi og veitir byggingaleyfi innan sveitarfélagsins. Eftirlit með hönnun mannvirkja og uppfyllir ákvæði laga og reglugerða.
Annast úttektir í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka t.d. allar hefðbundnar áfangaúttektir. Gefur út vottorð um eftirfarandi úttekti: .öryggisúttekt, lokaúttekt, úttekt við lok niðurrifs mannvirkis.
Beitir þvingunarúrræðum ef fyrirmælum um úrbætur er ekki sinnt eða vanrækt er að láta lögbundna úttekt fara fram. Hefur eftirlit með byggðu umhverfi.
Skráning fasteigna og breytinga á skráningu fasteigna.
Sími 4708007 og 8683723 netfang.
runars@hornafjordur.is

 

Eldvarnarfulltrúi Tækni-og umhverfisteymi

Borgþór Freysteinsson

Starfsmaður eldvarnareftirlits á starfsvæði sveitarfélagsins sem skiptist í tvo megin þætti, forvarnarfræðslu og hefðbundið eldvarnareftirlit.

Eldvarnareftirlit sveitarfélagsins vinnur í samstarfi við  byggingafulltrúa, lögreglu, vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit, menntastofnanir fleiri aðila. Sér um almenningsfræðslu og í því skyni að efla brunavarnir og öryggismál almennt á starfssvæði Slökkvilið Hornafjarðar

Sími 4708015 og 8975628 netfang. borgthor@hornafjordur.is

 

 
 

Umsjónar,-eftirlits-og ábyrgðamaður fasteigna

Björn Þór Imsland

 

Hefur umsjón og eftirlit með fasteignum sveitarfélagsins.
Sér um undirbúning viðhaldsframkvæmda og endurbóta, gerð útboðsgagna, auglýsingu og samningagerð við verktaka
Sér um samskipti við hönnuði í undirbúningi framkvæmda og á verktíma. Hefur umsjón og eftirlit með verktökum á verktíma  ,heldur utan um reikninga frá verkefnum, stemmir af við framvindu verkefna og tekur saman yfirlit um hverja framkvæmd í lokin. Sinnir tilfallandi verkefnum á húsnæði í eigu sveitarfélagsins eftir samkomulagi við forstöðumenn og getu hverju sinni.

Sími 4708014 og 8948413 netfang. bjorni@hornafjordur.is

 

Byggingatæknifræðingur 

Björgvin Óskar Sigurjónsson starfsmaður Verkfræðiskrifstofunnar ehf..

 

 

Tæknifræðingur sér um tæknimál, hönnun, mælingar, ýmsa gatnagerð og eftirlit með framkvæmdum.

 

 Sími 4708006netfang. teknik@hornafjordur.is  

 

Framkvæmdastjóri Heilbrigðistofnunar á Höfn

Hefur yfirumsjón með daglegum rekstri Heilbrigðisstofnun á Höfn. Hefur yfirumsjón með starfsmannamálum og yfirumsjón með eftirfylgd við gerð samninga Sveitarfélagsins Hornafjarðar við ríkið um rekstur heilbrigðis- og öldrunarmála. Hefur umsjón með stefnumótun fyrir stofnunina í samvinnu við stjórn HSSA

Tengiliður stofnunarinnar við Félag eldri borgara og við annan félagsskap sem tengist starfssviði stofnunarinnar.

 

Sími 470 8616

Netfang: matthildur@hssa.is

 

Sérfræðingur á skipulags- og tæknisviði

Bartosz Skrzypkowski

Sér um að koma gögnum framkvæmdasviðs á rafrænt form þ.m.t. skönnun og skráning teikninga í gagnagrunn. Sinnir ýmsum tilfallandi verkefnum í tengslum við lóða og fasteignamál. Vinnur að uppmælingum lóða og gerð lóðaleigusamninga. Mynda og skrá niður lagna- og veitukerfa sveitarfélagsins sér um uppmælingar lagna- og veitukerfa sveitarfélagsins. Hefur umsjón með að færa inn hnit og teikningar í landupplýsingakerfi. Teiknar upp opin svæði og lóðir stofnanna sveitarfélagsins og kemur að framsetningu gagna vegna framkvæmda.

Sími 470 8023  netfang; bartek@hornafjordur.is


 

 

 

 

 Bartosz-Skrzypkowski
   
   
   
   
   
   
   
   
   


 

TungumálÚtlit síðu: