Bæjarstjóri

Bæjarstjóri

BBjörn Ingi Jónssonæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar er Björn Ingi Jónsson hann er fæddur á Húsavík 26. apríl 1968 og bjó með foreldrum sínum í Hafrafellstungu í Öxarfirði fyrstu 4 ár ævinnar. Árið 1972 flutti fjölskyldan til Hornafjarðar.

Björn Ingi útskrifaðist sem rafeindarvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík 1990 og fékk meistararéttindi í sömu grein1995 þá lauk hann með diplóma námi í rafmagnsiðnfræði og rekstrariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008.

Björn Ingi hefur starfað innan björgunarsveitanna nánast alla tíð og sat í stjórn Björgunarfélags Hornafjarðar í yfir tíu ár og starfaði sem formaður mikinn hluta þess tíma. 

Síðan Björn Ingi  lauk námi hefur hann starfað við rafmagns-og rekstrarfræði fyrst hjá Póst og Síma síðan við tölvuþjónustu og núna síðustu 6 árin hefur hann rekið sitt eigið fyrirtæki. Hann hóf þátttöku í sveitarstjórnarmálum árið 2006 og hefur setið í bæjarstjórn og bæjarráði síðan þá. Björn Ingi hefur setið í umhverfis,-og skipulagsnefnd, formaður almannavarna í Austur- Skaftafellssýslu og varaformaður svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs frá stofnun hans.

Björn Ingi er giftur Hrafnhildi Magnúsdóttir og saman eiga þau eina dóttir , Írisi Mist síðan eiga þau þrjá uppkomna drengi.

Bæjarstjórn ræður framkvæmdarstjóra sveitarfélagsins, bæjarstjóra til að annast framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og annast önnur verkefni sveitarfélagsins.

Bæjarstjóri skal sitja fundi bæjarstjórnar og hefur hann þar málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt nema hann sé kjörinn fulltrúi í bæjarstjórninni. Hann hefur og rétt til setu á fundum nefnda sveitarfélags með sömu réttindum.

Bæjarstjóri undirbýr fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn tekur.

Bæjarstjóri er prókúruhafi sveitarsjóðs, en er heimilt að veita öðrum starfsmanni sveitarfélagsins prókúru að fengnu samþykki sveitarstjórnar. Prókúruhafar sveitarsjóðs skulu vera fjár síns ráðandi.

Bæjarstjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til.

Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitarfélagsins.

Senda bæjarstjóra tölvupóst.

 

 


 

TungumálÚtlit síðu: