Forvarnir

Forvarnir

Handslökkvitæki >> reykskynjarar >> eldvarnateppi >> flóttaáætlun

Krakkar frá Lönguhólum Slökkvilið Hornafjarðar Slökkvilið Hornafjarðar

Handslökkvitæki.

DuftslökkvitækiHandslökkvitækjum er ætlað að slökkva eld á byrjunarstigi áður en hann vex og verður óviðráðanlegur. Til þess að slökkvitækið komi að gagni, þurfa þau að vera ætluð til þess að slökkva eld af þeirri gerð sem búast má við að komi upp. Velja þarf tæki af réttri stærð, nægilega mörg til að ráða við eldinn og setja þau á rétta staði. Tækin þurfa reglulegt viðhald og eftirlit og þurfa að vera aðgengileg og rækilega merkt.

 

Handslökkvitæki

Handslökkvitæki eru af ýmsum gerðum og stærðum. Til upplýsinga má nefna að algeng handslökkvitæki í atvinnuhúsnæði eru:

Gerð. Slökkviefni Stærð.
Dufttæki. ABCE-duft 6 og 12 kg.
Vatnstæki. Vatn 9-10 ltr.
Kolsýrutæki CO2 2 og 6 kg.
Froðutæki. Vatn og froða 9 og 10 ltr.
Léttvatnstæki Vatn og AFFF-íblanda 9 og 10 ltr.

 

Í hverri íbúð skal vera reykskynjari handslökkvitæki og eldvarnateppi af viðurkenndri gerð.

Við val á handslökkvitækjum ber að leita réttrar ráðgjafar, t.d. hjá Eldvarnaeftirliti, og hafa jafnframt hliðsjón af leiðbeiningum, reglum og reglugerðum Brunamálastofnunar ríkisins og Vinnueftirlits ríkisins.  Söluaðila tækjanna ber einnig að veita fullnægjandi upplýsingar um notkun þeirra og virkni.

Gerð tækis Verkun Brunaflokkur sem tækið er ætlað fyrir Athugasemdir og ábendingar varðandi notkun
Vatnstæki ( H2O ) Kæling A Vatn hentar vel til að slökkva eld í föstum lífrænu efni en hentar ekki á brennandi vökva.  Tækið má ekki nota þar sem hætta er á frosti nema frostlegi sé blandað í vatnið.  Það er hættulegt að nota vatnstæki til að slökkva eld í raftækjum vegna rafleiðni vatns.
Kolsýrutæki  (CO2) Kæling B,C Kolsýrusnórinn úr tækinu er afar kaldur ( - 78 ) og því er nokkur hætta á sprungumyndun, td.  Í heitum málmi og einnig er fólki nokkur hætta búin við ranga meðhöndlun tækisins.  Kolsýra ryður frá sér súrefni og getur þannig valdið hættu á köfnun í lokuðu rými.
BC- dufttæki ( natríum – eða kalíum- bíkarbónat ) Efnaverkun B,C Duftið úr tækinu skilur eftir sig ryk sem erfitt er að þrífa og veldur tæringu á málmum.  Best er að reyna að ryksuga efnið upp en varast ber að reyna að þvo það í burtu með vatni.
ABC- dufttæki (ammóníumfosfat ) Einangrun, efnaverkun A,B,C. Duftið úr tækinu skilur eftir sig ryk sem erfitt er að þrýfa og veldur tæringu á málmum.
D – duftæki Einangrun D Duftið úr tækinu inniheldur sérhæfð efnasambönd fyrir mismunandi málma.
Froðu- og léttvatntæki Kæling, kæfing B,A

Tækið skal ekki nota á bruna í vatns leysanlegumvökvum, td. alkóhóli, nema um þar til gerða froð sé að ræða ( AFFF).

 

Það er varasamt að nota slökkvitækið á raftæki vegna rafleiðni vatns.

Reykskynjarar

Viðhald og endurnýjun

Slökkvilið HornafjarðarReyksskynjari virkar með rafhlöðum en hann þarf að prófa reglulega, alls ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði. Það er gert með því að styðja fingri á prófunarhnappinn þar til viðvörunarmerki heyrist. Ef stutt hljóðmerki heyrast frá reykskynjaranum á um það bil mínútu fresti þarf að endurnýja rafhlöðuna. Endurnýja þarf rafhlöðuna að minnsta kosti árlega og er gott að gera það alltaf á sama tíma, t.d. í byrjun aðventu. Nauðsynlegt er að prófa skynjarann þegar skipt hefur verið um rafhlöðu. Líftími reyksynjara er áætlaður u.þ.b. 10 ár.

Optískir

Skynjarar nema betur reyk sem myndast til dæmis við upphaf glóðarbruna.  Í alrými er  

gott að hafa bæði jónískan og optískan skynjara.

Jónískir

Skynjarar nema vel reyk með stórum ögnum, til dæmis frá opnum eldi.  

Flestir reykskynjarar á heimilum eru jónískir.

Hitakynjarar

Nema hita en ekki reyk.  Þeir þykja heppilegir til dæmis í bílskúra og eldhús.

Gasskynjarar

Skynja gas og eru nauðsynlegir þar sem hætta er á gasleka. Þeir sem nota gas til eldunar ættu að setja gasskynjara á sökkul innréttingarinnar. Gasskynjara þarf að endurnýja á fimm ára fresti og þeir koma ekki í stað reyksskynjara.

Kolsýringsskynjarar

Greina þegar óvenjulega mikill kolsýringur myndast. Þeir gefa frá sér hlóð og rautt ljós blikkar. Ef gas brennur þar sem engin loftræsting er brennir það smá saman upp súrefni og um leið eykst kolsýringur í andrúmsloftinu. Hann er ósýnilegur, lyktarlaus og bragðlaus,  hefur sljóvgandi áhrif og leiðir til dauða ef ekki er brugðist við í tæka tíð.  Mælt er með því að skynjarinn sé settur í herbergi eða nálægt herbergjum sem í eru tæki sem brenna gasi til eldunar eða upphitunar. Best er að setja skynjarann í loft, tvo til þrjá metra lárétt frá gastækinu og 30 cm frá vegg.

 

Eldvarnateppi

eldvarnateppiEldvarnateppi eru til í mörgum stærðum og þau má nota aftur og aftur. Teppið er lagt yfir hinn brennandi hlut og þétt að. Ef teppið fer ofan í feiti í potti getur logað í gegnum það. Þá er teppið tekið af og byrjað upp á nýtt.

 

 

Fyrstu viðbrögð

Fyrstu viðbrögð við eldsvoða skipta sköpum.

1.     Tilkynna slökkviliði um eldinn - 112.

2.     Tilkynna öllum í húsinu um hættuna.

3.     Aðstoða þá sem ekki geta bjargað sér sjálfir út úr húsinu.

4.     Reyna að bjarga því sem mögulegt er eða slökkva eldinn ef áhætta er lítil, en fara út ella.

 

Flóttaáætlun

Slökkvilið HornafjarðarÞegar eldur kemur upp í svefnrými getur hiti og reykur valdið dauða nema til sé áætlun um hvernig bregðast á við. Þar er til dæmis átt við um flóttaáætlun úr svefnherbergi. 

 

 

Áætlunin krefst:

  1. Reykskynjara
  2. Flóttaáætlunar sem teiknuð er á blað
  3. Fjölskylduumræðu
  4. Æfinga

 

Tryggðu að flóttaleiðir séu ávallt greiðfærar

 Brunaæfing á heimilinu

           Slökkvilið Hornafjarðar                            Allir eiga að vera í sínu herbergi með hurðir lokaðar.

          Einn á heimilinu gefur brunamerki með því að kalla ELDUR! ELDUR!

          Hver og einn athugi herbergisdyr sínar.

           Látið sem dyrnar séu heitar. Notið þá hina flóttaleiðina.

           Allir mæti á fyrirfram ákveðinn stað utandyra, einn aðili sér um að "kalla til slökkviliðið". 

Ræðið eftirfarandi við fjölskylduna:

Slökkvilið Hornafjarðar          Sofið með svefnherbergisdyrnar lokaðar. Það heldur aftur af hinum 

           eitraða reyk.

           Reykskynjarinn mun væla og vekja fjölskylduna.

           Athugið dyrnar. Ef þær eru heitar notið þá hina flóttaleiðina. Séu

                                        þær kaldar, verið viðbúin að loka aftur ef reykur eða hiti sækir inn.  

           Skríðið í reykfylltu herbergi, verið fljót út.

           Farið á fyrirfram valinn mótsstað svo þið getið athugað hvort öll fjölskyldan sé óhult.

           Farið ekki aftur inn í eld eða reyk. Verið viss um að aðrir fari heldur ekki inn. Fjöldi fólks 

           hefur látist við að reyna slíkt.

           Kallið á slökkviliðið úr næsta síma.

           Tilkynna öllum í húsinu um hættuna.

           Aðstoða þá sem ekki geta bjargað sér sjálfir út úr húsinu.

           Tilkynna slökkviliði um eldinn - 112 (EINN EINN TVEIR)

           Reyna að bjarga því sem mögulegt er eða slökkva eldinn ef áhætta er lítil, en fara út ella.

 

Rafmagn

RafmagnGætið þess að ekki stafi hætta af rafbúnaði, raflögnum og raftækjum. Reglulega þarf að fá kunnáttumann til þess að hreinsa ló og ryk úr tækjum, til dæmis sjónvarpstækjum og tauþurrkurum. Skipta þarf um síur í eldhúsviftum áður en of mikil fita safnast fyrir í þeim. Einnig þarf að hreinsa fitu úr lögn ef loftun er frá viftu út úr húsi.

Lekastraumsliði ætti að vera í öllum húsum en skylt er að hafa hann í timburhúsum.

 

Eldfim efni

Eldfima vökva á ekki að geyma í íbúðum eða geymslum nema í litlu magni. Til dæmis á að tæma tanka bifhjóla áður en þeim er komið fyrir í geymslu. Eldur í dekkjum og sambærilegum efnum getur valdið miklum reykskemmdum, auk þess sem eitraðar gastegundir myndast við bruna á slíkum efnum. Þetta á einnig við um ýmis önnur efni sem notuð eru við framleiðslu hluta í dag.

Ekki má geyma suðugas inni í íbúðarhúsum. Varðandi eldunargas er fólk hvatt til þess að kynna sér öryggisatriði er varða meðhöndlun og geymslu á slíkum búnaði. Fáið fagmann til að sjá um uppsetningu á gastækjum. Þegar um slíkan búnað er að ræða þyrfti gasflaskan að vera staðsett í loftræstum skáp utandyra. Ef gasflaskan er höfð í innréttingunni þarf að koma gasskynjara fyrir á sökkli hennar.

 

Farið varlega

Farið gætilega með opinn eld og hafið ávallt aðgang að slökkvibúnaði þegar um slíkt er að ræða (kertaskreytingar o.fl.).  Á hverju heimili þarf að útbúa rýmingaráætlun og æfa hana. Áætlunin getur komið sér vel ef eldsvoða eða aðra vá ber að höndum.

Hafðu samband við okkur

Upplýsingarnar hér á síðunni eru alls ekki tæmandi. Eldvarnaeftirlitið eru tilbúið að leiðbeina enn frekar ef þörf krefur. Unnt er að hafa samband við eldvarnaeftirlit í síma 470 8000 frá kl 8.00-17.00 alla virka daga.  

TungumálÚtlit síðu: