Lög og reglugerðir

Lög og reglugerðir

Byggingarreglugerð

112 dagurinn 112 dagurinn 2007 Slökkvilið Hornafjarðar

Bil milli húsa.

Bil milli húsa ska vera nægjanlegt mikil til að ekki sé hætta á að eldur ná að breiðast út á milli þeirra.

Sé ekki sýnt fram á að annað  sé nægjanlega mikið til að ekki sé hætt á að eldur nái að breiðast út, en eftirfarandi töflur notaðar fyrir hús með brunaálag undir 500 MJ/m2 gólfs og með utanhúss klæðningu í flokki 1.  Séu klæðningar í flokki 2 og enginn eldvarnaveggur á milli húsa skulu fjalægðir auknar um 1 m, fyrir hvort hús með klæðningu í flokki 2, og enginn eldvarnaveggur á milli húsa skulu fjarlægðir auknar um 1 m, fyrir hvort hús með klæðningu í flokki 2.

Lágmarksfjarlægðir á milli húsa.

Brunamótstaða. REI 30 REI60 REI 120-m
REI 30   8m   7m    0
REI 60   7m   6m    0
REI 12-M   0m   0m    0

Minnka má lágmarksfjarlægð milli húsa skv. Gr. 75.2 vegna þakskeggs eða annarra útskagandi byggingarhluta, þó aldrei meira en 0,5 fyrir hvort hús.

75.4.  Bramálastofnun skal gefa út leiðbeiningar um á útreikning á bili milli húsa.

Bílgeymsla.

Bílageymslur minni en 100 m2.

113.1   Bílageymsla fyrir einn bíl skal að jafnaði ekki vera stærri en 36 m2 brúttó og vegghæð fyrir miðjum aðaldyrum upp á efri brún plötu, eða efstu brún veggjar, ekki meiri en 2,70 m ef bílageymslan er með flötu þaki.  Sé bílageymsluþakið með risi, eða halli meiri en 1:15, skal mesta hæð þaks ekki vera meiri en þarf til að ná múropi í dyrum 2,40 m að hæð, ásamt beranlegum veggfleti ofan dyra. Byggingarnefnd getur þó leyft stærri bílageymslur og hærri þar sem slíkt veldur ekki verulegri röskun á umhverfi og aðstæður að öðru leyti leyfa.

113.2   Um fjarlægð bílageymsla frá lóðarmörkum gilda sömu reglur og fyrir íbúðarhús.

113.3   Ef bílageymsla er nær lóðarmörkum en 3 m skal veggur sá er snýr að lóðarmörkum vera 

           REI-90. Veggurinn skal vera án opa og ná upp að ystu þakklæðningu.

113.4   Ef bílageymsla er nær lóðarmörkum en 1 m skal veggurinn sem snýr að lóðarmörkum vera

           eldvarnarveggur REIM-120

113.5  Varðandi brunatákn og aðrar brunatæknilegar skilgreiningar vísast í 7. kafla.

113.6   Aðskilnaður á milli húss og bílageymslu skal vera EI-60, hvort sem um er að ræða

          sérstæða bílageymslu eða bílageymslu sambyggða húsi. Hurð á milli húss og bílageymslu

          sem er sambyggð húsi skal vera EI-CS-30 og skal hurðin ekki opnast beint inn ííbúðarrými,

          heldur anddyri eða annað sambærilegt rými.

113.7   Loft- og veggklæðningar bílageymsla skulu vera í flokki 1.

113.8   Í hverri bílageymslu skal vera handslökkvitæki af viðurkenndri gerð.

113.9   Opin bílskýli, allt að 50 m2, sem samanstanda af þaki bornu af stoðum án útveggja má

           byggja á lóðarmörkum. Þakefni skal vera í flokki T.

 


 

TungumálÚtlit síðu: