Gjaldskrár

Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Samkvæmt heimild í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Notendur greiða fyrir aðstoð við almenn heimilisstörf, heimsendingu matar og akstur. Önnur þjónusta er gjaldfrí.

 

Aðstoð við almenn heimilisstörf

Gjald fyrir heimaþjónustu er 2100 krónur fyrir hvern unninn tíma. Aldrei er þó innheimt fyrir meira en tveggja tíma aðstoð við heimilisstörf vikulega. Þjónusta umfram það er gjaldfrí.

Heimsendur matur

Hver skammtur kostar 800 krónur og tekur mið af gjaldskrá HSSA hverju sinni.

Innheimta

Reikningar fyrir ofangreinda þjónustu eru sendir notendum mánaðarlega, í upphafi næsta mánaðar eftir að þjónustan er innt af hendi.

Fylgigögn með umsókn

Til að hægt sé að sækja um afslátt af gjaldi fyrir heimaþjónustu þurfa eftirtalin gögn að fylgja með umsókn um heimaþjónustu, launa- eða bótaseðlar þriggja undangenginna mánaða og afrit af nýjasta skattframtali hverju sinni.

Árlega er kallað eftir endurnýjun umsókna um niðurfellingu gjalds og tekjuupplýsingum. Kjósi notendur af einhverjum ástæðum að skila ekki inn umsókn og tekjuupplýsingum fyrir tilskilinn tíma greiða þeir fullt gjald.

Tekjumörk árið 2015

Við ákvörðun tekjumarka fyrir árið 2015, er miðað við framfærsluviðmið TR í janúar 2015. Einstaklingar með tekjur undir 252.070,- krónum á mánuði og fólk sem heldur heimili saman, hvort með tekjur undir 193.962,- krónur á mánuði, eiga rétt á niðurfellingu vegna gjalds.

Þeir sem eingöngu hafa tekjur frá TR eiga rétt á niðurfellingu gjalds fyrir ofangreinda þætti félagslegrar heimaþjónustu jafnvel þótt tekjur þeirra frá TR séu hærri en ofangreind viðmið um tekjumörk. Notendur sem hafa tekjur allt að 33% umfram framfærsluviðmið TR, greiða þriðjung af fullu gjaldi. Notendur, hverra tekjur eru á bilinu 33% til 66% umfram framfærsluviðmið TR greiða tvo þriðjunga fulls gjalds. Loks greiða þeir sem hafa tekjur sem nema 66% umfram framfærsluviðmið TR fullt gjald skv. gjaldskrá.

Tekjumörk þeirra sem búa einir                                  Gjaldflokkar

Undir                                 225.070                                         0

Á bilinu                             225.070 – 326.343                      700

Á bilinu                             326.343 – 373.616                      1400

Yfir                                    373.616                                       2100

Tekjumörk hjóna/sambýlisfólks

Undir                                 387.924                                       0

Á bilinu                             387.924 – 515.938                      700

Á bilinu                             515.938 – 643.953                      1400

Yfir                                    643.953                                       2100

Málskot

Heimilt er að skjóta ákvörðunum starfsmanna um þjónustuna og gjaldtöku til FélagsmálaráðsHornafjarðar. Skal það gert skriflega og innan fjögurra vikna frá því notanda var kunnugt um ákvörðun starfsmanna.

Ákvörðun félagsmálaráðs má skjóta til úrskurðarnefndar félagsþjónustu. Skal það gert skriflega og innan þriggja mánaða frá því notanda var kunnugt um ákvörðun ráðsins.

Starfsmaður félagsmálaráðs skal leiðbeina umsækjendum um hvernig skuli skjóta ákvörðunum til úrskurðarnefndar félagsþjónustu.

Samþykkt í bæjarráði Hornafjarðar 29. október 2012. 

TungumálÚtlit síðu: