Gjaldskrár

Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Sveitarfélaginu Hornafirði

Reglur

um afslátt af fasteignaskatti  hjá Sveitarfélaginu Hornafirði

1. gr.

Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Hornafirði fá afslátt af fasteignaskatti af samþykktu íbúðarhúsnæði, samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Hornafjarðar ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

2. gr.

Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í sveitarfélaginu sem búa í eigin íbúð og:

a. eru 67 ára við upphaf álagningarárs, eða eldri

b. hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir upphaf álagningarárs.

c. hafa ekki leigutekjur af viðkomandi húsnæði.

d. hafa ekki fullvinnandi einstakling / einstaklinga, aðra en maka búsetta á heimilinu.

3. gr.

Hjón og samskattað sambýlisfólk fær fullan afslátt þó einungis annar aðilinn uppfylli skilyrði 2. gr. Ef um fleiri en einn íbúðareiganda er að ræða að eign, sem ekki uppfylla skilyrði 1. mgr., er veittur afsláttur til þeirra sem uppfylla skilyrði 2. gr., í samræmi við eignarhluta þeirra.

4. gr.

Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur. Afsláttur er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna síðastliðins árs, samkvæmt skattframtali. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5. gr.

Tekjumörk eru sem hér segir:

Einstaklingar,  

Fullur afsláttur skv. 4. gr. með tekjur allt að kr. 2.782.000

Engan afslátt með tekjur yfir kr. 3.410.000

Hjón og samskattað sambýlisfólk.

Fullur afsláttur skv. 4. gr. með tekjur allt að kr. 3.869.000

Engan afslátt með tekjur yfir kr. 4.510.000

Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur

Einstaklingar :

Tekjur allt að: Afsláttur af fasteignaskatti:

2.782.000 100%

2.966.000 75%

3.200.000 50%

3.410.000 25%

Hjón/sambýlisfólk :

Tekjur allt að: Afsláttur af fasteignaskatti:

3.869.000 100%

4.084.000 75%

4.297.000 50%

4.510.000 25%

6. gr.

Afsláttur skv. þeim reglum sem ofan greinir er reiknaður við álagningu fasteignaskatts og

er byggður á upplýsingum frá ríkisskattstjóra um tekjur.

7. gr.

Tekjumörk og hámark afsláttar hækkar skv. launavísitölu í nóvember ár hvert,

fyrir næsta ár.

Reglurnar lagðar fyrir Bæjarráð Hornafjarðar 18. janúar 2016 til samþykktar

Samþykkt í bæjarráði 18. janúar 2016

 


 

TungumálÚtlit síðu: