Gjaldskrár

Gjaldskrá fyrir sorphirðu/sorpeyðingu

Gjaldskráin var birt í stjórnartíðindum og má nálgast hanahér

Gjaldskrá fyrir sorphirðu/sorpeyðingu

í Sveitarfélaginu Hornafirði  

1. gr.


Bæjarstjórn Hornafjarðar er heimilt að leggja á sérstakt gjald vegna meðferðar úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði.  Árlegt grunngjald vegna sorphirðu, sorpeyðingar og endurvinnslu í Sveitarfélaginu Hornafirði er sem hér segir:         

Íbúðir:

Einingargjald sorphirðu er                                        18.375 kr.

Einingargjald sorpeyðingar er                                  11.550 kr.

 

Óski greiðendur eftir stærri/fleiri sorpílátum greiðist viðbótar sorpeyðingargjald í samræmi við ofangreint gjald.

 

Sækja þarf um mismunandi stærð á tunnum fyrir 1. desember ár hvert.  Eingöngu er tekið það sorp sem er í sorptunnum.


Á hvert frístundarhús ( sumarbústaðir o.þ.h ) er heimilt að leggja á sérstakt gjald vegna sorphirðu og/eða sorpeyðingar.  Þar sem sumarbústaðir eru 20 eða fleiri skal leggja á sérstakt gjald fyrir sorphirðu að viðbættu sorpeyðingargjaldi enda verður komið upp gámasvæði við sumarbústaðahverfi með yfir 20 bústöðum eða fleiri yfir mesta ferðamannatímann frá 1. júní – 1. september.  Í sumarhúsahverfum þar sem færri en 20 bústaðir eru eingöngu lögð á gjöld vegna sorpeyðingar.

Sorphirðugjald þar sem eru fleiri en 20 bústaðir     2.500 kr. fyrri bústað

Sorpeyðingargjald                                                    3.700 kr.

2. gr.

Gjald fyrir sorphirðu og eyðingu samkvæmt 1. grein hér að ofan skal innheimt með fasteignagjöldum.

3. gr.

Gjaldtaka fyrir úrgang fyrirtækja og rekstur á lögbýlum svo sem búrekstur og önnur matvælaframleiðsla fer fram með eftirtöldum hætti í samræmi við 2. gr. samþykktar um sorphirðu í Sveitarfélaginu Hornafirði og tekur breytingum í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar ár hvert. 


Umsýslu og rekstrargjald óháð stærð                                              20.000 kr.

Sorpeyðingargjald fyrirtækja með gám                                     9,5 kr./kg.

Sorpeyðingargjald fyrirtækja með ílát                                  1.155 kr./m³.


Fastagjald fyrir sorphirðu fyrirtækja skal innheimta með fasteignagjöldum.  Sorphirðuaðili sér um að skrásetja og vigta úrgang frá fyrirtækjum.  Sveitarfélagið tekur saman skráð gögn ársfjórðungslega og innheimtir í samræmi við ofangreinda gjaldskrá.  Innheimta fer fram með innheimtuseðli og skal fylgja sundurliðun kostnaðar með hverjum innheimtuseðli þar sem fram kemur hvenær ílát/gámar voru tæmdir og hvað þeir vógu mikið í þeim tilfellum sem viktað er.

 

 

4. gr.

Fyrirtæki greiða fyrir úrgang sem komið er með til gámaports við Áhaldahús eða starfsmenn Áhaldahús ná í heim á bæi.  Fyrirtæki greiða fyrir óflokkanlegan úrgang og þann úrgang sem ekki ber úrvinnslugjald.  Starfsmaður gámaports ákveður, að fenginni lýsingu úrgangshafa á úrgangi, í hvaða flokk úrgangur fellur skv. neðangreindri gjaldskrá.

 

  Án endurgjalds

 

Dekk

Bylgjupappír

Sléttur pappír

Mjúkt plast

Dagblöð

Tímarit

Baggaplast

Endurnýtanlegur húsbúnaður

Endurnýtanlegur fatnaður

Annar úrgangur til endurnotkunar


 Óflokkaður úrgangur

 

Járn                                                                                                          1. kr. kg.

Grófur óflokkaður úrgangur [1]                                                             1.845 kr./m³.

Blandaður úrgangur[2]                                                                           1.740 kr./m³.

Timbur (málað, plasthúðað og blandað)                                             2.460 kr./m³.

Timbur (hreint, ekki litað eða fúavarið)                                             1.230 kr./m³.

Lífrænn úrgangur                                                                                     13  kr./kg.

Heimilistæki og önnur raftæki                                                                 13  kr./kg.

 

Spilliefni og mengaðs úrgangs o.þ.h sem úrvinnslugjald er ekki lagt á:

Olíusíur                                                                                                           100 kr./kg.
Olíuúrgangur s.s ódælalegur úrg. og olíumengaður jarðvegur, tvistur ofl.      155  kr./kg.
Lífræn spilliefni með halógenum og/eða brennisteini[3]                                  815 kr./kg.
Lífræn spilliefni án halógens og brennisteins.[4]                                              210.kr./kg.

Málning vatnsblönduð og önnur ótalin eftirlitsskyld spilliefni                              50 kr./kg.
Kvikasilfursmengaður úrgangur                                                                        540 kr./kg.

Oxandi- og gasmyndandi efni                                                                           875 kr./kg.

Ólífræn spilliefni,[5].                                                                                          310 kr./kg.

Ýmis spilliefni sem þarfnast efnagreiningar.[6]                                                  310 kr./kg.
Umbúðir spilliefnamerktar/spilliefnamengaðar >100 l                                     5.730 kr./kg.

Umbúðir spilliefnamerktar/spilliefnamengaðar <100 l                                     1.435 kr./kg.

 

 

5. gr.

Sveitarfélaginu er heimilt að gera sérstaka samninga um móttöku úrgangs og aðra þjónustuþætti, þegar um er að ræða afmarkaðar eða víðtækari þjónustu en gjaldskráin   tekur til.

Sveitarfélaginu er heimilt að ákveða að veita allt að 3 % afslátt af framangreindri gjaldskrá gegn skilvísri greiðslu gjalda skv. gjaldskránni.  Ennfremur er sveitarfélaginu heimilt að koma á sérstöku fyrirkomulagi sem miðar að jöfnun flutningsgjalda fyrirtækja m.t.t. staðsetningu fyrirtækja og urðunarstaðar.

 

6. gr.

Gjald fyrir úrgang sem komið er með til urðunar að urðunarstað í Syðra Firði í Lóni er:


Fiskúrgangur                  9,5  kr./kg.
Sláturúrgang                   9,5  kr./kg.

Seyra                               6,5  kr./kg.

Enginn má losa sorp á urðunarstað sem ekki hefur sérstakan samning við Sveitarfélagið um losun úrgangs á urðunarsvæði sveitarfélagsins. 


7. gr.

Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með fjárnámi hjá úrgangshafa án undangengis dóms, sbr. 4. mgr.  23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Gjöld eru tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga, sbr. loka mgr. 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

8. gr.

Gjaldskrá þessi, er samin og samþykkt af bæjarráði þann 19. janúar 2015 og staðfest af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar þann 5. febrúar 2015 samkvæmt ákvæðum 25. gr. laga nr. 7/1998.


Gjaldskrá tekur gildi við birtingu.  Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá nr. 1109/2009.  

Fh. bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 11. febrúar 2015


Björn Ingi Jónsson

bæjarstjóri[1] Úrgangur sem þarf að flokka og vinna sérstaklega fyrir förgun og aðra meðhöndlun. Sem dæmi: teppi, dýnur, kaðlar, net, húsgögn, jarðvegur, málmar, steinefni og gler.

[2] Að mestu úrgangur sem fer ekki í skilgreindan endurvinnsluferil

og þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar fyrir förgun.

[3] s.s.ýmis PCB úrgangur

[4] Etylenglýkól, frostlögur, prýlenglýkól, ediksýra, lífrænar sýrur, asfalt, amín, lífræn sölt, poýól og tektyl.

[5] s.s. brennisteinssýra, saltsýra, fosfórsýra,flúorsýra, krómsýra, málmhreinsisýrur, lútur, basísk, affitunarböð með cyaníði, galvanhúðunarböð, herðisölt,natríum hyrdoxíð, fljótandi hýpólórít, málmhydroxíðleðja,,ólífræn sölt

[6] s.s. lyf, sprautunálar, flugeldar, polyúretan úðabrúsar.


 

TungumálÚtlit síðu: