Gjaldskrár

Íþrótta- og tómstundakort

 

 

Umsókn um íþrótta- og tómstundakort 

Meginmarkmið íþrótta- og tómstundakortsins er að gefa börnum og unglingum á aldrinum 6 -16 ára aukna möguleika á að taka þátt í  uppbyggilegu starfi íþróttafélaga, tónskóla og annarra aðila sem standa fyrir íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Með kortinu má þannig greiða fyrir skipulagða íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi á vegum félaga og samtaka á Hornafirði.

 

  • Kortið er í reynd 20.000 kr. styrkur til íþrótta- og tómstundaiðkunar í sveitarfélaginu. Ekki er gefið út sérstakt kort.
  • Skilyrði fyrir veitingu styrksins er að iðkendur og félag eða stofnun eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Hornafirði.
  • Lögð er áhersla á að um skipulagt starf eða kennslu sé að ræða sem stundað er undir leiðsögn þjálfara, kennara eða leiðbeinanda og nær yfir eina önn að lágmarki 10 vikur og fari fram á almanaksárinu. Þetta á t.d. við um starfsemi viðurkenndra íþrótta- og æskulýðsfélaga, nám við tónlistarskóla, o.fl.
  • Ráðstafa  má þessari fjárhæð til fleiri en einnar greinar á hverju tímabili. Eftirstöðvar íþrótta- og tómstundakorts, ef einhverjar eru, er ekki heimilt að færa milli ára og falla þær niður í lok hvers árs.
  • Íþrótta- og tómstundakortið er hægt að nýta til kaupa á kortum í líkamsræktar-stöðvum í sveitarfélaginu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um fræðslu til iðkenda og utanumhald.
  • Ekki er mögulegt að greiða fyrir sérstakan viðbótarkostnað, svo sem tæki og búnað, fatnað, ferðakostnað o.þ.h.
  • Ekki er greitt fyrir iðkun hjá félögum og stofnunum utan okkar sveitarfélags.
  • Ferli um greiðslur styrkja:

-          Foreldrar og forráðamenn skrá barn á námskeið hjá félagi sem fellur undir reglur um íþrótta- og tómstundakort.

-          Foreldrar greiða fyrir viðkomandi námskeið og fá afhenta kvittun frá félaginu sem fara þarf með á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27 þar sem sótt er um styrkinn. Umsækjandi gefur þar upp bankareikning sem síðan er greitt inn á þegar umsókn um styrk hefur verið staðfest.


 

TungumálÚtlit síðu: