Dagbók hafnarinnar

Dagbókin

Subtitle10

23/7 ´12  kl 17.00

Hvanney landar í morgun eftir snurvoðartúr.

Jóna Eðvalds fer út eftir löndun í kvöld.

Þórir fer út í kvöld.

búin að vera bræla og brim í dag, aldan fór yfir 4 metra í nótt.

- SIGGI.

___________________________________________________________________________________________

22/7 ´12  kl 23:00

lítið um að vera í dag.

klárað að vigta af Jónu kl 10:00 í morgun.

Skinney fer út í dag eftir helgarfrí.

Green Bergen út kl 20:30 eftir lestun á frosnum fiski.

Leiðinda veður í dag, NA kaldaskítur og rigning, setur upp öldu í 3,5 M.

- SIGGI.

___________________________________________________________________________________________ 

21/7 ´12  kl 21:00

Vigtað af Jónu Eðvalds í dag.

Þórir landar í dag eftir makrílveiðar.

Green Bergen inn kl 20:00.

Veður er gott.

- SIGGI

____________________________________________________________________________________________

20/7 ´12  kl 23:00

Ásgrímur í löndun þennann sólarhringinn og Jóna E á landleið með um 300 tonn makríl.

Skinney landar í morgun eftir humarróður og fer í helgarfrí.

Þórir landar eftir makríltúr.

Hvanney landar eftir snurvoðartúr.

Siggi Bessa landar eftir makríltúr.

Silfurnes, Sæborg, Sævar, Auðunn, Kalli og Dögg landa eftir færaróðra.

Veður er gott í firðinum fegursta smá austan kæla eftir hádegi, en stafalogn í kvöld.

- SIGGI.

____________________________________________________________________________________________

19/7 ´12  Kl 17:00

Jæja þá er ég kominn á fyrstu vaktina eftir sumarfrí, kom reyndar til vinnu fyrr, en átti ekki vigtarvagt fyrr en núna :)

Jóna Eðvalds er að landa og Ásgrímur Halldórsson kom inn í nótt og bíður löndunar.

Þórir landaði í morgun eftir humarróður og gerði sig svo klárann fyrir makrílveiðar, og er nýfarinn út.

Hvanney landaði í morgun eftir snurvoðartúr.

Siggi Bessa landaði ágætisafla eftir makrílveiðar.

Færabátar landa nokkrir í dag og frameftir.

Það hefur verið gott veður hjá okkur hér á Höfn frá miðjum júní og  í Júlí, gott sumar, helst til þurrt þó.

- SIGGI

___________________________________________________________________________________________

3/5 ´12  kl 11:00

Hvanney landaði í morgun eftir snurvoðartúr.

Skinney landaði í morgun eftir humarróður.

veður fyrir hádegi NV kaldi og sól.

Vaktaskipti á hádegi.

- SIGGI.

___________________________________________________________________________________________

2/5 ´12  kl 23:30

Þórir landar í morgun eftir humarróður.

Benni, Beta, Ragnar, Dögg og Guðmundur Sig landa eftir línutúra.

Hulda, Húni, Örn II, Jökull, Staðarey, Sæunn, Auðunn, Uggi, Herborg, Kalli, Stígandi og Sævar landa allir eftir færaróðra.

Sólborg og Hvanney landa í kvöld eftir snurvoðartúra.

Það landa 20 bátar í dag.

Veður er búið að vera gott í gær og í dag.

- SIGGI.

____________________________________________________________________________________________

30/4 ´12  kl 23:45

Laugarnes tekið inn kl 06:00, það losar olíur.

Skinney og Sigurður Ólafsson landa í dag eftir humarróðra.

Stígandi, Silfurnes og Húni landa í dag eftir færaróðra.

Guðmundur Sig, Ragnar, Beta og Dögg landa eftir línuróðra.

Hvanney og Sólborg landa eftir dragnótartúra.

Laugarnes tekið út seinnipartinn.

veður var gott í dag sól og blíða.

- SIGGI.

____________________________________________________________________________________________

29/4 ´12 kl 23:00

Hvanney og Sólborg landa eftir dragnótartúra.

Guðmundur Sig og Ragnar landa eftir Línuróðra.

Veður er gott, austan golukaldi og kalt.

- SIGGI.

______________________________________________________________________________________________

28/4 ´12   kl 22:00

Sólborg landar í kvöld.

Annars lítið um að vera.

Veður gott en kalt.

- SIGGI.

_______________________________________________________________________________________________

6/3 ´12  kl 18:30

Lítið um að vera í dag.

Ásgrímur landaði loðnu í Vestmannaeyjum.

Jóna Eðvalds er á miðunum í Breyðafirði, þar er ekki veiðiveður.

Wilson Harrier átti að koma hér inn í dag með áburð en varð að hætta við vegna veðurs og fer í Berufjörð og bíður.

Veður var gott í morgun en skítaveður þegar líður á daginn með rigningu.

- SIGGI.

_______________________________________________________________________________________________

5/3 ´12  kl 22:00

Siggi Bessa, Beta, Guðmundur Sig og Ragnar landa eftir línuróðra.

Þórir, Sigurður Ólafsson, Skinney og Hvanney landa eftir netaróðra.

Allir bátar fiska mjög vel.

Veður er frá hægviðri í mestallann dag til kalda með rigningu undir kvöld.

- SIGGI.

 _______________________________________________________________________________________________

4/3 ´12

Ásgrímur fór eftir miðnætti.

Jóna E kemur inn um kl 01:00.

Þórir og Skinney landa eftir netaróður.

Gott veður í Firðinum.

- SIGGI.

_________________________________________________________________________________________________

3/3 ´12

Þórir og Skinney fara að leggja netin í dag.

Annars lítið um að vera.

Uppsjávarskip komast ekki enn um.

Bræla.

- SIGGI.

__________________________________________________________________________________________________

2/3 ´12

Ásgrímur H klárar löndun en kemst ekki út vegna ölduhæðar.

Jóna Eðvalds kemst ekki inn vegna ölduhæðar.

annars lítið um að vera.

Bræla

- SIGGI.

__________________________________________________________________________________________________

6/2 ´12

Jóna Eðvalds og Ásgrímur lönduðu í gær.

Ragnar, Guðmundur Sig, Beta og Siggi Bessa lönduðu í morgun eftir línuróðra.

Sigurður Ólafsson, Skinney, Hvanney og Þórir lönduðu í dag eftir netatúra, þeir drógu netin í vegna slæmrar spár.

Veður í dag var fínt framan af en spáir brælu.

- SIGGI.

__________________________________________________________________________________________________

11/1 ´12  kl 22:00

Netabátar leggja í dag.

Ásgrímur Halldórsson kemur inn í kvöld með rúm 1.300 tonn af loðnu.

Veður er ágætt.

- SIGGI.

__________________________________________________________________________________________________

10/1 ´12  kl 17:30

Lítið um að vera í dag.

Eigum von á batnandi veðri á morgun og loðnu seinnipartinn.

Veður er sama brælan til sjós og lands og í gær, kanski heldur verra í dag.

Hafið það gott.

- SIGGI.

_____________________________________________________________________________________________________

9/1 ´12  kl 19:00

Lítið um að vera í dag.

Veður er bræla í landi og á sjó.

- SIGGI.

______________________________________________________________________________________________________

7/1 ´12  kl 21:00

Vigtað af Ásgrími H í dag.

Jóna Eðvalds kemur inn í dag með um 900 tonn af loðnu.

annars lítið um að vera.

Veður er gott í dag og við frostmark.

- SIGGI.


6/1 ´12  kl 20:00

Ásgrímur kom inn í morgun með um 650 tonn af loðnu, fór aftur um kl 18:00.

Hvanney og Þórir lönduðu eftir netatúra.

Veður er gott hægviðri og hlýtt.

- SIGGI.

____________________________________________________________________________________________________

5/1 ´12  kl 18:00

Gleðilegt ár.

Hvanney landar eftir netaróður í dag.

Þórir er á netaveiðum og verið að gera Skinney klára fyrir netaveiðar sem og Sigurð Ólafsson.

Ásgrímur er á landleið með loðnu og verður í fyrramálið með um 650 tonn.

Jóna er á loðnuveiðum og verður vonandi annað kvöld eða á Laugardagsmorgunn.

Veður um frostmark og hægviðri að norðan.

- SIGGI.


14/12 ´11  kl 20:00

Hvanney landar í dag eftir netaróður.

Línubátar taka beitu í dag fyrir róður í kvöld.

Annars lítið um að vera.

Veður fínt, en mikil hálka á götum landsins og bæjarins.

- SIGGI.


13/12 ´11  kl 19:00

Skinney landar í morgun eftir humarróður.

Hvanney landar seinnipartinn eftir netatúr.

Veður er slydduhraglandi fram að hádegi og svo bjart og hægt.

- SIGGI.


12/12 ´11  kl 17:30

Green Lofoten kom inn í morgun og lestar freðfisk.

Green Lofoten út í kvöld.

Annars lítið um að vera.

veður er kaldi og frekar kalt.

- SIGGI.


10/12 ´11  kl 19:30

Beta, Ragnar og Guðmundur Sig landa í dag eftir línuróðra.

Von landar eftir túr á Skötuselsnetum.

Sigurður Ólafsson landar eftir fiskitrollstúr.

Veður N hægur til  NA kaldi með snjóhrglanda.

- SIGGI.


9/12 ´11  kl 16:00

Skinney landar eftir humartúr og fer í helgarfrí.

Hvanney landar eftir netaróður og fer í helgarfrí.

Línubátar búa sig í róður í kvöld.

annars lítið um að vera.

Veður er N hvass og -5 til -7 gráður.

Góða helgi til ykkar.

- SIGGI.


8/12 ´11  kl 18:00

Hvanney landar í dag eftir netaróður.

Annars lítið um að vera.

Ásgrímur og Jóna gera klárt fyrir loðnuveiðar.

Veður hefur verið skíta kuldi og norðanáttir undanfarið.

- SIGGI.


15/11 ´11  kl 23:00

Siggi Bessa, Guðmundur Sig, Beta og Ragnar landa eftir línuróðra.

Ásgrímur fer út í morgun og Jóna Eðvalds fer undir til löndunar.

Hvanney landar eftir netaróður.

Veður hægviðri og þoka í dag, er ekki örugglega vetur ?

- SIGGI.


14/11 ´11  kl 22:30

Þórir og Fróði landa í dag eftir humarróðra.  

Beta, Siggi Bessa, Guðm Sig og Ragnar landa eftir línuróðra.

Sævar landar eftir færatúr.

Jóna Eðvalds kemur í land með um 800 tonn af síld, hún lendir í löndunarbið.

Veður í dag gott en skýjað.

- SIGGI.


13/11 ´11  kl 22:30

Hvanney landar seinnipartinn eftir netaróður.

Ásgrímur Halldórsson kemur til löndunar.

Ársæll kemur að landa eftir humartúr.

Green Tromsö tekinn inn, hann lestar freðfisk.

Veður í dag er hægviðri og kólnandi, gott veður í firðinum.

- SIGGI.


12/11 ´11  kl 21:30

Lítið um að vera.

- SIGGI.


11/11 ´11  kl 19:00

Flott dagsetning á þessum degi.

Farið út með ISIS sem er frystiskip sem kom inn þann 9unda.

Annars lítið um að vera.

Veður hægviðri með rigningu.

- SIGGI.


10/11 ´11  kl 23:00

Þórir og Skinney landa í dag eftir humarróðra.

Annars lítið um að vera.

Veður er rigning sem oft síðustu daga.

-SIGGI.


20/10 ´11  kl 23:00

Jón á Hofi lóðsaður inn í nótt og hann landar.

Skinney landar eftir humartúr í morgun.

Sævar landar eftir færaróður.

Jón á Hofi tekinn út eftir löndun.

Veður hægviðri og rigning.

Vaktaskipti á hádegi.

- SIGGI.


19/10 ´11  kl 23:50

Ice Crystal út kl 10:00

Siggi Bessa landar eftir línuróður.

Húni, Uggi, Kalli og Stígandi landa eftir færaróðra.

Vigtaðar gærur fyrir Norðlenska matborðið rétt fyrir miðnætti.

2gja tíma þyrlubjörgunaræfing hjá björgunarskipinu Ingibjörgu.

Veður Hægviðri og blíða í firðinum.

- SIGGI.


18/10 ´11  kl 17:00

Lítið um að vera.

N rok

- SIGGI.


17/10 ´11  kl 23:30

Þórir, Fróði og Ársæll landa í dag og í kvöld eftir humarróðra.

Lestað í Ice Crystal í dag, en klárast sennilega ekki fyrr en á morgun.

Veður er hægviðri en orðinn hvass/stormur af N í kvöld.

- SIGGI.


15/10 ´11 kl 23:00

Ice Crystal tekinn inn kl 20:30, Ekki byrjað að lesta freðfisk í hann fyrr en á morgun.

Annars lítið um að vera.

- SIGGI.


14/10 ´11  kl 17:30

Vigtað í Laxfoss í dag, hann tekinn út kl 19:30 í kvöld.

Þórir, Ársæll og Fróði fara út kl 07:00 í morgun til humarveiða.

Veður hægviðri og rigning til SV allhvass og uppstytta.

- SIGGI.


13/10 ´11  kl 23:30

Fróði landaði í gærkvöldi eftir humarróður.

Ársæll og Skinney landa eftir humartúra.

Þórir kemur í land en landar ekki, er að koma að sunnan.

Laxfoss tekinn inn í morgun, hann á að lesta mjöl, en ekki í dag v/vatnsveðurs.

Veður er hvöss sunnan átt og mýgandi helv rigning.

- SIGGI.


22/9 ´11  kl 11:45

Lítið um að vera fyrir hádegi og vaktaskipti á hádegi.

Veður er N kaldi og bjartviðri.

- SIGGI.


21/9 ´11  kl 23:30

Vigtað af Ásgrími Halldórs í nótt.

Stígandi og Sæborg GK landa eftir færaróðra.

Hvanney landar í kvöld eftir snurvoðartúr.

Jóna Eðvalds kemur með nót frá færeyjum í kvöld.

Veður er gott í dag hægviðri og hálfskýjað.

- SIGGI.


20/9 ´11  kl 23:30

Lítið um að vera í dag.

Löndun úr Ásgrími Halldórs í dag og kvöld.

Það kom Grænlensk snekkja hér inn sem heitir Pictacho og er frá Ilulissat á vesturströnd Grænlands, fór aftur í dag.

Veður er gott, hægviðri með stöku rigningaskúrum.

- SIGGI.


19/9 ´11  kl 17:00

Stígandi og Sævar landa í morgun eftir færaróðra.

Jóna Eðvalds fer til færeyja til að sækja nót.

Ásgrímur Halldórsson er væntanlegur í kvöld með um 500 tonn

Veður var rigning og rok í morgun en stytti svo upp með blíðu eftir hádegi.

- SIGGI.


16/9 ´11  kl 23:00

Siggi Bessa landar eftir færaróður.

Sigurður Ólafsson landar eftir humartúr.

Jóna Eðvalds kemur til löndunar kl 19:00 með 500 tonn, mest síld.

A- NA kaldi með rigningu.

- SIGGI.


15/9 ´11 kl 17:00

Lítið um að vera í dag.

Herborg landar eftir færaróður.

fínt veður A gola, en fer að rigna í dag.

- SIGGI.


14/9 ´11  kl 21:00

Lítið um að vera í dag,

Mjölskip út kl 19:00

Fínt veður í firðinum fagra.

- SIGGI.


24/8 ´11  kl 22:20

Þinganes landar í dag eftir makríltúr.

Sólborg landar eftir snurvoðartúr.

Sigurður Ólafsson landar eftir humartúr.

Verið að landa úr Jónu Eðvalds.

Guðmundur Sig landar eftir línuróður.

Ágætis veður Austan átt.

- SIGGI.


23/8 ´11  kl 23:45

Lokið við löndun úr Ásgrími Halldórss kl 15:00.

Jóna Eðvalds kemur til löndunar í kjölfarið með um 500 tonn.

Halla Sæm, Sævar, Siggi Bessa og Haukafell landa í dag eftir færaróðra.

Steinunn landar eftir makríltúr.

Sólborg landar í kvöld eftir snurvoðartúr.

Veður er Austan kaldi og úrkoma öðru hvoru.

- SIGGI.


22/8 ´11  kl 23:30

Ásgrímu Halldórsson kemur inn til löndunar.

Fróði kemur og landar eftir makríltúr.

Kalli, Uggi, Auðunn, Örn II, Haukafell, Sæunn, Húni og Stígandi landa eftir færaróður.

Von landar eftir Skötuselstúr.

Sólborg landar í kvöld eftir snurvoðartúr.

Veður er ágætt, Austan golukaldi og mýgandi rigning með köflum. (Það er gott fyrir gróðurinn)

- SIGGI.


21/8 ´11 kl 23:50

Lítið um að vera.

Green Ice tekinn út kl 23:10.

Austan gola og raki í lofti.

- SIGGI.


20/8 ´11  kl 19:00

Lítið um að vera.

Steinunn landar eftir makríltúr.

Ágætis veður.

- SIGGI


19/8 ´11  kl 23:00

Verið að landa úr Jónu Eðvalds fram á kvöld.

Stígandi, Uggi, Örn II, Húni, Sævar, Silfurnes og Siggi Bessa landa eftir færaróðra.

Fróði II ÁR landar eftir Makríltúr.

Green Ice tekinn inn kl 22:20 hann lestar freðfisk.

Veður hægur Austan til Austan kaldi.

- SIGGI.


18/8 ´11  kl 23:30

Byrjað að landa af Jónu Eðvalds í dag.

Halla Sæm, Sæunn, Hanna og Haukafell landa eftir færatúra.

Von landar eftir skötuselstúr.

Þinganes landar eftir makrílveiðar.

gott veður og hálfskýjað.

- SIGGI.


10/8 ´11  kl 21:00

Jóna Eðvalds kemur til löndunar eftir síldartúr.

Firda tekin inn í dag, hún lestar freðfisk úr fullum geymslum.

Halla Sæm, Uggi, Auðunn, Siggi Bessa, Silfurnes, Húni, Staðarey, Hanna, Stígandi, Haukafell, Lundi, Örn II, Mímir, Sæunn,

og Herborg landa allir eftir færatúra.

Gott veður í firðinum, aðeins vindur.

- SIGGI.


9/8 ´11  kl 22:30

Green Atlantic tekinn inn kl 09:00 í morgunn, bras með hann.

Þinganes landar í dag eftir makríltúr.

Von landar í dag eftir Skötuselstúr.

Steinunn kemur til að skifta um veiðarfæri.

Silfurnes, Uggi, Mímir, Herborg, Haukafell, Sæborg, Staðarey, Örn II, Lundi, Örk, Húni, Sæunn, Stígandi og Dögg landa í dag.

Green Atlantic tekinn út kl 21:30.

Blíðu veður í firðinum fegursta.

- SIGGI.


8/8 ´11  kl 20:30

Onarfjord inn kl 07:30.

Guðm Sig og Ragnar landa eftir línuróðra.

Von landar eftir túr á skötuselsnetum.

Siggi Bessa landar eftir Makríltúr.

Sæunn, Örn II, Uggi, Mímir, Haukafell, Stígandi, Auðunn, Sævar, Herborg, Staðarey og Húni landa eftir færaróðra.

Vigtað af Ásgrími Halldórs.

Út með Onarfjord kl 20:00

Gott veður í firðinum.

- SIGGI.


7/8 ´11 kl 19:00

Lítið um að vera í dag.

Ásgrímur kemur inn og ekki byrjað að landa af honum strax.

Gott veður í firðinum fagra.

- SIGGI.


6/8 ´11  kl 22:50

Vigtað af Jónu Eðvalds í dag.

Annars lítið um að vera.

Veður var gott í dag vindgola og skýjað.

- SIGGI.


5/8 ´11  kl 23:00

Farið með Brövig Wind kl 10:15.

Þinganes kemur inn í dag eftir makríltúr.

Verið að landa úr Ásgrími.

Annars lítið um að vera.

veður er A - ANA skítaveður og mígandi rigning.

- SIGGI.


4/8 ´11  kl 23:55

Clipper Odyssey tekinn in í nótt, farþegaskip með 85 farþega.

Hav Nes tekinn inn í morgunn hann lestar mjöl.

Dögg, Sævar, Herborg, Sæborg og Sæunn landa eftir færaróðra í dag.

Clipper Odyssey og Havnes teknir út um kl 21:30.

Brövig Wind tekinn inn kl 22:30, hann losar bensín og Olíur.

Gott veður í firðinum í dag, skýjað og lítilsháttar Austan átt.

- SIGGI.


3/8 ´11  kl 23:30

Þinganes landar í morgun eftir makríl túr.

Von landar í morgun eftir skötuselstúr.

Stígandi, landar tvisvar í dag, í morgun og seinnipartinn eftir færaróðra.

Herborg, Örn II, Mímir, Auðunn, Uggi, Stígandi, Hanna og Húni landa eftir færaróðra.

veður í dag A kaldi og rigning með köflum en hægviðri í kvöld.

- SIGGI.


2/8 ´11  kl 22:30

Uggi, Örn II og Sæunn landa í dag eftir færaróðra.

Ásgrímur kom í morgun með síld og makrílblandað og bíður nú löndunar.

Jóna Eðvalds er að landa.

Axel tekinn út í kvöld.

Færeyingurinn fór í gærkvöldi.

Skútan fór í morgun.

Veður gott í dag en skýjað.

- SIGGI.


31/7 ´11  kl 14:00

Dýpkun í gangi.

Annars lítið um að vera.

litið eftir á bryggjum.

ANA hvass og skýjað.

- SIGGI.


30/7 ´11  kl 16:00

Lítið um að vera.

Dýpkun í gangi.

Grynnslin mæld í nótt og í morgun.

Siggi Bessa landar eftir makríltúr.

Færeyskur bátur kemur í kvöld og bíður af sér brælu.

Amarant Seglskúta kemur í kvöld.

hægviðri og rigning.

- SIGGI.


29/7 ´11  kl 20:00

Lítið um að vera í dag.

Bátar flestir í helgarfríi.

Dýpkun í gangi.

Axel tekinn inn kl 18:00 hann lestar freðfisk eftir helgi.

Veður var mjög gott í allann dag, hægviðri bjart með köflum og hlýtt.

- SIGGI.


 

28/7 ´11  kl 21:00

Jæja nú er ég kominn úr sumarfríi.

Dýpkun í gangi.

Þórir og Skinney lönduðu í morgun eftir humarróðra.

Jóna Eðvalds liggur um helgina.

Ásgrímur verið að landa úr honum og fer svo í helgarfrí.

hér er skúta inni sem heitir Mona Lisa og kom kl 07:00 í morgun.

veður í dag var heiðskírt og dálítill vindur með því, en hlítt.

- SIGGI.


19/6 ' 11

Tveir smábátar landa í dag. SH

 


17/6 ' 11

Landað úr Ásgrími Halldórssini SF   310 t af síld  og Þinganesi SF  3,5 t Makríl .SH

 


16/6 ´11  kl 14:30

Jóna Eðvalds kemur inn kl 05:00 í morgun með um 200 tonn af síld og makríl samanlagt.

Bresk skúta kemur inn kl 13:30.

annars lítið um að vera.

Vaktaskipti í dag.

veður er ausnorðaustan kaldaskítur og frekar svalt í veðri, rigndi í nótt.

- SIGGI.


15/6 ´11  kl 17:00

Sigurður Ólafsson landar í morgun eftir humartúr.

Benni landar eftir línuróður.

Dögg landar eftir færatúr.

Það er Austan kaldaskítur og færabátar í landi.

- SIGGI.


14/6 ´11  kl 22:30

Vigtað af Ásgrími til kl 15:00 og hann fer út kl 16:00.

Siggi Bessa, Lundi, Kalli, Halla Sæm, Herborg, Auðunn, Húni, Stígandi, Sæunn, Uggi, Örn II, Staðarey og Dögg landa í dag eftir færaróðra.

Ragnar, Benni, Beta og Guðmundur Sig landa eftir línuróðra.

18 bátar landa í dag.

Veður er gott en skýjað.

- SIGGI.


13/6 ´11  kl 18:00

Vigtað af Jónu Eðvalds til 03:00, þá fer hún út eftir löndun.

Byrjað að vigta af Ásgrími í nótt og vigtað af honum í dag.

Kalli, Stígandi, Birta Dís og Auðunn landa eftir færaróðra.

Ragnar, Guðm Sig og Benni landa eftir línuróðra.

Hvanney landar í kvöld eftir snurvoðartúr.

Gott veður í dag.

- SIGGI.


12/6 ´11 Hvítasunnudagur, kl 22:30

Vigtað af Jónu E í nótt og í dag.

Ásgrímur kemur inn í dag ogf bíður löndunar, hann er með rúm 500 tonn af síld og makríl.

Ragnar og Guðmundur Sig landa í kvöld eftir línuróðra.

Gott veður í dag, hægur vindur en skýjað.

- SIGGI.


11/6 ´11  kl 21:00

Laxfoss lóðsaður inn í nótt, hann lestar mjöl í dag.

Jóna Eðvalds kemur kl 15:30 með Síld og Makríl um 400 tonn samanlagt.

Laxfoss lóðsaður út kl 15:00.

Blíðuveður í firðinum, loksins komið sumar (vona ég).

- SIGGI.


10/6 ´11  kl 17:30

Ingibjörg fer út í morgun og fylgir kajakræðurum sem eru að róa hringinn áleiðis í vestur.

Sigurður Ólafsson landar í morgun eftir humartúr.

Benni landar eftir línuróður.

Dögg landar eftir færatúr.

Hvanney landar seinnipartinn efti dragnótaróður.

Veður er gott í firðinum og hlýnar þegar líður á daginn.

- SIGGI.


9/6 ´11  kl 17:00

Lítið um að vera.

Kalt og Lítil svör við auglýsingum eftir sumrinu.

- SIGGI.


8/6 ´11  kl 17:00

Landað og vigtað úr 3 bátum.

enn kalt og enn auglýst eftir sumrinu.

- SIGGI.


7/6 ´11  kl 19:00

Hvanney landar eftir dragnótatúr.

Einhverjir færabátar landa.

Kalt og auglýst eftir sumrinu.

- SIGGI.


27/5 ´11

Hvanney landar 16t  snurvoð. Sig Ólafs og Skinney landa humar og fiski. humar virðist vera að tregðast ,enda er bræla , einn línubátur landar 3,3 t

Sigfús.


26/5 ´11

Fjórir handfærabátar 5 línubátar landa í dag sæmilegt fiskirí.

Björn Lóðs er í slipp og verður það næstu 10 daga.

Fúsi. 


19/5 ´11  kl 23:30

Þórir landar í morgun eftir humartúr.

Dögg landar í dag eftir línuróður.

Hvanney landar í kvöld eftir snurvoðartúr.

NA kaldaskítur og rigning af og til.

- SIGGI.


18/5 ´11  kl 17:30

Skinney landar í dag.

Annars lítið um að vera í skipakomum og bátakomum.

Veður er kalt og NA vindur.

- SIGGI.


17/5 ´11  kl 18:50

Þórir og Sigurður Ólafsson landa í morgun eftir humartúra.

Dögg landar eftir línuróður.

Hvanney landar eftir snurvoðartúr.

Austan Norðaustan kaldaskítur og kalt í veðri.

- SIGGI.


 

16/5 ´11  kl 20:30

Brövig wind tekinn út í nótt.

Wilson Lahn tekinn inn í nótt, hann losar áburð, og tekinn út aftur um  hádegi.

Sigurður Ólafsson landar eftir humartúr.

Örn II, Auðunn, Sæunn, Kalli, Uggi, Mímir, Staðarey og Herborg landa í dag eftir færaróðra.

Dögg, Beta, Benni, Guðmundur Sig og Ragnar landa í dag eftir línutúra.

Gott veður í firðinum í dag.

- SIGGI.


15/5 ´11  kl 20:00

Olíuskip lóðsað inn seinnipartinn.

Línu og færabátar róa ekki í dag.

Sumarblíða í firðinum fagra.

- SIGGI.


14/5 ´11  kl 20:00

Þórir landar í morgun eftir humartúr.

Hvanney landar eftir Snurvoðartúr.

Dröfn ransóknarskip landar eftir trollveiðar.

Auðunn, Silfurnes og Kalli landa eftir færatúra.

Beta, Benni, Ragnar, Guðmundur Sig og Dögg landa eftir línuróðra.

Blíðu veður í firðinum fagra.

- SIGGI.


13/5 ´11  kl 21:30

Birta Dís, Kalli, Silfurnes og Stígandi landa í dag eftir færaróðra.

Beta, Benni, Guðmundur Sig, Ragnar og Dögg landa efir línuróðra.

Örn KE landar eftir snurvoðartúr.

Skinney landar eftir humartúr.

Björn Lóðs í slipp.

Gott veður í dag en skýjað, fer að birta til seinnipartinn og kula aðeins af suðvestan.

- SIGGI.


12/5 ´11  kl 21:00

Jæja langt síðan ég hef verið á vaktini, en ég ætla að færa dagbók hér næstu vikuna.

Mímir, Örn II, Uggi, Húni, Sæunn, Kalli, Herborg, Staðarey og Stígandi landa í dag eftir handfæraróðra.

Hvanney landar góðum afla eftir snurvoðartúr.

Sigurður Ólafsson landar eftir humartúr.

Dögg, Beta, Benni, Guðmundur Sig og Ragnar landa eftir línuróðra.

Það landa semsagt 16 bátar í dag og það er vel.

Björn Lóðs í slipp, Ingibjörg notuð sem lóðsbátur á meðan.

Það er blíðu veður í firðinum okkar fagra og spáin er góð framundan til róðra, en strandveiðiflotinn rær ekki aftur fyrr en eftir helgi.

- SIGGI.


18/4 ´11  kl 18:00

Hvanney landar kl 05:00 eftir næstsíðasta ralltúr.

Út með Silver Bergen kl 06:00.

Skinney Sigurður Ólafsson landa eftir humartúr.

Siggi Bessa landar eftir færatúr.

Fróði kemur til viðgerðar vegna bilerís.

Blíða í morgun en gengur svo á með S hvassviðri og rigningu þegar líður á daginn.

- SIGGI.


17/4 ´11  kl 21:00

Lítið um að vera.

Lestun á freðfisk í Silver Bergen og snúningar í kringum hann.

Gott veður í dag.

- SIGGI.


16/4 ´11  kl 14:00

Theseus tekinn inn kl 05:00, hann losar áburð.

Silver Bergen tekinn inn kl 05:00, hann lestar freðfisk.

Theseus tekinn út kl 11:00.

SV vindsperringur.

- SIGGI.


15/4 ´11  kl 23:45

Lítið um að vera í dag,

Suðvestan hvassviðri og 4-5 M alda.

Búist vi tveimur flutningaskipum skipum í nótt.

- SIGGI.


14/4 ´11  kl 18:00

Ársæll landaði í nótt eftir humartúr.

Skinney og Þórir landa í morgun eftir humartúra.

Leiðindaveður búið að vera síðustu daga, suðlægar áttir.

- SIGGI.


1/4"11

Hvanney kom úr fyrsta rall netatúrnum í gær,var austur við Hvítinga og var með 30 t.  Allir netabátar búnir með kvótan og eru að útbúa sig á humartroll.

ÓE.


24/3 ´11  kl 11:00

Netabátar róa í dag og landa í dag.

Siggi Bessa rær í dag.

Vaktaskipti á hádegi.

Blíða í firðinum fegursta.

- SIGGI.


23/3 ´11  kl 21:30

Þórir, Hvanney, Skinney og Sigurður Ólafsson landa eftir netaróðra.

Siggi Bessa landar eftir línuróður.

Hægviðri og blíða í firðinum fagra.

- SIGGI.


22/3 ´11   kl 22:00

Hvanney, Þórir og Skinney landa eftir netaróðra.

lítið annað um að vera.

VSV sperringsvindur.

- SIGGI.


21/3 ´11  kl 20:30

Hvanney, Þórir og Skinney landa eftir netaróðra.

Annars lítið um að vera.

Fínt veður í firðinum.

- SIGGI.


11 mars.

4 netabátar landa 127 t, Jóna E kemur með síðustu loðnuna á þessari vertíð 470 tonn.

SH


10.mars.

4 netabátar landa 192 t  Ásgrímur H kemur með 730 t af loðnu.

SH


9 mars. 4 netabátar landa 144 tonnum.,uppskipun á salti 1200 t.

SH


8.Mars.

3 netabátar landa 90tonnum.Saltskip Anna kemur með salt í pokum.

SH.


7.mars.

Rólegt. bátar fara að leggja net.

SH


6. mars.

Rólegt bræla.

SH.


5.mars

3 netabátar með 52 tonn hver og 1 með 30 tonn. línubátar með frá 3,8 t .Bátar fóru ekki á sjó aftur vegna veðurs.

Loðnu landað 1 mars og 3 mars. Frystiskipið Silver Bergen lestaði um 800 t.af loðnu í gær.

ÓE.


24/2 ´11  kl 12:00

Lítið um að vera í dag.

Havfrakt komst í lag kl 01:30 í nótt, en ekki veður til að fara með hann út vegna öldu.

Vaktaskipti á hádegi.

- SIGGI.


23/2 ´11  kl 20:00

Þórir, Hvanney, Skinney og Sigurður Ólafsson draga netin í v/brælu og landa í dag.

Línubátar róa ekki vegna veðurs.

Havfrakt enn inni vegna bilunar.

Ágætis veður í dag en rigning, vaxandi vindur og alda seinnipartinn.

- SIGGI.


22/2 ´11  kl 19:00

Þórir, Skinney, Sigurður Ólafsson og Hvanney landa eftir netaróðra.

Guðmundur Sig, Ragnar og Siggi Bessa landa eftir línuróðra.

Havfrakt enn inni vegna bilunar.

Gott veður í firðinum en gengur á með mikilli rigningu öðru hvoru.

- SIGGI.


21/2 ´11 kl 20:00

Vigtað af Jónu Eðvalds í nótt.

Havfrakt tekinn inn í morgun, lestar mjöl.

Netabátar leggja í dag.

Sigurður Ólafsson landar eftir netaróður.

Gott veður í firðinum í dag.

- SIGGI.


20/2 ´11  kl 23:50

Vigtað af Ásgrími um helgina,

Jóna kemur inn í kvöld.

- SIGGI


18/2 ´11  kl 20:30

Laugarnes tekið út í nótt.

Jóna Eðvalds fer út í dag.

Sigurður Ólafsson, Þórir, Hvanney og Skinney landa eftir netatúra.

Wilson Leer tekinn út seinnipartinn.

veður A-NA kaldaskítur

- SIGGI.


17/2 ´11  kl 23:00

Ásgrímur klárar að landa.Jóna E kemur.

Laugarnes losar olíur.

Sigurður Ólafsson, Hvanney, Skinney og Þórir landa eftir netaróðra.

gott veður.

- SIGGI.


16/2"11

Góð veiði hjá netabátum 10 til 19 tonn.Ásgrímur H kom í morgun með 600t .Porsoy fór út og Wilson Leer tekinn inn ,losar 1000t af salti .SH


15/2"11

Netabátar Sigurður Ólafs,Hvanney,Skinney og Þórir landa 10 til 15 tonnum. Alma fer og Frystiskipið Porsoy kemur og á að lesta loðnu SH.


14/2"11

Netabátar faraút að leggja netin. Frystiskipið Alma kemur í dag á að lesta 750 t af loðnu. Bræla.SH


13/2"11

Bræla .Von er á frystiskipum að lesta loðnu. SH.


12/2"11

Loðnulöndun í nótt og í dag til kl 20,00 úr Jónu E .Ásgrímur H er í Vestmannaeyjum. Bræla ölduhæð 5 m.SH.


11/2" 11

Loðnulöndun allan sólahringinn.SH


10/2"11

Loðnulöndun allan sólahringinn.Havfrakt kom og lestar 400 tonn af mjöli.Hvanney landar 4t í net. SH.


 

9/2"2011

Loðnulöndun allan sólahringinn. Hvanney SF fór út að leggja net. SH. 


8/2"2011

Loðnuveiðin svipuð Jóna E.er að landa í dag. Fjórir netabátar með 30 t. tveir línubátar með 6 til 7 t. 

ÓE.


7/2"2011

Sama góða loðnuveiðin við Ingólfshöfða Ásgrímur kom með 800 t, Neta bátar með 6 til 11 t.

ÓE.


6/2"2011

Jóna Eðvalds kom með 950 t.af loðnu,bátar eru á veiðum austan við Ingólfshöfða og er góð veiði.  Netabátar með 6 til 12 t.

ÓE.


5/2"2011

Ásgrímur H. kom með umm 1100 t.af loðnu eins og áður þá fer allt í gegn  umm frystihúsið.

Þrír netabátar eru með umm 35 t.

ÓE. 


4/2"2011

Slæm tíð til sjávar og lítið róið undanfarið. Jóna E. landaði 900 t.og þrír netabátar með 40 t.

ÓE.


27/1 ´11  kl 11:50

Jóna Eðvalds kom inn fyrir stundu með um 900 tonn af loðnu.

Skinney, Sigurður Ólafs, Hvanney og Þórir eru að draga netin.

Línubátar róa ekki.

Blíðu veður en kalt.

- SIGGI.


26/1 ´11  kl 23:30

Hvanney, Þórir og Skinney landa eftir netatúr.

Sigurður Ólafsson fer að leggja netin.

Ragnar, Guðm Sig og Siggi Bessa landa eftir línuróðra.

Ásgrímur fer út í kvöld.

Gott veður í firðinum.

- SIGGI.


25/1 ´11   kl 21:00

Þórir, Skinney og Hvanney landa eftir netaróður.

Siggi Bessa landar eftir línuróður.

Ásgrímur kemur í kvöld með um 850 tonn.

Gott veður og 8 stiga hiti.

- SIGGI.


24/1 ´11

Jóna E kemur og landar í bræðslu.

Siggi Bessa landar eftir línuróður.

Blíðuveður.

- SIGGI.


23/1 ´11

Lítið um að vera.

- SIGGI.


22/1 ´11

Ásgrímur kemur til löndunar með loðnu kl 6:30 í morgun.

Annars lítið um að vera.

Ágætis veður.

- SIGGI.


17.01.2011.

Jóna E kemur kl.03,00 með 850 t af loðnu. Flutningaskipið Axel kom kl 05,00 það lestar frysta loðnu.

SH.


16.01.2011.

Loðnulöndun af Ásgrími H líkur um kl 10,00 . Þórir og Skinney landa um 20t samt af bolfiski.

SH


15.01.2011

Löndun á loðnu allan sólahringinn af Jónu E og síðan Ásgrími H.

SH


14.01.2011.

Fyrsta loðnan kom á miðnætti, Jóna E með 850 t vigtað er þá allan sólahringinn.

Lokið er grjótvörn á Austurfjörum verkið vann Litlahorn ehf. SH


13.01.2011

Unnið hefur verið að því að setja grjótvörn á Austurfjöruna innanverða til að verja hana stranrofi vegna straums og öldu.

SH


12.01.2011

Þrír netabátar á sjó,afli 7 til 11 t. Fóru ekki aftur vegna veðurs.

ÓE.


11.01.2011

Það hefur verið frekar tregt hjá netabátum og ekki góð tíð.Það eru birjaðir 3 netabátar og afli í dag frá 6.t til 11 t.

Ásgrímur fór í gær og Jóna í dag á loðnu.

ÓE.


30/12 ´10  kl 10:45

Hvanney er á sjó.

Annars lítið um að vera.

veður er gott hægviðri og um 0-2 gráðurnar í +

Vaktaskipti á hádegi.

- SIGGI.


29/12 ´10  kl 11:00

Það hefur verið lítið um að vera síðan fyrir Jól,  en Axel kom inn aðfararnótt Þorláksmessu og tekinn út aftur að morgni Þorláksmessu.

Benni landaði í morgun eftir línuróður og Beta er að draga línuna og landar í dag.

Hvanney er að draga Þorskanetin.

Veður er blíða í dag og í gær en annars búið að vera skítaveður dagana þar á undan með rigningu.

- SIGGI.


14/12 2010

4 línbatar á sjó í gær afli 6,0 til 8,8 tonn.síðan 1 netabátur með kropp. Frystiskipið Green Atlantic kom kl'1300 lestar umm 6-700 tonn.


12/12,2010

Vigtað af þrem línubátum og einum netabát þokkalegur afli og mjög gott veður.

ÓE.


11/12.2010

Mjög rólegt við Höfnina síðustu þrjá daga 1 bátur á sjó í gær og í dag en það er netabáturinn Hvanney en það er ágætur afli hjá henni mest ufsi.

Skinney kom úr slipp í gær en Þórir fór upp í slippinn í staðinn.

ÓE.


2/12 ´10  kl 12:00

Von landar í morgun eftir Skötuselstúr.

Siggi Bessa, Ragnar og Beta landa úr línuróðrum fyrir hádegi.

Guðm Sig og Benni eru á sjó og landa eftir hádegi.

Vaktaskipti á hádegi.

Veður er N golukaldi og um 0 gráðurnar.

- SIGGI.


1/12 ´10  kl 19:00

Út með Silver Lake kl 02:00.

Sigurður Ólafsson og Þórir landa í morgun eftir humartúra, humarvertíð lokið hjá þeim.

Beta, Siggi Bessa, Benni, Ragnar og Guðm Sig landa eftir línuróðra.

Sævar landar eftir færatúr.

Von kemur í land eftir Skötuselstúr en landar á morgunn.

Hægviðri -3 gráður og fljúgandi hálka.

- SIGGI.


30/11 ´10  kl 22:30

Silver Lake tekinn inn kl 01:30 í nótt, hann lestar freðfisk.

Laxfoss tekinn inn kl 07:30 í morgun, hann lestar mjöl.

Von landar í morgun eftir skötusels túr.

Beta, Siggi Bessa, Benni, Ragnar og Guðmundur Sig landa eftir línuróðra.

Kalli og Sævar landa eftir handfæraróðra.

Hvanney landar eftir netaróður.

Skinney landar eftir Humartúr, og er humarvertíð lokið hjá Henni.

Laxfoss tekinn út kl 20:00.

töluvert um að vera við höfnina og líflegt.

Hægviðri og kalt í dag, og mikil ísing og hálka á götum og gangstéttum.

- SIGGI.


29/11 ´10  kl 20:00

Siggi Bessa, Benni, Beta, Ragnar og Guðmundur Sig landa eftir línuróðra.

Sævar, Kalli og Auðunn landa eftir færaróðra.

Von kemur í land í kvöld eftir skötuselsnetaróður en landar á morgun.

Veður í dag hægviðri en kalt.

- SIGGI


Helgin 27-28/11 ´10

Lítið um að vera um helgina, línubátar róa ekki og ekki heldur færabátar.

Hvanney landar á sunnudags eftirmiðdegi eftir netaróður.

Veður um helgina var fremur gott, kalt og hægur vindur, allavega til landsins.

- SIGGI


26/11 ´10  kl 23:00

Þórir landar í morgun eftir humarróður og fer í helgarfrí.

Axel tekinn inn í morgun, hann lestar freðfisk.

Hvanney landar eftir netaróður.

Axel út aftur í kvöld.

Veður NA Kaldi til hvassviðris.

Hafið það gott öll sömul.

- SIGGI.


 

25/11 ´10  Kl 20:00

Skinney landar í morgun eftir humarróður.

Benni landar í dag eftir línutúr.

Sigurður Ólafsson landar seinnipartinn eftir humartúr.

veður: NA allhvass til hvass og 1-3 stiga frost.

- SIGGI.


17/11"10

Jóna Eðvalds kláraðist kl:0200 í nótt.Ásgrímur kom kl:1330 með 850 tonn af síld úr Breiðafirði

Hvanney landar netafiski.

ÓE


15/11"10

Kláraðist að landa úr Ásgrím í fyrri nótt.  Jóna kom á miðnætti með un 900 t.af síld úr Breiðafirðinum ,verið að landa úr henni og fer allt til manneldis.

Tveir handfærabátar og einn línubátur lönduðu, tregur afli. Skinney landaði humar.

ÓE


11/11"10

Lokið við að landa úr Jónu E.í dag en hún var með 800 t. Ásgrímur kom með 900 t.og er verið að landa úr honum en öll síldin fer í frystingu.

Humarbátarnir Sigurður Ól.Skinney og Þór komu með sæmilegan humarafla. Olíuskip kom og klárað að lesta frystiskipið Green Tromso en það komst

ekki út vegna storms.

 ÓE.


2/11 ´10  kl 19:30

Lítið um að vera.

Hvanney landar seinnipartinn eftir netaróður.

Jóna Eðvalds á landleið með um 900 tonn af síld úr Grundarfirði.

gott veður en allmikill sjór.

- SIGGI.


1/11 ´10  kl 23:00

Ársæll og Skinney landa eftir humarróðra.

Annars lítið um að vera.

Norðaustan hvassviðri fram eftir degi annars hægviðri.

- SIGGI.


31/10 ´10  kl 23:30

Lítið um að vera um helgina.

Farið út með Alma kl 13:00.

Veður að ganga niður.

Bátar fóru að tínast út í gærkvöldi.

- SIGGI.


29/10 ´10  kl 20:00

Þórir landar í morgun eftir humarróður.

Lestað frosið í Alma, frystiskip,

Vigtað af Ásgrími H til kl 19:30.

Ekki orðið svo vont veður sem spáði, en held það standi til bóta :)

- SIGGI.


28/10 ´10  kl 19:30

Út með saltskipið kl 03:00.

Skinney og Sigurður Ólafsson koma í land í morgun eftir humarróðra.

Alma tekin inn kl 16:00 hún lestar freðfisk

Hvanney kemur í land kl 18:00 og landar eftir netaróður.

Sólarhrings vigtun á síld úr Ásgrími H.

Norðaustan allhvass - hvass og er að ganga í skítaveður.

- SIGGI


27/10 "10.

Saltskip Wilson Hull kom í morgun ,losar 1000 tonn af salti. Ásgrímur H kemur með 900 t af síld . Hvanney SF og Siggi Bessa landa. SH. 


26/10 "10

Síldarlöndun allan sólahringinn til kl 12,00 .


25/10"10

Síldarlöndun í dag , Þórir landar humar og fiski. SH.


24/10"10

Jóna E kemur með 600 t af síld úr Breiðafirði. Fróði ÁR landar humar og Hvanney SF landar fiski. SH

 


23/10"10

Olíuskipið Laugarnes kom í nótt losar olíur. Farið með fólk í siglingu.

SH.


22/10"10

Tankskipið Freyja kemur að lesta 800 tonn af lýsi. tveir humarbátar einn netabátur og einn línubátur landa. 

SH.


21/10 "10

Þórir landar humar og fiski ,Tveir aðkomubátar landa humar ,Siggi Bessa landar á línu.

SH

 


17/10"10

Síldabátarnir Jóna E.og Ásgrímur H.komu með um 600 t. en þetta er sennilega síðasti túr í þessu úthaldi.Birjað að vigta síld KL:0200


Friðrik Sigurðsson ÁR landaði sæmilegum humarafla í gær,tveir humarbátar koma í dag Skinney SF og Ársæll ÁR.

Frystiskip kom í gær og er að verið lesta það .Mjölskip kemur í dag.

ÓE


6/10"10.KL.1800

Lítið um að vera.

Jóna Eðvalds kemur inn kl 15:30 með um 430 tonn.

Þinganes fer út kl 17:00 til rækjuveiða fyrir norðurlandi.

Gott veður í dag hægviðri og þungskýjað.

- SIGGI.


5/10 ´10

Lítið um að vera.

Trillur geta ekki róið v/veðurs.

Þinganes gerir klárt fyrir rækjuveiðar.

Hvanney gerir klárt fyrir netaveiðar.

Þórir og Skinney stunda humarveiðar á vestursvæði.

Búin að vera bræla síðustu daga.

Austan vindur og rigning.

- SIGGI


28/9 ´10

Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson koma og landa.

- SIGGI.


26/9 ´10

Haukur tekinn út.

- SIGGI.


25/9 ´10

Silver Ocean tekinn út.

Haukur inn hann lestar mjöl.

- SIGGI.


24/9 ´10

Þinganes landar eftir humartúr.

Hvanney landar eftir dragnótatúr.

Silver Ocean tekinn inn hann lestar freðfisk.

- SIGGI.


23/9 ´10 kl 20:30 

Sigurður ólafsson landar í morgun eftir humarróður.

Auðunn, Herborg, Stígandi, Sævar og Húni landa eftir færaróðra.

Blíðuveður í firðinum en frekar kalt.

- SIGGI


22/9"10

Ásgrímur og Jóna komu í morgun með um 1300 t.af  síld,3-4 handfærabátar á sjó og eru að fá um 1,5 t.mest ufsi.

ÓE19/9"10

Síldarbátar fóru út á föstudag eftir mikla brælu og eru við veiðar 140-150 mílur N.við Langanes.

Lögregla hringdi um kl:0750 í morgun og sagði að ljósavélaskúr á austurfjöru væri að brenna og

væri nánast fallin.Fórum á lóðsbát út á austurfjöru að kanna aðstæður en slökkviliðið var komið á

staðinn og var að slökva í glæðum og kæla gasolíutank en hann valt inn í eldinn.

Vigtað af Hvanney út á markaði kl:2100

15/9"10

ÓE


Flutningaskipið Axel kom kl 12:00 lestar frosnar fiskafurðir fer kl 12:30 16/9

T


Síldarlöndun Jóna og Ásgrímur með 11-12 hundruð tonn

11/9.2010

T


10/9. 2010

Antigone Z ut kl 19:45

Torfi


9/9 ´10  kl 11:00

Lítið um að vera.

NA allhvass og rigning.

Antigone Z kemur kl 20:00 lestar frosna síld

Torfi


8/9 ´10  kl 18:00

Lítið um að vera.

Hvanney landar seinnipartinn eftir snurvoðartúr.

NA allhvass - hvass.

- SIGGI.


7/9 ´10  kl 17:30

Siglt með Sjó og stranda sérfræðinga frá norðurlöndunum í morgun.

Annars lítið um að vera.

NA kaldi og þurrt.

- SIGGI.


6/9 ´10  kl 18:00

Sigurður Ólafsson landaði í morgun eftir humartúr.

Sævar og Siggi Bessa lönduðu eftir makríltúra í Berufjörð.

Tómas Þorvaldsson landaði í dag eftir línutúr.

Hvanney landaði í dag eftir dragnótartúr.

NA Allhvass - hvass og rigningarsuddi öðru hvoru.

- SIGGI.


5/9 ´10  kl 17:30

Klárað að vigta af uppsjávarskipum kl 14:30.

Ásgrímur og Jóna E fara kl 14:00.

Litið eftir seinnipartinn, annars lítið um að vera.

Austan kaldaskítur og rigning með köflum.

- SIGGI.


4/9 ´10  kl 18:00

Vigtað af Jónu Eðvalds.

Annars lítið um að vera við höfnina.

Veður er austan gola til austan kaldi með úrkomu í morgun en létti til í dag.

- SIGGI.


3/9 ´10  kl 21:30

Vigtað af síldarbátum frá miðnætti.

Sigurður Ólafsson landar í morgun eftir humartúr.

Glófaxi VE landar í morgun hann er á skötuselsnetum.

Hvanney landar í kvöld eftir dragnótatúr.

Blíðuveður fram að hádegi, en þá vaxandi vindur að austan og fer að rigna þegar líður á daginn.

- SIGGI.


2/9 ´10 kl 23:00

Sævar, Herborg, Húni, Stígandi og Kalli landa eftir færaróðra í dag.

Hvanney landar í kvöld eftir dragnótartúr.

Glófaxi kemur inn í kvöld en landar á morgunn.

Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds koma inn fyrir miðnætti.

Rjómablíða í firðinum fegursta í dag hlýtt og hálfskýjað.

- SIGGI.


29/8 "10

Einn línubátur landar í dag.

Sigfús.


28/8 "10

Benni SF og Sævar SF landa í dag reitings afli.

Sigfús. 


27/8 "10

Unnið við að skipta út öldumælisdufli sem var orðið rafmagrslaust . einn dragnótarbátur einn línubátur og tveir handfærabátar landa reitings afla.

Sigfús


26/8 ´10  kl 20:30

Green Ice tekinn inn í morgun hann lestar freðfisk.

Sævar, Silfurnes og Auðunn landa eftir færaróðra.

Benni landar eftir línuróður.

Ásgrímur og Jóna fara út kl 19:00

Green Ice tekinn út kl 19:10.

Gott veður hægviðri og skýjað.

Vaktaskipti.

- SIGGI.


25/8 ´10  kl 21:50

Áframhaldandi vigtun af uppsjávarskipunum frá miðnætti og forút.

Sævar landaði í morgun eftir færatúr og svo aftur seinnipartinn.

Benni landaði eftir línuróður.

Hvanney landar eftir dragnótartúr.

Auðunn landar í kvöld eftir færatúr.

austan hægur til golukaldi, og hálfskýjað.

- SIGGI.


24/8 ´10  kl 23:00

Jóna Eðvalds kemur kl 04:00 með 750 - 800 tonn.

Þinganes kemur kl 06:00 úr humartúr.

Ásgrímur Halldórsson kemur um 17:00 með 550 tonn

Gott veður í firðinum fagra.

- SIGGI.


23/8 ´10  kl 20:30

Sævar landar eftir færatúr.

Hvanney landar eftir snurvoðartúr.

Benni landar eftir línuróður.

Jóna Eðvalds er á landleið með 750 - 800 tonn.

Gott veður, skýjað.

- SIGGI.

________________________________________________

22/8 ´10  kl 23:00

Brovig Viento tekinn út kl 05:00.

Valtýr víkingaskúta fer út kl 17:00.

Benni landar eftir línuróður.

Hvanney landar í kvöld eftir snurvoðartúr.

Kaldi framan af degi en logn og blíða í kvöld.

- SIGGI.

_________________________________________________

21/8 ´10  kl 15:30

Laugarnes tekið út kl 03:45.

Axel tekinn út kl 04:10.

Brovio Viento tekinn inn kl 11:00, hann lestar lýsi.

Norska skútan Mementomori fer út kl 11:10.

Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds fara út kl 17:00.

Bjart hlýtt og golukaldi af NA.

- SIGGI.

___________________________________________________________

20/8 ´10  kl 22:30

Vigtað af Jónu og Ásgrími í nótt og í dag.

Laugarnes tekið inn kl 16:00, það kom með olíur.

Hvanney landar seinnipartinn eftir snurvoðartúr.

Ennþá austan kaldaskítur.

- SIGGI.

_________________________________________________________________________

19/8 ´10  kl 23:00

Jóna Eðvalds og Ásgrímur komu inn eftir miðnætti í nótt með um 1500 tonn samanlagt.

Mementumori,  Norsk skúta kom inn í kvöld,

Austan kaldaskítur

- SIGGI.

________________________________________________________________________________________________________

18/8/2010

Valtýr víkinga-skúta kom til Hornafjarðar í nótt á leið til Noregs, eitt það glæsilegasta í Íslenska flotanum  Axel kom kl 13;45 til að lesta frosna síld

Síldarskipin koma í kvöld um kl 23:00 Erling kemur kl 18:00 til löndunar

T

13/8 " 10

Síldarlöndun til kl 4 í nótt. 2 færabátar landa 5 t aðalega ufsa.

Sigfús.

12/8 " 10.

Síldarlöndun í dag allan sólahringinn. 1 línubátur landar 9,3 t. 3 færabátar landa 2,5 t. Frystiskipið Fernanda tekið inn kl15,00.

lestar 650 til 700 t af frystiafurðum.

Sigfús.

 

11/8 "10

Síldarlöndun í dag allan sólahringinn. 1 línubátur landar 8,6t þosk og langa.

Sigfús .

 

10/8 "10

Ásgrímur og Jóna E komu í morgun með um 1500 tonn af síld og makríl. Línuskipið Fjölnir SU aðstoðað inn vegna vélarbilunar.

Sigfús.

 

 

9/8 "10

Handfærabátar landa , annars rólegt  Síldarskipin á landleið með góðan afla.

Sigfús.

 

8/8 " 10.

Rólegt við höfnina. Humarbátar eru á veiðum suður af Reykjanesi Þórir Skinney og Þinganes.

Sigfús

7/8 " 10

Farið út með Green Ice kl 03,30. annars frekar rólegt. 

Sigfús

6/8  "10

Oratank lóðsaður inn kl 03,00 til 04,00 út aftur kl 14,00. Landað síld og makríl dag og nótt. 'Asgrímur H og Jóna E. fara til veiða  100 sjómílur norðaustur af Langanesi.

Sigfús.

 

5/8 2010

Green Ice kemur kl 08:00 lestar frosna síld

Ásgrímur Halldórsson og Jóna Edvalds landa síld

TÞF

 

29/7 ´10  kl 08:10

Ásgrímur Halldórsson búinn að landa kl 07:00, hann fer ekki strax út aftur.

Jóna Eðvalds byrjar að landa kl 07:30.

Gott veður og vaktaskipti á hádegi.

- SIGGI.

_________________________________________________________

28/7 ´10  kl 18:30

Jóna Eðvalds kom inn í morgun og bíður nú löndunar.

Sævar, Silfurnes, Halla Sæm og Auðunn lönduðu í dag eftir færaróðra.

Gott veður, skýjað en hlýtt og hægur vindur.

- SIGGI.

__________________________________________________________________________ 

27/7 ´10  kl 23:30

Lítið um að vera í dag.

Einhverjir róa á handfæri en ætla ekki að landa í dag.

Polonus, Pólsk skúta kemur inn um 2 leitið, og er þetta áttunda skútan sem kemur hér í sumar.

Auðunn landar um 18:00 eftir færaróður.

Ásgrímur kemur inn í kvöld til löndunar með blandaðann síldar og makríl afla.

Jóna er á landleið verður í fyrramálið.

Gott veður, hægviðri en skýjað og hlýtt.

- SIGGI.

_____________________________________________________________________________________

26/7 ´10 kl 21:00

Kaprifol tekinn inn kl 07:00, hann lestar lýsi.

Auðunn, Sævar, Halla Sæm og Von landa fyrir hádegi eftir handfæraróðra.

Unnið í Lóðsbát við ýmsar lagfæringar og endurnýjun.

Kaprifol tekinn út kl 19:10.

Austan kaldaskítur og rigning með köflum.

- SIGGI.

__________________________________________________________________ 


 

TungumálÚtlit síðu: